Viðskipti innlent

Íslendingar þéna mest á Airbnb

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Íslenskir leigusalar hafa að jafnaði 1,2 milljónir upp úr því að leigja út íbúðir sínar á Airbnb samkvæmt tölum sem nálgast má á vefsíðunni sjálfri.
Íslenskir leigusalar hafa að jafnaði 1,2 milljónir upp úr því að leigja út íbúðir sínar á Airbnb samkvæmt tölum sem nálgast má á vefsíðunni sjálfri. vísir/egill

Íslendingar eru sú þjóð sem þénar mest á skammtímaleigu til ferðamanna í gegnum vefinn Airbnb ef marka má gögn sem nálgast má á vefsíðunni sjálfri.

Greint er frá þessu á vef Túrista en þar kemur fram að tekjur íslensku leigusalanna hafi að jafnaði numið rúmum 1,2 milljónum króna en ekki er um að ræða meðaltekjur heldur það sem Airbnb kalla „typical host income“ sem gæti útlagst sem tekur fyrir dæmigerðan leigusala.  

Airbnb miðlar nú íbúðum í skammtímaleigu til ferðamanna í 191 landi. Næst tekjuhæstir á eftir Íslendinum voru Japanir með rúma 1,1 milljón króna og Bandaríkjamenn koma þar á eftir með um 782 þúsund í tekjur að jafnaði.

Íslendingar leigja íbúðir sínar út að jafnaði í 62 daga á ári en leyfilegt er að leigja eign út í skammtímaleigu í hámark 90 daga á ári og mega tekjurnar ekki fara yfir tvær milljónir króna.

Nánar má lesa um málið á vef Túrista.


Tengdar fréttir

Tíu tekjuhæstu á Airbnb veltu 1.300 milljónum

Leiguvefurinn Airbnb er orðinn næstumfangsmesta gistiþjónusta landsins með um 30 prósenta hlutdeild. Gistinóttum á vegum Airbnb fjölgaði um 1,6 milljónir í fyrra. Tíu tekjuhæstu leigusalarnir veltu samtals 1,3 milljörðum króna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
5,98
19
1.491.650
VIS
2,8
19
263.441
SIMINN
0,75
15
428.677
SJOVA
0,51
21
360.465
EIK
0,38
12
157.342

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-4,01
41
1.008.965
LEQ
-2,43
3
69.322
ICEAIR
-2,41
12
36.382
TM
-1,96
11
203.211
KVIKA
-1,94
7
168.078
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.