Hroki Þórarinn Þórarinsson skrifar 6. júlí 2018 07:00 Ég nýt þeirra lífsgæða að hafa hvorki áhuga né vit á knattspyrnu en mun meiri áhuga á mannlegu eðli. Hef þess vegna staldrað sérstaklega við tilfinningahitann, hatur og ást fólks á mönnum sem það þekkir ekki neitt í kringum HM. Sýnist þessi Rónaldó og Messi helst hafa unnið sér það til óhelgi að vera milljón sinnum betri í fótbolta en „strákarnir okkar“. Formælingarnar og fúkyrðin sem hafa dunið á Rónaldó eru sérlega áhugaverð. Ég fæ ekki betur séð en að maðurinn sé ótrúlega hæfileikaríkur, einbeittur og einarður. Alveg átakanlega íslenskt að hatast við hann fyrir að vera góður með sig og að hafa dirfst að gera lítið úr heilögu strákunum okkar á EM. Í HM-fárinu hef ég tekið eftir að Íslendingar eru aldrei yfir það hafnir að gera lítið úr fólki sem skyggir á þá með yfirburða hæfileikum. Amma mín sagði mér fyrir margt löngu að það væri ekkert að hroka ef fólk getur staðið undir honum og mér sýnist Rónaldó hafa full efni á að sýna hroka og yfirlæti. Hann er góður í sínu sporti. Á heimsmælikvarða. Herra Hroki er samt farinn heim og þá er ekkert annað í stöðunni en að halda með Englandi. Hrokafull þjóð, þótt deila megi um innistæðuna. England mun samt leggja fulltrúa einnar jafnleiðinlegustu þjóðar heims, Svía, á laugardaginn og Svíar geta sjálfum sér um kennt. Hvernig datt þeim í hug að nota ekki flottasta hrokagikk síðari tíma, Zlatan Ibrahimovic, á þessu móti? Hroki Zlatans er svo tær og réttmætur að meira að segja anti-sportisti eins og ég getur ekki annað en hrifist með. Hann er maður þeirrar sjaldgæfu gerðar að hann er búinn að vinna áður en hann reimar á sig takkaskóna. Ágætt að Svíar eru kjánar. Áfram England! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Ég nýt þeirra lífsgæða að hafa hvorki áhuga né vit á knattspyrnu en mun meiri áhuga á mannlegu eðli. Hef þess vegna staldrað sérstaklega við tilfinningahitann, hatur og ást fólks á mönnum sem það þekkir ekki neitt í kringum HM. Sýnist þessi Rónaldó og Messi helst hafa unnið sér það til óhelgi að vera milljón sinnum betri í fótbolta en „strákarnir okkar“. Formælingarnar og fúkyrðin sem hafa dunið á Rónaldó eru sérlega áhugaverð. Ég fæ ekki betur séð en að maðurinn sé ótrúlega hæfileikaríkur, einbeittur og einarður. Alveg átakanlega íslenskt að hatast við hann fyrir að vera góður með sig og að hafa dirfst að gera lítið úr heilögu strákunum okkar á EM. Í HM-fárinu hef ég tekið eftir að Íslendingar eru aldrei yfir það hafnir að gera lítið úr fólki sem skyggir á þá með yfirburða hæfileikum. Amma mín sagði mér fyrir margt löngu að það væri ekkert að hroka ef fólk getur staðið undir honum og mér sýnist Rónaldó hafa full efni á að sýna hroka og yfirlæti. Hann er góður í sínu sporti. Á heimsmælikvarða. Herra Hroki er samt farinn heim og þá er ekkert annað í stöðunni en að halda með Englandi. Hrokafull þjóð, þótt deila megi um innistæðuna. England mun samt leggja fulltrúa einnar jafnleiðinlegustu þjóðar heims, Svía, á laugardaginn og Svíar geta sjálfum sér um kennt. Hvernig datt þeim í hug að nota ekki flottasta hrokagikk síðari tíma, Zlatan Ibrahimovic, á þessu móti? Hroki Zlatans er svo tær og réttmætur að meira að segja anti-sportisti eins og ég getur ekki annað en hrifist með. Hann er maður þeirrar sjaldgæfu gerðar að hann er búinn að vinna áður en hann reimar á sig takkaskóna. Ágætt að Svíar eru kjánar. Áfram England!
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar