Tónlist

Júróvisjónstjarna fannst látin í bíl sínum

Kjartan Kjartansson skrifar
Vlatko Ilievski var nýorðinn 33 ára þegar hann lést.
Vlatko Ilievski var nýorðinn 33 ára þegar hann lést. Vísir/EPA

Vlatko Ilievski, fulltrúi Makedóníu í Júróvisjónsöngvakeppninni árið 2011, fannst látinn í bíl sínum í gærmorgun. Hann var 33 ára gamall en lögreglan í höfuðborginni Skopje rannsakar nú dánarorsökina.

Sagt er frá andláti Ilievski á vefsíðunni EuroVisonary sem vísar til frétta í Makedóníu. Lík hans hefur verið sent til krufningar.

Ilievski tók þátt í söngvakeppninni árið 2011 með lagið „Rusinka“. Hann hafði í sextánda sæti á öðru undanúrslitakvöldinu og komst ekki á lokakvöld keppninnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.