Lífið

Endanlegur miðafjöldi á tónleika Guns N' Roses verður 26.900

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Loka miðafjöldi á tónleika Guns N' Roses verður 26.900 miðar.
Loka miðafjöldi á tónleika Guns N' Roses verður 26.900 miðar. VÍSIR/ANDRI MARINÓ

Endanlegur miðafjöldi á tónleika Guns N‘ Roses verður 26.900. Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur gefið leyfi fyrir þessum áhorfendafjölda á tónleikunum sem eru einir af þeim stærstu sem haldnir hafa verið á Íslandi. Þegar þetta er skrifað hafa verið seldir rúmlega 23 þúsund miðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipuleggjendum tónleikanna.

Skipuleggjendur hafa frá upphafi lagt mikla áherslu á að virða þolmörk Laugardalsvallar og hafa einnig viljað ganga úr skugga um að fjöldi áhorfenda yrði hæfilegur til þess að tryggja öryggi tónleikagesta.

Búið er að reisa tuttugu og tveggja metra hátt svið á Laugardalsvelli og er það langstærsta sem komið hefur verið upp hér á landi. Hundruð manna hafa unnið að uppsetningu tónleika Guns´N Roses á vellinum frá því á mánudag og verða þeir að störfum alveg fram á þriðjudag þegar hljómsveitin stígur á svið.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.