Ungverjar samþykkja lög sem gerir aðstoð við flóttafólk refsiverða Atli Ísleifsson skrifar 20. júní 2018 23:30 Viktor Orbán hefur gegnt embætti forsætisráðherra Ungverjalands frá árinu 2010. Vísir/AFP Meirihluti ungverska þingsins samþykkti í morgun lög sem gerir aðstoð stofnana eða einstaklinga við flóttafólk og hælisleitendur í landinu refsiverða. Í nýsamþykktum lögum er meðal annars að finna ákvæði um að einstaklingar eða fulltrúar frjálsra félagasamtaka sem aðstoða flóttafólk eða hælisleitendur við að fá dvalarleyfi, geti verið dæmdir í fangelsi. Innanríkisráðherrann Sandor Pinter segir í yfirlýsingu að ungverska þjóðin reikni réttilega með því að ríkisvaldið beiti öllum sínum kröftum við að stöðva hinn ólöglega straum fólks til landsins, og alla þá starfsemi sem viðheldur honum. Samþykkt var að leggja sérstakan skatt á allar stofnanir, sem ekki eru á vegum hins opinbera, og vinna að því að aðstoða flóttafólk. „Við viljum nýta þennan skatt til að vinna gegn skipulögðum innflutningi fólks,“ sagði í yfirlýsingu ungverska fjármálaráðuneytisins. Forsætisráherrann Viktor Orbán hefur harðlega gagnrýnt innflytjendastefnu Angelu Merkel Þýskalandskanslara og hefur einn helsti talsmaður hóps Austur-Evrópuþjóða í baráttu þeirra gegn kvótum Evrópusambandsins, þar sem hælisleitendum hefur verið skipt á milli aðildarríkja sambandsins. Talsmaður stjórnar Orbán segir ungversk stjórnvöld eiga von á að framkvæmdastjórn ESB komi til með að leita til dómstóla vegna hinna nýsamþykktu laga í Ungverjalandi. Flóttamenn Ungverjaland Tengdar fréttir Þúsundir Ungverja mótmæltu Orban-stjórninni Mótmælendurnir kröfðust endurtalningar atkvæða í þingkosningunum, nýrra kosningalaga og frjálsra fjölmiðla. 15. apríl 2018 07:51 Stjórn Orbans vill banna aðstoð við flóttafólk Ríkisstjórn Viktors Orban í Ungverjalandi hefur lagt fyrir þingið frumvarp sem á að gera refsivert að hjálpa flóttamönnum að sækja um hæli. 30. maí 2018 06:00 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Sjá meira
Meirihluti ungverska þingsins samþykkti í morgun lög sem gerir aðstoð stofnana eða einstaklinga við flóttafólk og hælisleitendur í landinu refsiverða. Í nýsamþykktum lögum er meðal annars að finna ákvæði um að einstaklingar eða fulltrúar frjálsra félagasamtaka sem aðstoða flóttafólk eða hælisleitendur við að fá dvalarleyfi, geti verið dæmdir í fangelsi. Innanríkisráðherrann Sandor Pinter segir í yfirlýsingu að ungverska þjóðin reikni réttilega með því að ríkisvaldið beiti öllum sínum kröftum við að stöðva hinn ólöglega straum fólks til landsins, og alla þá starfsemi sem viðheldur honum. Samþykkt var að leggja sérstakan skatt á allar stofnanir, sem ekki eru á vegum hins opinbera, og vinna að því að aðstoða flóttafólk. „Við viljum nýta þennan skatt til að vinna gegn skipulögðum innflutningi fólks,“ sagði í yfirlýsingu ungverska fjármálaráðuneytisins. Forsætisráherrann Viktor Orbán hefur harðlega gagnrýnt innflytjendastefnu Angelu Merkel Þýskalandskanslara og hefur einn helsti talsmaður hóps Austur-Evrópuþjóða í baráttu þeirra gegn kvótum Evrópusambandsins, þar sem hælisleitendum hefur verið skipt á milli aðildarríkja sambandsins. Talsmaður stjórnar Orbán segir ungversk stjórnvöld eiga von á að framkvæmdastjórn ESB komi til með að leita til dómstóla vegna hinna nýsamþykktu laga í Ungverjalandi.
Flóttamenn Ungverjaland Tengdar fréttir Þúsundir Ungverja mótmæltu Orban-stjórninni Mótmælendurnir kröfðust endurtalningar atkvæða í þingkosningunum, nýrra kosningalaga og frjálsra fjölmiðla. 15. apríl 2018 07:51 Stjórn Orbans vill banna aðstoð við flóttafólk Ríkisstjórn Viktors Orban í Ungverjalandi hefur lagt fyrir þingið frumvarp sem á að gera refsivert að hjálpa flóttamönnum að sækja um hæli. 30. maí 2018 06:00 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Sjá meira
Þúsundir Ungverja mótmæltu Orban-stjórninni Mótmælendurnir kröfðust endurtalningar atkvæða í þingkosningunum, nýrra kosningalaga og frjálsra fjölmiðla. 15. apríl 2018 07:51
Stjórn Orbans vill banna aðstoð við flóttafólk Ríkisstjórn Viktors Orban í Ungverjalandi hefur lagt fyrir þingið frumvarp sem á að gera refsivert að hjálpa flóttamönnum að sækja um hæli. 30. maí 2018 06:00