Viðskipti innlent

Hækka verðmat sitt á Högum

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Finnur Árnason, forstjóri Haga.
Finnur Árnason, forstjóri Haga. Vísir/eyþór

Greinendur ráðgjafarfyrirtækisins Capacent hafa hækkað verðmat sitt á Högum um tólf prósent og telja hlutabréf verslanarisans undirverðlögð á markaði um 26 prósent.

Í nýju verðmati Capacent, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, er gengi bréfa Haga metið á 56,2 krónur á hlut en til samanburðar stóð gengi félagsins í 44,6 krónum á hlut við lokun markaða í gær. Bent er á að síðasta rekstrarár, sem lauk í febrúar, hafi aðallega einkennst af endurskipulagningu. Í kjölfar þeirrar vinnu megi búast við samdrætti í kostnaði og að kostnaður endurspegli meira tekjuþróun.

Gera sérfræðingarnir ráð fyrir að rekstrarhagnaður Haga hækki hratt. Hann verði 3,8 milljarðar króna á yfirstandandi rekstrarári samanborið við 3,0 milljarða á síðasta rekstrarári. Þess má þó geta að rekstrarhagnaðurinn var 5,1 milljarður á rekstrarárinu 2016 til 2017.

Capacent telur óvarlegt á þessari stundu að leggja mat á virði sameinaðs félags Haga og Olís, enda liggi fyrir að skilyrði samrunans verði íþyngjandi ef af honum verði. Sameiningin gæti þó aukið rekstrarhagnað og framlegð Haga um 40 til 50 prósent. 


Tengdar fréttir

Hagar tekjufærðu hluta endurgreiðslunnar frá íslenska ríkinu

Hluti af þeim 157 milljónum króna, auk dráttarvaxta, sem ríkið var í nóvember í fyrra dæmt til þess að endurgreiða Högum vegna ólögmætrar gjaldtöku þess af innfluttum landbúnaðarvörum var tekjufærður á síðasta rekstrarfjórðungi smásölurisans sem lauk í febrúar.

Viðsnúningur hjá Högum

Viðsnúningur er hafinn hjá Högum eftir erfitt rekstrarár, segir í viðbrögðum IFS greiningar við uppgjöri fjórða ársfjórðungs.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
2,05
15
153.714
ORIGO
1,37
3
3.230
ICEAIR
1,28
14
75.005
MAREL
0,72
13
102.384
ARION
0,63
6
350.347

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
-1,73
1
149
FESTI
-0,62
1
5.186
EIK
-0,54
4
41.860
REITIR
-0,46
4
137.870
REGINN
-0,44
2
22.725
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.