Körfubolti

Annað tapið kom gegn Rúmeníu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hópurinn áður en hann hélt út.
Hópurinn áður en hann hélt út. vísir/kkí

Körfuboltalandslið kvenna átján ára og yngri tapaði gegn Rúmeníu í þriðja leik liðsins í B-deild á EM í Austurríki, 49-63.

Rúmenía byrjaði af miklum krafti og voru þrettán stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 24-11 og 38-19 yfir í hálfleik.

Íslensku stelpurnar náðu aðeins að minnka muninn í þriðja leikhlutanum en rúmensku stelpurnar voru of sterkari og unnu að lokum nokkuð öruggan fjórtán stiga sigur, 49-63.

Ísland er því með einn sigurleik í fyrstu þremur leikjunum en liðið tapaði stórt gegn Portúgal í fyrsta leiknum og unnu svo Georgíu í gær.

Birna Benónýsdóttir skoraði fjórtán stig fyrir Ísland og tók fjórtán fráköst. Ástrós Ægisdóttir kom næst með tólf stig en Eydís Þórisdóttir gerði sjö stig.

Næst spilar Ísland gegn Kýpur á þriðjudaginn en Kýpur er búið að tapa fyrstu þremur leikjum sínum í mótinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.