Finnst við vera með betra lið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. júní 2018 09:00 Haukur Helgi Pálsson fékk tækifæri til að tryggja Íslandi sigur á Búlgaríu í undankeppni heimsmeistaramótsins í gær en skot hans geigaði. Fréttablaðið/Anton „Við erum svekktir með úrslitin í þessum mikilvæga leik,“ sagði Martin Hermannsson í samtali við Fréttablaðið eftir tveggja stiga tap íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, 88-86, fyrir því búlgarska í Botevgrad í undankeppni HM í gær. Ísland þarf núna að vinna Finnland í Helsinki á mánudaginn til að komast áfram í milliriðla undankeppninnar. Búlgaría vann leikinn í gær fyrst og síðast á frábærri 50% þriggja stiga nýtingu. Það var sama hvað íslenska vörnin gerði, Búlgarar hittu lygilega vel fyrir utan. „Það er erfitt að spila leik þar sem þú færð alltaf þrist í andlitið frá mönnum sem áttu ekkert að setja skotin niður. Það svíður rosalega. Þristarnir voru margir hverjir erfiðir og lítið sem við gátum gert meira en að vera í andlitinu á þeim. Þetta var bara þeirra dagur,“ sagði Martin sem skoraði 14 stig líkt og Haukur Helgi Pálsson. Hlynur Bæringsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 16 stig. Líkt og í fyrri leiknum gegn Búlgaríu í Laugardalshöllinni, sem tapaðist 74-77, fór íslenska liðið illa að ráði sínu í leiknum í gær. Staðan í hálfleik var 45-43, Búlgörum í vil og þeir byrjuðu seinni hálfleikinn svo betur, skoruðu 10 af fyrstu 12 stigum hans og komust 55-45 yfir. Þá rann hamur á Hlyn sem setti niður hvert þriggja stiga skotið á fætur öðru og dró íslenska liðið aftur inn í leikinn. Frábær frammistaða hjá fyrirliðanum. Íslendingar komust átta stigum yfir, 58-66, þegar tvær mínútur voru eftir af 3. leikhluta en misstu svo tökin og Búlgarar náðu yfirhöndinni. Ísland gafst þó ekki upp og fékk tækifæri til að jafna eða vinna leikinn í lokasókninni. Hún var hins vegar illa útfærð og endaði með þriggja stiga skoti Hauks Helga sem klikkaði. Búlgarar fögnuðu því tveggja stiga sigri, 88-86. „Mér finnst við vera með miklu betra lið en Búlgaría og vera með þá allan tímann. Í Höllinni vorum við svo með unninn leik en köstuðum honum frá okkur,“ sagði Martin. „En ég var ánægður með okkur undir lokin í leiknum í dag [í gær], að gefast ekki upp. Við héldum áfram og fengum tækifæri til að vinna leikinn. Nýju strákarnir komu líka vel inn í þetta og gáfu okkur kraft.“ Sterkir Finnar eru síðasti andstæðingur Íslendinga í riðlinum. Ekkert annað en sigur í Helsinki á mánudaginn dugar til að komast áfram í milliriðla. „Við fáum annað tækifæri og það þýðir ekki að svekkja sig of mikið,“ sagði Martin að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Sjá meira
„Við erum svekktir með úrslitin í þessum mikilvæga leik,“ sagði Martin Hermannsson í samtali við Fréttablaðið eftir tveggja stiga tap íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, 88-86, fyrir því búlgarska í Botevgrad í undankeppni HM í gær. Ísland þarf núna að vinna Finnland í Helsinki á mánudaginn til að komast áfram í milliriðla undankeppninnar. Búlgaría vann leikinn í gær fyrst og síðast á frábærri 50% þriggja stiga nýtingu. Það var sama hvað íslenska vörnin gerði, Búlgarar hittu lygilega vel fyrir utan. „Það er erfitt að spila leik þar sem þú færð alltaf þrist í andlitið frá mönnum sem áttu ekkert að setja skotin niður. Það svíður rosalega. Þristarnir voru margir hverjir erfiðir og lítið sem við gátum gert meira en að vera í andlitinu á þeim. Þetta var bara þeirra dagur,“ sagði Martin sem skoraði 14 stig líkt og Haukur Helgi Pálsson. Hlynur Bæringsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 16 stig. Líkt og í fyrri leiknum gegn Búlgaríu í Laugardalshöllinni, sem tapaðist 74-77, fór íslenska liðið illa að ráði sínu í leiknum í gær. Staðan í hálfleik var 45-43, Búlgörum í vil og þeir byrjuðu seinni hálfleikinn svo betur, skoruðu 10 af fyrstu 12 stigum hans og komust 55-45 yfir. Þá rann hamur á Hlyn sem setti niður hvert þriggja stiga skotið á fætur öðru og dró íslenska liðið aftur inn í leikinn. Frábær frammistaða hjá fyrirliðanum. Íslendingar komust átta stigum yfir, 58-66, þegar tvær mínútur voru eftir af 3. leikhluta en misstu svo tökin og Búlgarar náðu yfirhöndinni. Ísland gafst þó ekki upp og fékk tækifæri til að jafna eða vinna leikinn í lokasókninni. Hún var hins vegar illa útfærð og endaði með þriggja stiga skoti Hauks Helga sem klikkaði. Búlgarar fögnuðu því tveggja stiga sigri, 88-86. „Mér finnst við vera með miklu betra lið en Búlgaría og vera með þá allan tímann. Í Höllinni vorum við svo með unninn leik en köstuðum honum frá okkur,“ sagði Martin. „En ég var ánægður með okkur undir lokin í leiknum í dag [í gær], að gefast ekki upp. Við héldum áfram og fengum tækifæri til að vinna leikinn. Nýju strákarnir komu líka vel inn í þetta og gáfu okkur kraft.“ Sterkir Finnar eru síðasti andstæðingur Íslendinga í riðlinum. Ekkert annað en sigur í Helsinki á mánudaginn dugar til að komast áfram í milliriðla. „Við fáum annað tækifæri og það þýðir ekki að svekkja sig of mikið,“ sagði Martin að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Sjá meira