Fótbolti

Fimmti Íslendingurinn í rússnesku úrvalsdeildina

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jón Guðni skoraði fyrir Ísland í vináttulandsleik gegn Perú í mars
Jón Guðni skoraði fyrir Ísland í vináttulandsleik gegn Perú í mars Vísir/Getty
Íslendingunum fjölgar í rússnesku úrvalsdeildinni, Jón Guðni Fjóluson er á leiðinni til Krasnodar.

Jón Guðni kemur frá sænska liðinu Norrköping þar sem hann hefur verið síðan árið 2016.

Hann hefur verið viðriðinn íslenska landsliðshópinn síðustu ár og á að baki 13 A-landsliðsleiki fyrir Ísland.

Jón Guðni á enn eftir að standast læknisskoðun hjá rússneska félaginu en samkomulag hefur náðst á milli félaganna og Rússarnir eru búnir að tilkynna komu Íslendingsins á Twitter.

Íslendingarnir í Rússlandi eru því orðnir fimm. Hörður Björgvin Magnússon kom til CSKA Moskvu í sumar og þremenningarnir Sverrir Ingi Ingason, Ragnar Sigurðsson og Björn Bergmann Sigurðarson eru á mála hjá Rostov.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×