Körfubolti

Tryggvi spilaði ekkert í þriðja tapi Raptors

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason.
Tryggvi Snær Hlinason. Vísir/Getty

Landsliðsmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason sat allan tímann á varamannabekk Toronto Raptors þegar liðið tapaði fyrir Oklahoma City Thunder í sumardeild NBA í Las Vegas í gær.

Oklahoma City Thunder vann tíu stiga sigur, 92-82, og var þetta þriðja tap liðsins í sumardeildinni.

Tryggvi hefur aðeins komið við sögu í einum af þessum fyrstu þremur leikjum en hann spilaði fjórar mínútur í tapi gegn Minnesota Timberwolves á sunnudag.

Raptors mun leika fleiri leiki í sumardeildinni en ekki er búið að tilkynna um næsta leik þar sem þeim er raðað upp eftir úrslitum leikja sem fara fram í kvöld. Raptors mun spila að minnsta kosti tvo leiki í viðbót og því ekki útilokað að Tryggvi muni fá að spreyta sig frekar í sumardeild NBA.

Tryggvi, sem var ekki valinn í nýliðavalinu á dögunum, er samningsbundinn Valencia á Spáni og mun að öllum líkindum spila með spænska liðinu næsta vetur. Þátttaka í sumardeildinni hinsvegar kærkomið tækifæri fyrir hann til þess að sanna sig fyrir forráðamönnum liðanna í NBA deildinni. Þá mun Toronto líklega eignast réttinn á Tryggva með því að velja hann í hóp sinn.

NBA

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.