Körfubolti

Tap gegn Kýpur í fjórða leik

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Birna Valgerður Benónýsdóttir var stigahæst í liði Íslands
Birna Valgerður Benónýsdóttir var stigahæst í liði Íslands Vísir/Andri

Íslenska stúlknalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 18 ára og yngri tapaði fyrir Kýpur í fjórða leik sínum á EM U18 í Austurríki.

Íslensku stelpurnar voru undir eftir fyrsta leikhluta en unnu annan leikhluta og staðan í hálfleik var 29-25 fyrir Kýpur.

Svo fór að lokum að þær kýpversku unnu nokkuð öruggan 60-42 sigur. Þetta var þriðji tapleikur liðsins á EM, eini sigur Íslands kom gegn Georgíu í annari umferð.

Birna Benónýsdóttir var stigahæst í liði Íslands með 15 stig. Hún tók 9 fráköst og gaf tvær stoðsendingar en þurfti að fara út af í fjórða leikhluta með fimm villur.

Næsti leikur, sem er jafnframt síðasti leikur riðlakeppninnar, er gegn Finnum á morgun.

Stig Íslands: Birna Benónýsdóttir 15 stig, Anna Svansdóttir 8 stig, Ólöf Óladóttir 6 stig, Sigrún Ólafsóttir 3 stig, Kamilla Viktorsdóttir 3 stig, Ásta Grímsdótti 2 stig, Ástrós Ægisdóttir 2 stig, Elsa Albertsdóttir 2 stig, Alexandra Sverrisdóttir 1 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.