Ríkið verði af tveimur milljörðum á ári Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 25. júlí 2018 06:00 Airbnb er eina gistiþjónusta landsins sem aukið hefur hlutdeild sína á markaðnum. Ríkið verður af minnst tveimur milljörðum króna á hverju ári svo lengi sem ekki eru innheimt opinber gjöld af stórum hluta óskráðra Airbnb-íbúða, að mati Samtaka ferðaþjónustunnar. Rúmt ár er frá því að Benedikt Jóhannesson, þáverandi fjármálaráðherra, setti sig í samband við Airbnb til að taka á málinu. Sala á gistingu á Íslandi nam 15 milljörðum á Airbnb í fyrra. Sem stendur skilar Airbnb aðeins virðisaukaskatti af þóknun sinni og innheimtir ekki gistináttaskatt. Benedikt greindi frá því í júní á síðasta ári að stjórnvöld væru komin í samband við Airbnb en vonast var til að samkomulag næðist um að Airbnb innheimti gjöld, til dæmis gistináttaskattinn. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu er málið í skoðun en ekki er hægt að segja til um það hvenær endanleg niðurstaða fæst. Til dæmis þurfi að skoða hvort innheimta eigi gistináttaskatt, sem er föst krónutala, fyrir hvert leigt herbergi eða íbúðina í heild sinni. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, segir að ef á annað borð eigi að leggja á gistináttaskatt eigi öllum að vera skylt að innheimta hann. „Þá væri jafnvel hægt að lækka gistináttaskattinn aftur og fá samt meiri skatttekjur.“ Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line, er sama sinnis. „Á sama tíma og ríkið er að leita allra leiða til þess að auka gjaldtöku af ferðamönnum horfir það fram hjá því að kerfið er að mígleka. Ríkið er með hugmyndir um komugjöld og alls konar viðbótargjöld en nýtir svo ekki þessa tekjulind.“ Airbnb Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Skattar og tollar Tengdar fréttir Eftirlit með Airbnb skilað fjölda skráninga Aðeins rétt rúm vika er síðan eftirlit með heimagistingum hér á landi var aukið. Nýjar skráningar eru 75 talsins og búist er við að þeim muni fjölga jafnt og þétt. 5. júlí 2018 06:00 Íslendingar þéna mest á Airbnb Íslendingar eru sú þjóð sem þénar mest á skammtímaleigu til ferðamanna í gegnum vefinn Airbnb ef marka má gögn sem nálgast má á vefsíðunni sjálfri. 23. apríl 2018 10:55 Mesti vöxturinn er í Airbnb Vöxtur ferðaþjónustunnar er aðallega í deilihagkerfinu gegnum Airbnb samkvæmt nýrri skýrslu Íslandsbanka. Airbnb er með fjórðung af gistimarkaðnum. Teymi bankans á sviði ferðaþjónustu reiknar með minni fjárfestingu í hótelum á næstu fjórum árum. 11. apríl 2018 10:17 Á annan tug milljarða í neðanjarðarhagkefinu vegna Airbnb Vöxtur í gistiþjónustu á Íslandi er að stórum hluta drifinn áfam af AirBnB sem að mestum hluta fer fram í neðanjarðarhagkerfinu og skilar því ekki sköttum og gjöldum til ríkis og sveitarfélaga. 11. apríl 2018 11:45 Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Sjá meira
Ríkið verður af minnst tveimur milljörðum króna á hverju ári svo lengi sem ekki eru innheimt opinber gjöld af stórum hluta óskráðra Airbnb-íbúða, að mati Samtaka ferðaþjónustunnar. Rúmt ár er frá því að Benedikt Jóhannesson, þáverandi fjármálaráðherra, setti sig í samband við Airbnb til að taka á málinu. Sala á gistingu á Íslandi nam 15 milljörðum á Airbnb í fyrra. Sem stendur skilar Airbnb aðeins virðisaukaskatti af þóknun sinni og innheimtir ekki gistináttaskatt. Benedikt greindi frá því í júní á síðasta ári að stjórnvöld væru komin í samband við Airbnb en vonast var til að samkomulag næðist um að Airbnb innheimti gjöld, til dæmis gistináttaskattinn. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu er málið í skoðun en ekki er hægt að segja til um það hvenær endanleg niðurstaða fæst. Til dæmis þurfi að skoða hvort innheimta eigi gistináttaskatt, sem er föst krónutala, fyrir hvert leigt herbergi eða íbúðina í heild sinni. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, segir að ef á annað borð eigi að leggja á gistináttaskatt eigi öllum að vera skylt að innheimta hann. „Þá væri jafnvel hægt að lækka gistináttaskattinn aftur og fá samt meiri skatttekjur.“ Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line, er sama sinnis. „Á sama tíma og ríkið er að leita allra leiða til þess að auka gjaldtöku af ferðamönnum horfir það fram hjá því að kerfið er að mígleka. Ríkið er með hugmyndir um komugjöld og alls konar viðbótargjöld en nýtir svo ekki þessa tekjulind.“
Airbnb Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Skattar og tollar Tengdar fréttir Eftirlit með Airbnb skilað fjölda skráninga Aðeins rétt rúm vika er síðan eftirlit með heimagistingum hér á landi var aukið. Nýjar skráningar eru 75 talsins og búist er við að þeim muni fjölga jafnt og þétt. 5. júlí 2018 06:00 Íslendingar þéna mest á Airbnb Íslendingar eru sú þjóð sem þénar mest á skammtímaleigu til ferðamanna í gegnum vefinn Airbnb ef marka má gögn sem nálgast má á vefsíðunni sjálfri. 23. apríl 2018 10:55 Mesti vöxturinn er í Airbnb Vöxtur ferðaþjónustunnar er aðallega í deilihagkerfinu gegnum Airbnb samkvæmt nýrri skýrslu Íslandsbanka. Airbnb er með fjórðung af gistimarkaðnum. Teymi bankans á sviði ferðaþjónustu reiknar með minni fjárfestingu í hótelum á næstu fjórum árum. 11. apríl 2018 10:17 Á annan tug milljarða í neðanjarðarhagkefinu vegna Airbnb Vöxtur í gistiþjónustu á Íslandi er að stórum hluta drifinn áfam af AirBnB sem að mestum hluta fer fram í neðanjarðarhagkerfinu og skilar því ekki sköttum og gjöldum til ríkis og sveitarfélaga. 11. apríl 2018 11:45 Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Sjá meira
Eftirlit með Airbnb skilað fjölda skráninga Aðeins rétt rúm vika er síðan eftirlit með heimagistingum hér á landi var aukið. Nýjar skráningar eru 75 talsins og búist er við að þeim muni fjölga jafnt og þétt. 5. júlí 2018 06:00
Íslendingar þéna mest á Airbnb Íslendingar eru sú þjóð sem þénar mest á skammtímaleigu til ferðamanna í gegnum vefinn Airbnb ef marka má gögn sem nálgast má á vefsíðunni sjálfri. 23. apríl 2018 10:55
Mesti vöxturinn er í Airbnb Vöxtur ferðaþjónustunnar er aðallega í deilihagkerfinu gegnum Airbnb samkvæmt nýrri skýrslu Íslandsbanka. Airbnb er með fjórðung af gistimarkaðnum. Teymi bankans á sviði ferðaþjónustu reiknar með minni fjárfestingu í hótelum á næstu fjórum árum. 11. apríl 2018 10:17
Á annan tug milljarða í neðanjarðarhagkefinu vegna Airbnb Vöxtur í gistiþjónustu á Íslandi er að stórum hluta drifinn áfam af AirBnB sem að mestum hluta fer fram í neðanjarðarhagkerfinu og skilar því ekki sköttum og gjöldum til ríkis og sveitarfélaga. 11. apríl 2018 11:45