Þurrkur á fjármagnsmarkaði Agnar Tómas Möller skrifar 4. júlí 2018 07:00 Ólíkt vætutíðinni á suðvesturhorninu sem ekki sér fyrir endann á, hefur sannkallaður „eyðimerkurþurrkur“ ríkt á íslenskum fjármagnsmarkaði undanfarin misseri. Kólnun hagkerfisins hefur verið spáð á þessu ári og undanfarið birst skýrar vísbendingar þess efnis. Nýleg könnun sýnir mikinn viðsnúning í væntingum stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins sem hafa ekki verið svartsýnni á ástand efnahagsmála næstu missera í sextán ár. Nýlegar kortaveltutölur gefa sterkar vísbendingar um að hægja taki á einkaneyslu og dróst innlend kortavelta saman á milli á ára að raunvirði í maí. Það er áhyggjuefni að samhliða þessari þróun haldast vextir á skuldabréfamarkaði áfram háir þrátt fyrir lága verðbólgu og verðbólguvæntingar. Í nýjustu könnun sem Seðlabankinn gerir fjórum sinnum á ári á væntingum helstu markaðsaðila á skuldabréfamarkaði koma fram skýrar væntingar um óbreytta vexti Seðlabankans næstu misseri og ár, þótt greiningardeildir hneigist frekar til lækkunar. Á sama tíma eru vextir óverðtryggðra skuldabréfa (til 4 ára) hins vegar um 1% hærri en skammtímavextir. Undanfarið hafa vaxtaálögur fyrirtækja og sveitarfélaga ofan á ríkistryggða skuldabréfavexti vaxið umtalsvert – flest smærri og millistór fyrirtæki geta í raun ekki sótt sér fjármagn gegnum skuldabréfaútgáfu í dag á eðlilegum kjörum. Hvað veldur þessari þróun? Ástæðuna má fyrst og fremst finna í því að frá árinu 2015 hefur eftirspurn eftir fjármagni á skuldabréfamarkaði dregist mjög saman og framboð að sama skapi aukist. Lífeyrissjóðir veittu árið 2015 nær engin sjóðsfélagalán en veita nú yfir 100 milljarða króna nettó á ársgrunni á sama tíma og útgáfa skuldabréfa hefur vaxið mikið – fyrstu fimm mánuði þessa árs er skuldabréfaútgáfa á ársgrunni um 45% hærri en meðaltal seinustu fjögurra ára. Önnur kúvending frá 2015 er sú að lífeyrissjóðir flytja nú um 120 milljarða á ári út úr hagkerfinu að viðbættum öðrum innlendum fjárfestum. Á sama tíma hefur erlendum aðilum verið haldið frá skuldabréfamarkaðnum með innflæðishöftum. Mikið hefur verið rætt og ritað um skaðsemi innflæðishaftanna að undanförnu, óþarfa þeirra og áhrif þeirra á íslenskt vaxtastig – nú seinast í niðurstöðum þeirra erlendu sérfræðinga sem nefnd um endurskoðun peningastefnunnar kallaði til. Skaðsemi hafta er meiri því smærri sem fjármagnsmarkaðir eru þar sem höft loka fyrir ákveðnar tegundir fjárfesta og stuðla að fákeppni fyrir þá sem eftir sitja. Einnig hefur mikil aukning sjóðsfélagalána lífeyrissjóða sogað til sín stóran hluta ráðstöfunarfjár þeirra sem hefur ásamt brotthvarfi erlendra skuldabréfafjárfesta stuðlað að fallandi veltu á skuldabréfamarkaði. Samkvæmt tölum Seðlabankans minnkaði skuldabréfaeign lífeyrissjóða um 90 milljarða króna á árinu 2017, leiðrétt fyrir verðbólgu og metnu meðaltali áfallinna vaxta. Áhrif þessa birtast víða. Þrátt fyrir mikinn efnahagsuppgang hefur ávöxtun hlutabréfavísitölunnar einungis verið 3% á ári frá árslokum 2015 samanborið við 12% árlega ávöxtun S&P 500. Seinustu 12 mánuði hefur íslenska hlutabréfavísitalan lækkað um 0,5% en innlend fyrirtæki sem eru háð fjármögnun á innlendum skuldabréfamarkaði hafa hrapað fram af björgum. Atvinnuhúsnæðisfélögin þrjú hafa lækkað um 22% að meðaltali og vegin rekstrarávöxtunarkrafa umfram áhættulausa vexti nærri tvöfaldast, úr um 2% í 4%. Eina skráða íbúðaleigufélagið selst nú á 70% af bókfærðu virði eigna sinna. Í umhverfi eins og hér hefur verið lýst vilja fjárfestar síður taka áhættu og ráðast í ný verkefni, frekar minnka skuldir og kaupa til baka eigið fé fyrirtækja. Með miklar fjárfestingar í íbúðarhúsnæði og öðrum innviðum fram undan, er rík ástæða til að hafa áhyggjur af þessari þróun. Vandinn er hins vegar heimatilbúinn. Óbreytt haftastefna Seðlabankans, sem lokar á aðgengi íslenskra fyrirtæki að nýju fjármagni, mun sjá til þess að kæla hagkerfið niður fyrir frostmark. Er ekki tími til kominn að við hlustum á ráðleggingar erlendra sérfræðinga? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agnar Tómas Möller Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ólíkt vætutíðinni á suðvesturhorninu sem ekki sér fyrir endann á, hefur sannkallaður „eyðimerkurþurrkur“ ríkt á íslenskum fjármagnsmarkaði undanfarin misseri. Kólnun hagkerfisins hefur verið spáð á þessu ári og undanfarið birst skýrar vísbendingar þess efnis. Nýleg könnun sýnir mikinn viðsnúning í væntingum stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins sem hafa ekki verið svartsýnni á ástand efnahagsmála næstu missera í sextán ár. Nýlegar kortaveltutölur gefa sterkar vísbendingar um að hægja taki á einkaneyslu og dróst innlend kortavelta saman á milli á ára að raunvirði í maí. Það er áhyggjuefni að samhliða þessari þróun haldast vextir á skuldabréfamarkaði áfram háir þrátt fyrir lága verðbólgu og verðbólguvæntingar. Í nýjustu könnun sem Seðlabankinn gerir fjórum sinnum á ári á væntingum helstu markaðsaðila á skuldabréfamarkaði koma fram skýrar væntingar um óbreytta vexti Seðlabankans næstu misseri og ár, þótt greiningardeildir hneigist frekar til lækkunar. Á sama tíma eru vextir óverðtryggðra skuldabréfa (til 4 ára) hins vegar um 1% hærri en skammtímavextir. Undanfarið hafa vaxtaálögur fyrirtækja og sveitarfélaga ofan á ríkistryggða skuldabréfavexti vaxið umtalsvert – flest smærri og millistór fyrirtæki geta í raun ekki sótt sér fjármagn gegnum skuldabréfaútgáfu í dag á eðlilegum kjörum. Hvað veldur þessari þróun? Ástæðuna má fyrst og fremst finna í því að frá árinu 2015 hefur eftirspurn eftir fjármagni á skuldabréfamarkaði dregist mjög saman og framboð að sama skapi aukist. Lífeyrissjóðir veittu árið 2015 nær engin sjóðsfélagalán en veita nú yfir 100 milljarða króna nettó á ársgrunni á sama tíma og útgáfa skuldabréfa hefur vaxið mikið – fyrstu fimm mánuði þessa árs er skuldabréfaútgáfa á ársgrunni um 45% hærri en meðaltal seinustu fjögurra ára. Önnur kúvending frá 2015 er sú að lífeyrissjóðir flytja nú um 120 milljarða á ári út úr hagkerfinu að viðbættum öðrum innlendum fjárfestum. Á sama tíma hefur erlendum aðilum verið haldið frá skuldabréfamarkaðnum með innflæðishöftum. Mikið hefur verið rætt og ritað um skaðsemi innflæðishaftanna að undanförnu, óþarfa þeirra og áhrif þeirra á íslenskt vaxtastig – nú seinast í niðurstöðum þeirra erlendu sérfræðinga sem nefnd um endurskoðun peningastefnunnar kallaði til. Skaðsemi hafta er meiri því smærri sem fjármagnsmarkaðir eru þar sem höft loka fyrir ákveðnar tegundir fjárfesta og stuðla að fákeppni fyrir þá sem eftir sitja. Einnig hefur mikil aukning sjóðsfélagalána lífeyrissjóða sogað til sín stóran hluta ráðstöfunarfjár þeirra sem hefur ásamt brotthvarfi erlendra skuldabréfafjárfesta stuðlað að fallandi veltu á skuldabréfamarkaði. Samkvæmt tölum Seðlabankans minnkaði skuldabréfaeign lífeyrissjóða um 90 milljarða króna á árinu 2017, leiðrétt fyrir verðbólgu og metnu meðaltali áfallinna vaxta. Áhrif þessa birtast víða. Þrátt fyrir mikinn efnahagsuppgang hefur ávöxtun hlutabréfavísitölunnar einungis verið 3% á ári frá árslokum 2015 samanborið við 12% árlega ávöxtun S&P 500. Seinustu 12 mánuði hefur íslenska hlutabréfavísitalan lækkað um 0,5% en innlend fyrirtæki sem eru háð fjármögnun á innlendum skuldabréfamarkaði hafa hrapað fram af björgum. Atvinnuhúsnæðisfélögin þrjú hafa lækkað um 22% að meðaltali og vegin rekstrarávöxtunarkrafa umfram áhættulausa vexti nærri tvöfaldast, úr um 2% í 4%. Eina skráða íbúðaleigufélagið selst nú á 70% af bókfærðu virði eigna sinna. Í umhverfi eins og hér hefur verið lýst vilja fjárfestar síður taka áhættu og ráðast í ný verkefni, frekar minnka skuldir og kaupa til baka eigið fé fyrirtækja. Með miklar fjárfestingar í íbúðarhúsnæði og öðrum innviðum fram undan, er rík ástæða til að hafa áhyggjur af þessari þróun. Vandinn er hins vegar heimatilbúinn. Óbreytt haftastefna Seðlabankans, sem lokar á aðgengi íslenskra fyrirtæki að nýju fjármagni, mun sjá til þess að kæla hagkerfið niður fyrir frostmark. Er ekki tími til kominn að við hlustum á ráðleggingar erlendra sérfræðinga?
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar