Körfubolti

Sigur í fyrsta leik í Bosníu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Strákarnir okkar áður en þeir héldu út.
Strákarnir okkar áður en þeir héldu út. mynd/kkí
Íslenska körfuboltalandsliðið sextán ára og yngri byrjar vel á EM í Saravejo. Liðið vann 77-74 sigur á Finnum í fyrsta leik liðsins í riðlinum.

Ísland byrjaði af krafti og var tveimur stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 19-17, en í öðrum leikhluta voru Finnarnir sterkari og voru yfir í hálfleik 39-36.

Frábær þriðji leikhluti þar sem Ísland vann með sex stigum lagði grunninn að sigrinum en eftir dramatískar lokamínútur varð lokaniðurstaðan þriggja stiga sigur Íslands, 77-74.

Stigahæstur í íslenska liðinu var Ástþór Svalason með 21 stig en næstur kom Viktor Steffensen með tíu stig. Hugi Hallgrímsson gerði sjö stig, tók sex fráköst og gaf þrjár stoðsendingar.

Næsti leikur Íslands er gegn Póllandi á morgun en leikurinn hefst klukkan 16.45 að íslenskum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×