Samkeppnislöggjöfin úrelt að sögn framkvæmdastjóra Viðskiptaráð Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. júlí 2018 20:30 Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Mynd/Viðskiptaráð Íslands Mikil samþjöppun blasir við á dagvöru- og eldsneytismarkaði nái fyrirhugaðir samrunar sem tilkynnt hefur verið um nýverið fram að ganga. Þessi þróun kemur ekki á óvart að sögn framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs sem segir gildandi samkeppnislöggjöf vera úrelta. Samkeppniseftirlitið hefur um þessar mundir til rannsóknar samkeppnisleg áhrif nokkurra samruna sem eru í farvatninu hér á landi á vettvangi verslunar með eldsneyti og dagvöru. Má þar nefna fyrirhuguð kaup Samkaupa hf. á 14 verslunum Basko verslana ehf. sem meðal annars reka verslanir 10-11, Iceland og Háskólabúðina. Fyrst var tilkynnt um fyrirhuguð kaup Haga hf. á Olís í fyrra en samrunatilkynningin var afturkölluð í mars á þessu ári. Síðan ný tilkynning barst um samrunann síðar í sama mánuði og hafa Hagar lagt til að félagið selji frá sér tilteknar verslanir Bónuss auk ákveðinna sölustöðva Olís og ÓB, í framhaldi af athugasemdum Samkeppniseftirlitsins. Loks má nefna kaup N1 hf. á Festi hf, sem á og rekur meðal annars Krónuna, Elko og Nóatún. N1 hefur lagt til að félagið selji frá sér tilteknar afgreiðslustöðvar og vörumerki Dælunnar, til að eyða samkeppnishindrunum. Ásta Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, segir þessa þróun ekki koma á óvart. „Ég myndi segja að samþjöppun þarf náttúrlega að eiga sér stað til þess að hér sé hægt að bjóða vörur og þjónustu sem íslenskir neytendur vilja kaupa. Því annars, það þarf enga sérfræðinga til að segja okkur það, þá leitum við bara eitthvað annað og það er orðið auðveldara með tækni og þróun sem hefur átt sér stað,“ segir Ásta. Í ljósi þess veruleika sem blasi við sé nauðsynlegt að ráðast í breytingar á samkeppnislöggjöfinni, sem er löngu úrelt að sögn Ástu. Til að mynda séu veltumörk fyrirtækja, sem eru skyldug til að tilkynna samruna til samkeppniseftirlitsins, mjög lág og hafi ekki breyst síðan 2008. „Það eru ekki nógu skýrar reglur og í raun og veru fer það bara eftir hverju máli fyrir sig hvernig þau fara og oft vita fyrirtæki ekki fyrr en í málslok hvernig þau í raun og veru hefðu átt að haga sér,“ segir Ásta. Neytendur Samkeppnismál Viðskipti Tengdar fréttir Samkeppni sögð vera lítil hér á landi Samkeppni hér á landi er ónóg, að sögn OECD og forstjóra Samkeppniseftirlitsins. Kallað er eftir því að stjórnvöld dragi úr hindrunum fyrir ný fyrirtæki og að erlendri samkeppni verði gert auðveldar fyrir. 3. september 2015 09:30 Eftirlitsstofnun EFTA skoðar íslenska mjólkurgeirann Stærri hluti mjólkuriðnaðarins gæti verið á leið undir samkeppnislög. 19. febrúar 2016 09:30 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Mikil samþjöppun blasir við á dagvöru- og eldsneytismarkaði nái fyrirhugaðir samrunar sem tilkynnt hefur verið um nýverið fram að ganga. Þessi þróun kemur ekki á óvart að sögn framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs sem segir gildandi samkeppnislöggjöf vera úrelta. Samkeppniseftirlitið hefur um þessar mundir til rannsóknar samkeppnisleg áhrif nokkurra samruna sem eru í farvatninu hér á landi á vettvangi verslunar með eldsneyti og dagvöru. Má þar nefna fyrirhuguð kaup Samkaupa hf. á 14 verslunum Basko verslana ehf. sem meðal annars reka verslanir 10-11, Iceland og Háskólabúðina. Fyrst var tilkynnt um fyrirhuguð kaup Haga hf. á Olís í fyrra en samrunatilkynningin var afturkölluð í mars á þessu ári. Síðan ný tilkynning barst um samrunann síðar í sama mánuði og hafa Hagar lagt til að félagið selji frá sér tilteknar verslanir Bónuss auk ákveðinna sölustöðva Olís og ÓB, í framhaldi af athugasemdum Samkeppniseftirlitsins. Loks má nefna kaup N1 hf. á Festi hf, sem á og rekur meðal annars Krónuna, Elko og Nóatún. N1 hefur lagt til að félagið selji frá sér tilteknar afgreiðslustöðvar og vörumerki Dælunnar, til að eyða samkeppnishindrunum. Ásta Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, segir þessa þróun ekki koma á óvart. „Ég myndi segja að samþjöppun þarf náttúrlega að eiga sér stað til þess að hér sé hægt að bjóða vörur og þjónustu sem íslenskir neytendur vilja kaupa. Því annars, það þarf enga sérfræðinga til að segja okkur það, þá leitum við bara eitthvað annað og það er orðið auðveldara með tækni og þróun sem hefur átt sér stað,“ segir Ásta. Í ljósi þess veruleika sem blasi við sé nauðsynlegt að ráðast í breytingar á samkeppnislöggjöfinni, sem er löngu úrelt að sögn Ástu. Til að mynda séu veltumörk fyrirtækja, sem eru skyldug til að tilkynna samruna til samkeppniseftirlitsins, mjög lág og hafi ekki breyst síðan 2008. „Það eru ekki nógu skýrar reglur og í raun og veru fer það bara eftir hverju máli fyrir sig hvernig þau fara og oft vita fyrirtæki ekki fyrr en í málslok hvernig þau í raun og veru hefðu átt að haga sér,“ segir Ásta.
Neytendur Samkeppnismál Viðskipti Tengdar fréttir Samkeppni sögð vera lítil hér á landi Samkeppni hér á landi er ónóg, að sögn OECD og forstjóra Samkeppniseftirlitsins. Kallað er eftir því að stjórnvöld dragi úr hindrunum fyrir ný fyrirtæki og að erlendri samkeppni verði gert auðveldar fyrir. 3. september 2015 09:30 Eftirlitsstofnun EFTA skoðar íslenska mjólkurgeirann Stærri hluti mjólkuriðnaðarins gæti verið á leið undir samkeppnislög. 19. febrúar 2016 09:30 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Samkeppni sögð vera lítil hér á landi Samkeppni hér á landi er ónóg, að sögn OECD og forstjóra Samkeppniseftirlitsins. Kallað er eftir því að stjórnvöld dragi úr hindrunum fyrir ný fyrirtæki og að erlendri samkeppni verði gert auðveldar fyrir. 3. september 2015 09:30
Eftirlitsstofnun EFTA skoðar íslenska mjólkurgeirann Stærri hluti mjólkuriðnaðarins gæti verið á leið undir samkeppnislög. 19. febrúar 2016 09:30