Skattrannsóknarstjóri skoðar ný mál eftir Panama-umfjöllun ingvar haraldsson skrifar 4. maí 2016 11:06 Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir skattaundanskot í byggingastarfsemi virðast vera alvarlegri og skipulagðari en áður. Fréttablaðið/vilhelm Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir embættið vera með ný mál til skoðunar eftir umfjöllun fjölmiðla sem byggði á Panamaskjölunum svokölluðu, gagnaleka frá panamísku lögfræðiskrifstofunni Mossack Fonseca. Embættið var fyrir með þrjátíu mál til rannsóknar, byggð á gögnum sem embættið keypti í fyrra. Þar að auki séu ýmis verkefni sem embættið sé að takast á við. „Það eru svolitlar áhyggjur af þessum undanskotum sem eru í byggingastarfseminni. Þau virðast í einhverjum tilfellum vera grófari og skipulagðari en við höfum séð áður, og verulegar fjárhæðir oft, “ segir Bryndís. Þá sé embættið, sem hjá starfa rúmlega tuttugu manns, að fara yfir verkefnastöðuna fyrir sumarfrí og meta hvaða verkefni hægt sé að klára fyrir næstu áramót. Skattamál eiga hug hennar allan, en bæði hún og eiginmaður hennar, Júlíus Smári, starfa við skattamál. Júlíus er lögfræðingur hjá yfirskattanefnd. „Ég segi nú stundum að innan allra trúnaðarreglna er koddahjalið um skattamál, sem kannski engum öðrum en okkur finnst skemmtilegt,“ segir hún. Bryndís segir skattamálin vera spennandi og krefjandi verkefni. Bryndís hefur verið skattrannsóknarstjóri frá árinu 2007 og hefur nær alfarið starfað við skattamál frá því að hún útskrifaðist úr lagadeild Háskóla Íslands árið 1993. „Þetta eru mjög skemmtileg verkefni og ég er ekki viss um að aðrir en þeir sem eru í skattamálum haldi að maður sé þar að tala í alvöru,“ segir Bryndís. Henni leiðist engu að síður að fylla út eigin skattframtal. „Það er eitt það leiðinlegasta verkefni sem maður gerir, að gera skattfaramtalið, einhverra hluta vegna, þó að það sé allt miklu einfaldara en var,“ segir hún. Bryndís segist þó ekki hafa hugsað sér að starfa hjá embættinu um aldur og ævi. „Ekki vegna þess að þetta sé ekki skemmtilegt, heldur af því að bæði ég og embættið höfum gott af því að skoða og reyna aðra hluti.“ Hún segir þó ekkert fararsnið á sér núna. „Það er ekkert slíkt sem er á döfinni,“ segir hún að lokum. Mest lesið Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir embættið vera með ný mál til skoðunar eftir umfjöllun fjölmiðla sem byggði á Panamaskjölunum svokölluðu, gagnaleka frá panamísku lögfræðiskrifstofunni Mossack Fonseca. Embættið var fyrir með þrjátíu mál til rannsóknar, byggð á gögnum sem embættið keypti í fyrra. Þar að auki séu ýmis verkefni sem embættið sé að takast á við. „Það eru svolitlar áhyggjur af þessum undanskotum sem eru í byggingastarfseminni. Þau virðast í einhverjum tilfellum vera grófari og skipulagðari en við höfum séð áður, og verulegar fjárhæðir oft, “ segir Bryndís. Þá sé embættið, sem hjá starfa rúmlega tuttugu manns, að fara yfir verkefnastöðuna fyrir sumarfrí og meta hvaða verkefni hægt sé að klára fyrir næstu áramót. Skattamál eiga hug hennar allan, en bæði hún og eiginmaður hennar, Júlíus Smári, starfa við skattamál. Júlíus er lögfræðingur hjá yfirskattanefnd. „Ég segi nú stundum að innan allra trúnaðarreglna er koddahjalið um skattamál, sem kannski engum öðrum en okkur finnst skemmtilegt,“ segir hún. Bryndís segir skattamálin vera spennandi og krefjandi verkefni. Bryndís hefur verið skattrannsóknarstjóri frá árinu 2007 og hefur nær alfarið starfað við skattamál frá því að hún útskrifaðist úr lagadeild Háskóla Íslands árið 1993. „Þetta eru mjög skemmtileg verkefni og ég er ekki viss um að aðrir en þeir sem eru í skattamálum haldi að maður sé þar að tala í alvöru,“ segir Bryndís. Henni leiðist engu að síður að fylla út eigin skattframtal. „Það er eitt það leiðinlegasta verkefni sem maður gerir, að gera skattfaramtalið, einhverra hluta vegna, þó að það sé allt miklu einfaldara en var,“ segir hún. Bryndís segist þó ekki hafa hugsað sér að starfa hjá embættinu um aldur og ævi. „Ekki vegna þess að þetta sé ekki skemmtilegt, heldur af því að bæði ég og embættið höfum gott af því að skoða og reyna aðra hluti.“ Hún segir þó ekkert fararsnið á sér núna. „Það er ekkert slíkt sem er á döfinni,“ segir hún að lokum.
Mest lesið Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira