Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur, náði sér ekki nægilega vel á strik á lokadegi á móti í Ástralíu. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni.
Þetta er í fyrsta sinn sem Valdís Þóra nær í gegnum niðurskurðinn á LPGA-móti, en íþróttamaður ársins 2017, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, náði ekki í gegn.
Í nótt spilaði hún annan hringinn í röð á tvimur yfir pari, en hún fékk meðal annars í tvígang tvöfaldan skolla. Inn á milli spilaði þó hún gott golf og fékk þrjá fugla.
Valdís endar því hringina fjóra á samtals fjórum höggum yfir pari, en hún endar í 57. sætinu. 22 ára gamla Jin Young Ko stóð uppi sem sigurvegari á fjórtán höggum undir pari.
Valdís endaði í 57. sæti
Anton Ingi Leifsson skrifar
