Vistarbönd eða vinarþel? Þórarinn Ævarsson skrifar 19. júlí 2018 07:00 Alþýðusamband Íslands hefur í fjölmiðlum lýst yfir áhyggjum af þeirri þróun að fyrirtæki séu í auknum mæli farin að byggja íbúðir fyrir starfsfólk sitt. Þar á bæ sjá menn ekkert jákvætt við þessa þróun og vilja meina að þetta fyrirkomulag sé öfugþróun og vísir að vistarbandi. Ég get í grunninn tekið undir þessar áhyggjur, en vil þó benda á að það eru fleiri hliðar á þessu máli en sú sem ASÍ heldur á lofti. Án þess að geta svarað fyrir aðra, þá get ég sem forsvarsmaður IKEA fullyrt eftirfarandi. Það er ekki óskastaða húsgagnasala að standa í því að byggja íbúðarhúsnæði, en þegar maður stendur frammi fyrir tveimur valkostum, öðrum slæmum og hinum óþolandi, þá velur maður slæma kostinn. Í áraraðir hef ég fylgst með íslenska leigumarkaðnum, hvernig hann hefur verið að þróast til verri vegar þar sem leigan snarhækkar á meðan gæðum húsnæðis sem er í boði hrakar. Ég hef horft upp á fjölda starfsmanna minna borga bróðurpart launa sinna í leigu á ósamþykktum grenjum þar sem lítið er skeytt um aðbúnað, brunavarnir, hljóðvist eða annað. Þar sem þrír, jafnvel fjórir, deila með sér herbergi og síðan jafnvel 20 manns með eitt eldhús. Eins hef ég horft á eftir góðum starfsmönnum sem hafa fengið upp í kok af þessu ástandi og hreinlega gefist upp, flutt af landi brott, þvert gegn vilja sínum. Sumarið 2016, eftir metár í ferðamannafjölda og tilheyrandi þenslu á húsnæðismarkaði, t.a.m vegna áhrifa frá Airbnb, var það samdóma álit stjórnenda IKEA á Íslandi að það ástand sem þá þegar hafði skapast á húsnæðismarkaði væri ekki líklegt til að lagast á næstu árum. Þá var það fyrirséð að þetta ástand kæmi til með að koma verulega illa niður á þeim starfsmönnum IKEA sem væru í ótryggu húsnæði. Nú geta menn deilt um það hvort vinnuveitendur eigi yfirhöfuð að vera með áhyggjur af velferð starfsmanna sinna eftir að vinnudegi lýkur. Flest fyrirtæki virðast hallast að því að þetta komi þeim ekkert við, en við sem stjórnum IKEA töldum að við yrðum að reyna.Hagkvæm leiga Það var lagt af stað með metnaðarfull áform um að byggja fjölbýli og bjóða starfsmönnum upp á vandað húsnæði, í göngufjarlægð við vinnustaðinn og á kjörum sem yrðu umtalsvert betri en almennt gerast á leigumarkaðnum. Hagkvæm leiga og sá sparnaður sem hlýst af því að geta gengið í vinnuna ætti að skapa þeim starfsmönnum IKEA sem nýta sér þetta úrræði fjárhagslegt svigrúm til að leggja fyrir og með tímanum spara sér fyrir útborgun í eigin húsnæði, standi hugur til þess. IKEA er þekkt sem öruggur og góður vinnustaður þar sem starfsfólk nýtur kjara langt umfram það sem samningar hljóða upp á. Hér er aldrei tjaldað til einnar nætur og mun fyrirtækið fara að lögum í þessum málum sem og öðrum. Ég átta mig á að þetta er ekki fullkomið, en ég tel að ASÍ ætti að eyða dýrmætri orku sinni í að reyna að vinda ofan af leigustarfsemi þar sem öll lög og reglugerðir er varða aðbúnað eru brotin og óstjórnleg græðgi ræður för, hvað varðar leiguverð.Höfundur er framkvæmdastjóri IKEA Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Skoðun Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Alþýðusamband Íslands hefur í fjölmiðlum lýst yfir áhyggjum af þeirri þróun að fyrirtæki séu í auknum mæli farin að byggja íbúðir fyrir starfsfólk sitt. Þar á bæ sjá menn ekkert jákvætt við þessa þróun og vilja meina að þetta fyrirkomulag sé öfugþróun og vísir að vistarbandi. Ég get í grunninn tekið undir þessar áhyggjur, en vil þó benda á að það eru fleiri hliðar á þessu máli en sú sem ASÍ heldur á lofti. Án þess að geta svarað fyrir aðra, þá get ég sem forsvarsmaður IKEA fullyrt eftirfarandi. Það er ekki óskastaða húsgagnasala að standa í því að byggja íbúðarhúsnæði, en þegar maður stendur frammi fyrir tveimur valkostum, öðrum slæmum og hinum óþolandi, þá velur maður slæma kostinn. Í áraraðir hef ég fylgst með íslenska leigumarkaðnum, hvernig hann hefur verið að þróast til verri vegar þar sem leigan snarhækkar á meðan gæðum húsnæðis sem er í boði hrakar. Ég hef horft upp á fjölda starfsmanna minna borga bróðurpart launa sinna í leigu á ósamþykktum grenjum þar sem lítið er skeytt um aðbúnað, brunavarnir, hljóðvist eða annað. Þar sem þrír, jafnvel fjórir, deila með sér herbergi og síðan jafnvel 20 manns með eitt eldhús. Eins hef ég horft á eftir góðum starfsmönnum sem hafa fengið upp í kok af þessu ástandi og hreinlega gefist upp, flutt af landi brott, þvert gegn vilja sínum. Sumarið 2016, eftir metár í ferðamannafjölda og tilheyrandi þenslu á húsnæðismarkaði, t.a.m vegna áhrifa frá Airbnb, var það samdóma álit stjórnenda IKEA á Íslandi að það ástand sem þá þegar hafði skapast á húsnæðismarkaði væri ekki líklegt til að lagast á næstu árum. Þá var það fyrirséð að þetta ástand kæmi til með að koma verulega illa niður á þeim starfsmönnum IKEA sem væru í ótryggu húsnæði. Nú geta menn deilt um það hvort vinnuveitendur eigi yfirhöfuð að vera með áhyggjur af velferð starfsmanna sinna eftir að vinnudegi lýkur. Flest fyrirtæki virðast hallast að því að þetta komi þeim ekkert við, en við sem stjórnum IKEA töldum að við yrðum að reyna.Hagkvæm leiga Það var lagt af stað með metnaðarfull áform um að byggja fjölbýli og bjóða starfsmönnum upp á vandað húsnæði, í göngufjarlægð við vinnustaðinn og á kjörum sem yrðu umtalsvert betri en almennt gerast á leigumarkaðnum. Hagkvæm leiga og sá sparnaður sem hlýst af því að geta gengið í vinnuna ætti að skapa þeim starfsmönnum IKEA sem nýta sér þetta úrræði fjárhagslegt svigrúm til að leggja fyrir og með tímanum spara sér fyrir útborgun í eigin húsnæði, standi hugur til þess. IKEA er þekkt sem öruggur og góður vinnustaður þar sem starfsfólk nýtur kjara langt umfram það sem samningar hljóða upp á. Hér er aldrei tjaldað til einnar nætur og mun fyrirtækið fara að lögum í þessum málum sem og öðrum. Ég átta mig á að þetta er ekki fullkomið, en ég tel að ASÍ ætti að eyða dýrmætri orku sinni í að reyna að vinda ofan af leigustarfsemi þar sem öll lög og reglugerðir er varða aðbúnað eru brotin og óstjórnleg græðgi ræður för, hvað varðar leiguverð.Höfundur er framkvæmdastjóri IKEA
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun