Segir þyngri refsingu ekki hafa átt við í nauðgunarmáli því konan var full Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. júlí 2018 14:01 Dómstóllinn er í Róm á Ítalíu. vísir/getty Dómstóll í Róm á Ítalíu sem tekur til meðferðar ógildingarkröfur í dómsmálum hefur úrskurðað að aðalmeðferð í máli tveggja manna sem dæmdir voru í þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga ungri konu skuli aftur fara fram á lægra dómstigi. Samkvæmt úrskurði dómstóllinn hafði konan sjálfviljug orðið full áður en mennirnir brutu gegn henni og því var að mati dómstólsins ekki hægt að beita refsiþyngingu gegn mönnunum, eins og gert hafði verið á lægra dómstigi, heldur þyrfti að flytja málið aftur. Úrskurðurinn hefur verið fordæmdur bæði af kvenréttindasamtökum á Ítalíu sem og stjórnmálamönnum og er sagður stórt skref aftur á bak fyrir konur í landinu. „Þetta er mjög alvarleg afstaða af hálfu dómstólsins því þetta mun gera það enn erfiðara fyrir konu að stíga fram og tilkynna nauðgun,“ segir Lella Palladino, formaður samtaka kvenna á Ítalíu sem berjast gegn ofbeldi.Kom til refsiþyngingar að konan var undir áhrifum áfengis Alessia Rotta, stjórnmálamaður í Demókrataflokknum, segir úrskurðinn færa Ítalíu áratugi aftur í tímann. Þá fylgi honum sú hætta að margra ára barátta verði að engu. Hinir dæmdu í málinu eru báðir fimmtugir. Þeir voru fyrst sýknaðir af ákæru um nauðgun árið 2011 af dómstól í borginni Brescia á Norður-Ítalíu. Töldu dómarar að ekki væri hægt að byggja á framburði konunnar sem kærði þá. Mennirnir voru síðan fundnir sekir undir áfrýjun hjá dómstól í Tórínó í janúar 2017 eftir að dómarar þar höfðu skoðað læknaskýrslur sem sýndu að konan hafði reynt að verjast árás þeirra. Voru mennirnir báðir dæmdir í þriggja ára fangelsi og kom það til refsihækkunar að þeir hefðu brotið gegn konunni á meðan hún var undir áhrifum áfengis. Ógildingardómstóllinn úrskurðaði hins vegar að aðalmeðferð í málinu þyrfti að fara fram að nýju því þrátt fyrir að mennirnir hefðu nýtt sér ástand konunnar þá ætti refsiþynging ekki við þar sem konan hefði sjálfviljug drukkið áfengi. Málið nær aftur til ársins 2009 þegar mennirnir fóru með konuna inn í svefnherbergi eftir að hafa borðað með henni kvöldmat og nauðguðu henni. Dómstólar á Ítalíu hafa komist að svipuðum niðurstöðum í nauðgungarmálum. Þannig sýknaði dómstóll í Tórínó mann af ákæru um nauðgun í fyrra eftir að dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að konan hefði ekki öskrað nógu hátt eða ýtt manninum í burtu. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Sjá meira
Dómstóll í Róm á Ítalíu sem tekur til meðferðar ógildingarkröfur í dómsmálum hefur úrskurðað að aðalmeðferð í máli tveggja manna sem dæmdir voru í þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga ungri konu skuli aftur fara fram á lægra dómstigi. Samkvæmt úrskurði dómstóllinn hafði konan sjálfviljug orðið full áður en mennirnir brutu gegn henni og því var að mati dómstólsins ekki hægt að beita refsiþyngingu gegn mönnunum, eins og gert hafði verið á lægra dómstigi, heldur þyrfti að flytja málið aftur. Úrskurðurinn hefur verið fordæmdur bæði af kvenréttindasamtökum á Ítalíu sem og stjórnmálamönnum og er sagður stórt skref aftur á bak fyrir konur í landinu. „Þetta er mjög alvarleg afstaða af hálfu dómstólsins því þetta mun gera það enn erfiðara fyrir konu að stíga fram og tilkynna nauðgun,“ segir Lella Palladino, formaður samtaka kvenna á Ítalíu sem berjast gegn ofbeldi.Kom til refsiþyngingar að konan var undir áhrifum áfengis Alessia Rotta, stjórnmálamaður í Demókrataflokknum, segir úrskurðinn færa Ítalíu áratugi aftur í tímann. Þá fylgi honum sú hætta að margra ára barátta verði að engu. Hinir dæmdu í málinu eru báðir fimmtugir. Þeir voru fyrst sýknaðir af ákæru um nauðgun árið 2011 af dómstól í borginni Brescia á Norður-Ítalíu. Töldu dómarar að ekki væri hægt að byggja á framburði konunnar sem kærði þá. Mennirnir voru síðan fundnir sekir undir áfrýjun hjá dómstól í Tórínó í janúar 2017 eftir að dómarar þar höfðu skoðað læknaskýrslur sem sýndu að konan hafði reynt að verjast árás þeirra. Voru mennirnir báðir dæmdir í þriggja ára fangelsi og kom það til refsihækkunar að þeir hefðu brotið gegn konunni á meðan hún var undir áhrifum áfengis. Ógildingardómstóllinn úrskurðaði hins vegar að aðalmeðferð í málinu þyrfti að fara fram að nýju því þrátt fyrir að mennirnir hefðu nýtt sér ástand konunnar þá ætti refsiþynging ekki við þar sem konan hefði sjálfviljug drukkið áfengi. Málið nær aftur til ársins 2009 þegar mennirnir fóru með konuna inn í svefnherbergi eftir að hafa borðað með henni kvöldmat og nauðguðu henni. Dómstólar á Ítalíu hafa komist að svipuðum niðurstöðum í nauðgungarmálum. Þannig sýknaði dómstóll í Tórínó mann af ákæru um nauðgun í fyrra eftir að dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að konan hefði ekki öskrað nógu hátt eða ýtt manninum í burtu.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Sjá meira