Rage Against the Machine hóta „hlandhreysikettinum“ Farage Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 11. júlí 2018 18:09 Tom Morello, gítarleikari RATM, með lítt dulin pólitísk skilaboð. Rapparinn B-Real úr Cypress Hill stendur álengdar í fullum skrúða. Vísir/Getty Bandaríska rokksveitin Rage Against the Machine hótar að lögsækja breska Evrópuþingmanninn Nigel Farage fyrir að misnota nafn hljómsveitarinnar. RATM hefur lengi verið þekkt fyrir að standa yst á vinstri jaðri stjórnmálanna en Farage er hægrisinnaður fyrrverandi verðbréfasali og einn helsti baráttumaður fyrir úrsögn Breta úr Evrópusambandinu. Vart er hægt að ímynda sér meiri andstæður.Tom Morello, gítarleikari RATM, spilar á tónleikum í gervi Guantanamo fanga sem sætt hefur vatnspyntingum með hettu. Á gítarnum stendur "Vopnum heimilislausa!"Vísir/GettyÁgreininginn má rekja til þess að Farage heldur úti hlaðvarpi undir nafninu Farage Against the Machine. Í bréfi frá lögfræðingi hljómsveitarinnar segir að þetta sé blygðunarlaus og ólögmæt misnotkun á nafninu. Það geti skapað þann misskilning að Rage Against the Machine taki undir „sérstaklega ógeðfelldar stefnur hægriöfgamanns“ sem Farage sé. Í bréfinu er Farage auk þess sakaður um að „trölla“ og ögra með viljandi hætti með notkun sinni á nafninu. Þess er krafist að hann hætti strax að nota titilinn Farage Against the Machine, þar á meðal í öllu kynningarefni og á netinu.Nigel Farage á góðri stundu en hann á mjög margar góðar stundir.Vísir/GettyÞegar Farage greyndi upphaflega frá því hvað hlaðvarpið myndi heita fyrr á þessu ári sendu liðsmenn Rage Against the Machine frá sér tíst á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar kölluðu þeir Farage misheppnaðan „hlandhreysikött“ (pissweasel) og holdgerving vélarinnar (the machine) sem þeir hefðu barist gegn frá upphafi. Myllumerkið #FuckNigelFarage fékk síðan að fljóta með.Failed right-wing British politician Nigel Farage has called his podcast 'Farage Against The Machine' This pissweasel IS the machine - peddling the sort of inane, blame-heavy bullshit that the guys in @RATM have been raging against since day one...#FuckNigelFarage— Rage Against The Machine (@RATM) March 10, 2018 Hér fyrir neðan má sjá tónlistarmyndband RATM þar sem meðal annars er sýnt frá gjörningi sem liðsmenn sveitarinnar stóðu fyrir við verðbréfahöllina í New York við Wall Street. Lögreglan tók fálega í uppátækið, sem var liður í mótmælum gegn kapítalisma. Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Sjá meira
Bandaríska rokksveitin Rage Against the Machine hótar að lögsækja breska Evrópuþingmanninn Nigel Farage fyrir að misnota nafn hljómsveitarinnar. RATM hefur lengi verið þekkt fyrir að standa yst á vinstri jaðri stjórnmálanna en Farage er hægrisinnaður fyrrverandi verðbréfasali og einn helsti baráttumaður fyrir úrsögn Breta úr Evrópusambandinu. Vart er hægt að ímynda sér meiri andstæður.Tom Morello, gítarleikari RATM, spilar á tónleikum í gervi Guantanamo fanga sem sætt hefur vatnspyntingum með hettu. Á gítarnum stendur "Vopnum heimilislausa!"Vísir/GettyÁgreininginn má rekja til þess að Farage heldur úti hlaðvarpi undir nafninu Farage Against the Machine. Í bréfi frá lögfræðingi hljómsveitarinnar segir að þetta sé blygðunarlaus og ólögmæt misnotkun á nafninu. Það geti skapað þann misskilning að Rage Against the Machine taki undir „sérstaklega ógeðfelldar stefnur hægriöfgamanns“ sem Farage sé. Í bréfinu er Farage auk þess sakaður um að „trölla“ og ögra með viljandi hætti með notkun sinni á nafninu. Þess er krafist að hann hætti strax að nota titilinn Farage Against the Machine, þar á meðal í öllu kynningarefni og á netinu.Nigel Farage á góðri stundu en hann á mjög margar góðar stundir.Vísir/GettyÞegar Farage greyndi upphaflega frá því hvað hlaðvarpið myndi heita fyrr á þessu ári sendu liðsmenn Rage Against the Machine frá sér tíst á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar kölluðu þeir Farage misheppnaðan „hlandhreysikött“ (pissweasel) og holdgerving vélarinnar (the machine) sem þeir hefðu barist gegn frá upphafi. Myllumerkið #FuckNigelFarage fékk síðan að fljóta með.Failed right-wing British politician Nigel Farage has called his podcast 'Farage Against The Machine' This pissweasel IS the machine - peddling the sort of inane, blame-heavy bullshit that the guys in @RATM have been raging against since day one...#FuckNigelFarage— Rage Against The Machine (@RATM) March 10, 2018 Hér fyrir neðan má sjá tónlistarmyndband RATM þar sem meðal annars er sýnt frá gjörningi sem liðsmenn sveitarinnar stóðu fyrir við verðbréfahöllina í New York við Wall Street. Lögreglan tók fálega í uppátækið, sem var liður í mótmælum gegn kapítalisma.
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“