Hagar tilbúið til að selja Bónusverslanir og bensínstöðvar til að liðka fyrir kaupunum á Olís Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. júlí 2018 17:51 Hagar eiga Bónus. Fréttablaðið/Anton Hagar er meðal annars reiðubúið til þess að selja tvær Bónusverslanir, tvær Olís-stöðvar og eina ÓB-stöð til þess að eyða þeim samkeppnishindrunum sem Samkeppniseftirlitið hefur talið að leitt gætu af samruna Haga og Olís. Kaupsamningur vegna kaupa Haga, sem á og rekur meðal annars verslanir Hagkaupa og Bónuss, á öllu hlutafé Olís og fasteignafélagsins DGV var undirritaður í apríl á síðasta ári. Samkeppniseftirlitið tók kaupin til skoðunar en á ýmsu hefur gengið við skoðun eftirlitsins á kaupunum. Eftirlitið samþykkti ekki kaupin án skilyrða og gengið var til sáttaviðræðna. Í vor var samrunatilkynningin hins vegar afturkölluð rétt áður en ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins var að vænta. Var ný tilkynning send inn og hefur Samkeppniseftirlitið nú birt þær tillögur sem Hagar telur að muni eyða samkeppnishindrunum og liðka fyrir kaupunum.Vilja selja Bónus við Hallveigarstíg Meðal þess sem verslunarrisinn leggur til er að verslanir Bónuss að Hallveigarstíg í Reykjavík og Smiðjuvegi í Kópavogi verði seldar til ótengds þriðja aðila. Þá er félagið einnig tilbúið til þess að selja Olís-stöðvarnar við Hamraborg í Kópavogi og Háaleitisbraut í Reykjavík, sem og ÓB-stöð við Starengi í Reykjavík. Einnig eru lagðar til aðgerðir til að auka aðgengi að heildsölu- og birgðarými eldsneytis og til þess að bregðast við eignatengslum keppinauta á eldsneytis- og dagvörumarkaði. Samkeppniseftirlitið hefur birt tillögurnar á vef eftirlitsins og óskað eftir m hagsmunaaðila og annarra áhugasamra vegna samruna Haga, Olís og DGV. Tengdar fréttir Hækka verðmat sitt á Högum Greinendur ráðgjafarfyrirtækisins Capacent hafa hækkað verðmat sitt á Högum um tólf prósent og telja hlutabréf verslanarisans undirverðlögð á markaði um 26 prósent. 25. maí 2018 06:00 Hagar drógu samrunatilkynningu til baka á síðustu stundu Ekki er búið að hætta við samrunann þar sem Hagar ætla að senda inn nýja samrunatilkynningu. 8. mars 2018 16:41 Samkeppniseftirlitið samþykkir ekki samruna Olís og Haga án skilyrða Samkeppniseftirlitið hefur sent Högum andmælaskjal vegna kaupa félagsins á Olíuverzlun Íslands hf., Olís, og fasteignafélagsins DGV ehf. 29. janúar 2018 08:53 Mest lesið Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Hagar er meðal annars reiðubúið til þess að selja tvær Bónusverslanir, tvær Olís-stöðvar og eina ÓB-stöð til þess að eyða þeim samkeppnishindrunum sem Samkeppniseftirlitið hefur talið að leitt gætu af samruna Haga og Olís. Kaupsamningur vegna kaupa Haga, sem á og rekur meðal annars verslanir Hagkaupa og Bónuss, á öllu hlutafé Olís og fasteignafélagsins DGV var undirritaður í apríl á síðasta ári. Samkeppniseftirlitið tók kaupin til skoðunar en á ýmsu hefur gengið við skoðun eftirlitsins á kaupunum. Eftirlitið samþykkti ekki kaupin án skilyrða og gengið var til sáttaviðræðna. Í vor var samrunatilkynningin hins vegar afturkölluð rétt áður en ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins var að vænta. Var ný tilkynning send inn og hefur Samkeppniseftirlitið nú birt þær tillögur sem Hagar telur að muni eyða samkeppnishindrunum og liðka fyrir kaupunum.Vilja selja Bónus við Hallveigarstíg Meðal þess sem verslunarrisinn leggur til er að verslanir Bónuss að Hallveigarstíg í Reykjavík og Smiðjuvegi í Kópavogi verði seldar til ótengds þriðja aðila. Þá er félagið einnig tilbúið til þess að selja Olís-stöðvarnar við Hamraborg í Kópavogi og Háaleitisbraut í Reykjavík, sem og ÓB-stöð við Starengi í Reykjavík. Einnig eru lagðar til aðgerðir til að auka aðgengi að heildsölu- og birgðarými eldsneytis og til þess að bregðast við eignatengslum keppinauta á eldsneytis- og dagvörumarkaði. Samkeppniseftirlitið hefur birt tillögurnar á vef eftirlitsins og óskað eftir m hagsmunaaðila og annarra áhugasamra vegna samruna Haga, Olís og DGV.
Tengdar fréttir Hækka verðmat sitt á Högum Greinendur ráðgjafarfyrirtækisins Capacent hafa hækkað verðmat sitt á Högum um tólf prósent og telja hlutabréf verslanarisans undirverðlögð á markaði um 26 prósent. 25. maí 2018 06:00 Hagar drógu samrunatilkynningu til baka á síðustu stundu Ekki er búið að hætta við samrunann þar sem Hagar ætla að senda inn nýja samrunatilkynningu. 8. mars 2018 16:41 Samkeppniseftirlitið samþykkir ekki samruna Olís og Haga án skilyrða Samkeppniseftirlitið hefur sent Högum andmælaskjal vegna kaupa félagsins á Olíuverzlun Íslands hf., Olís, og fasteignafélagsins DGV ehf. 29. janúar 2018 08:53 Mest lesið Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Hækka verðmat sitt á Högum Greinendur ráðgjafarfyrirtækisins Capacent hafa hækkað verðmat sitt á Högum um tólf prósent og telja hlutabréf verslanarisans undirverðlögð á markaði um 26 prósent. 25. maí 2018 06:00
Hagar drógu samrunatilkynningu til baka á síðustu stundu Ekki er búið að hætta við samrunann þar sem Hagar ætla að senda inn nýja samrunatilkynningu. 8. mars 2018 16:41
Samkeppniseftirlitið samþykkir ekki samruna Olís og Haga án skilyrða Samkeppniseftirlitið hefur sent Högum andmælaskjal vegna kaupa félagsins á Olíuverzlun Íslands hf., Olís, og fasteignafélagsins DGV ehf. 29. janúar 2018 08:53
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent