Rage Against the Machine hóta „hlandhreysikettinum“ Farage Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 11. júlí 2018 18:09 Tom Morello, gítarleikari RATM, með lítt dulin pólitísk skilaboð. Rapparinn B-Real úr Cypress Hill stendur álengdar í fullum skrúða. Vísir/Getty Bandaríska rokksveitin Rage Against the Machine hótar að lögsækja breska Evrópuþingmanninn Nigel Farage fyrir að misnota nafn hljómsveitarinnar. RATM hefur lengi verið þekkt fyrir að standa yst á vinstri jaðri stjórnmálanna en Farage er hægrisinnaður fyrrverandi verðbréfasali og einn helsti baráttumaður fyrir úrsögn Breta úr Evrópusambandinu. Vart er hægt að ímynda sér meiri andstæður.Tom Morello, gítarleikari RATM, spilar á tónleikum í gervi Guantanamo fanga sem sætt hefur vatnspyntingum með hettu. Á gítarnum stendur "Vopnum heimilislausa!"Vísir/GettyÁgreininginn má rekja til þess að Farage heldur úti hlaðvarpi undir nafninu Farage Against the Machine. Í bréfi frá lögfræðingi hljómsveitarinnar segir að þetta sé blygðunarlaus og ólögmæt misnotkun á nafninu. Það geti skapað þann misskilning að Rage Against the Machine taki undir „sérstaklega ógeðfelldar stefnur hægriöfgamanns“ sem Farage sé. Í bréfinu er Farage auk þess sakaður um að „trölla“ og ögra með viljandi hætti með notkun sinni á nafninu. Þess er krafist að hann hætti strax að nota titilinn Farage Against the Machine, þar á meðal í öllu kynningarefni og á netinu.Nigel Farage á góðri stundu en hann á mjög margar góðar stundir.Vísir/GettyÞegar Farage greyndi upphaflega frá því hvað hlaðvarpið myndi heita fyrr á þessu ári sendu liðsmenn Rage Against the Machine frá sér tíst á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar kölluðu þeir Farage misheppnaðan „hlandhreysikött“ (pissweasel) og holdgerving vélarinnar (the machine) sem þeir hefðu barist gegn frá upphafi. Myllumerkið #FuckNigelFarage fékk síðan að fljóta með.Failed right-wing British politician Nigel Farage has called his podcast 'Farage Against The Machine' This pissweasel IS the machine - peddling the sort of inane, blame-heavy bullshit that the guys in @RATM have been raging against since day one...#FuckNigelFarage— Rage Against The Machine (@RATM) March 10, 2018 Hér fyrir neðan má sjá tónlistarmyndband RATM þar sem meðal annars er sýnt frá gjörningi sem liðsmenn sveitarinnar stóðu fyrir við verðbréfahöllina í New York við Wall Street. Lögreglan tók fálega í uppátækið, sem var liður í mótmælum gegn kapítalisma. Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Sjá meira
Bandaríska rokksveitin Rage Against the Machine hótar að lögsækja breska Evrópuþingmanninn Nigel Farage fyrir að misnota nafn hljómsveitarinnar. RATM hefur lengi verið þekkt fyrir að standa yst á vinstri jaðri stjórnmálanna en Farage er hægrisinnaður fyrrverandi verðbréfasali og einn helsti baráttumaður fyrir úrsögn Breta úr Evrópusambandinu. Vart er hægt að ímynda sér meiri andstæður.Tom Morello, gítarleikari RATM, spilar á tónleikum í gervi Guantanamo fanga sem sætt hefur vatnspyntingum með hettu. Á gítarnum stendur "Vopnum heimilislausa!"Vísir/GettyÁgreininginn má rekja til þess að Farage heldur úti hlaðvarpi undir nafninu Farage Against the Machine. Í bréfi frá lögfræðingi hljómsveitarinnar segir að þetta sé blygðunarlaus og ólögmæt misnotkun á nafninu. Það geti skapað þann misskilning að Rage Against the Machine taki undir „sérstaklega ógeðfelldar stefnur hægriöfgamanns“ sem Farage sé. Í bréfinu er Farage auk þess sakaður um að „trölla“ og ögra með viljandi hætti með notkun sinni á nafninu. Þess er krafist að hann hætti strax að nota titilinn Farage Against the Machine, þar á meðal í öllu kynningarefni og á netinu.Nigel Farage á góðri stundu en hann á mjög margar góðar stundir.Vísir/GettyÞegar Farage greyndi upphaflega frá því hvað hlaðvarpið myndi heita fyrr á þessu ári sendu liðsmenn Rage Against the Machine frá sér tíst á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar kölluðu þeir Farage misheppnaðan „hlandhreysikött“ (pissweasel) og holdgerving vélarinnar (the machine) sem þeir hefðu barist gegn frá upphafi. Myllumerkið #FuckNigelFarage fékk síðan að fljóta með.Failed right-wing British politician Nigel Farage has called his podcast 'Farage Against The Machine' This pissweasel IS the machine - peddling the sort of inane, blame-heavy bullshit that the guys in @RATM have been raging against since day one...#FuckNigelFarage— Rage Against The Machine (@RATM) March 10, 2018 Hér fyrir neðan má sjá tónlistarmyndband RATM þar sem meðal annars er sýnt frá gjörningi sem liðsmenn sveitarinnar stóðu fyrir við verðbréfahöllina í New York við Wall Street. Lögreglan tók fálega í uppátækið, sem var liður í mótmælum gegn kapítalisma.
Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Sjá meira