Körfubolti

Strákarnir enduðu EM á stórsigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Strákarnir okkar.
Strákarnir okkar. kkí/kkí

Íslenska körfuboltalandsliðið skipað drengjum átján ára og yngri lenti í 15. sæti á EM U18 sem fór fram í Skopje í Makedóníu síðustu vikuna.

Strákarnir okkar unnu Austurríki, 86-55, í leiknum um fimmtánda sætið i dag en lokaniðurstaðan á mótinu því tveir sigrar og fimm töp.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Ísland var einu stigi undir í hálfleik, 38-37, en í síðari hálfleik stigu okkar menn á bensíngjöfina og rúmlega það.

Þeir unnu þriðja leikhlutann með tuttugu stiga mun, 30-10, og fjórða leikhlutann 19-7. Lokatölur því öruggur 31 stiga sigur strákanna, 86-55, og góður endir á mótinu.

Stigahæstur Íslendinga var Hilmar Henningsson með 24 stig en auk þess tók hann tíu fráköst. Næstir komu Arnór Sveinsson og Sigvaldi Eggertsson með fjórtán stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.