Viðskipti erlent

Mark Zuckerberg ríkari en Warren Buffett

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook.
Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook. vísir/getty

Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, er nú talinn þriðji ríkasti maður í heimi á eftir þeim Jeff Bezos, stofnanda Amazon, og Bill Gates, stofnanda Microsoft.

Zuckerberg er þar með orðinn ríkari en fjárfestirinn Warren Buffett sem hefur hingað til vermt þriðja sæti listans yfir ríkustu einstaklinga heims.

Er þetta í fyrsta sinn sem þrír ríkustu einstaklingar í heimi koma allir úr tæknigeiranum samkvæmt frétt Bloomberg, en miðillinn heldur úti svokölluðum Bloomberg Billionaries Index, nokkurs konar listi yfir ríkustu milljarðamæringana.

Zuckerberg komst yfir Buffett á listanum í dag þar sem hlutabréfaverð í Facebook hækkaði um 2,4 prósent. Zuckerberg er því metinn á 81,6 milljarða bandaríkjadala, sem er um það bil 373 milljónum dala meira en Buffett er metinn á.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
0,66
5
159.100
EIK
0,35
2
96.220
REGINN
0,11
2
2.210
ORIGO
0
2
3.875
VIS
0
1
19.230

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-2,73
27
147.766
MAREL
-1,48
22
215.978
SYN
-1,06
2
45.660
FESTI
-0,78
2
8.104
HAGA
-0,7
7
112.311
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.