Viðskipti innlent

Vilhjálmur hættir sem forstjóri HB Granda og Guðmundur tekur við

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Guðmundur Kristjánsson verður nýr forstjóri HB Granda.
Guðmundur Kristjánsson verður nýr forstjóri HB Granda.

Meirihluti stjórnar HB Granda ákvað á fundi í dag að ganga til samninga við Vilhjálm Vilhjálmsson, forstjóra, um starfslok hans hjá félaginu. Á sama fundi ákvað stjórn að ráða Guðmund Kristjánsson, núverandi stjórnarformann félagsins, sem forstjóra.

Í kjölfarið skipti stjórn með sér verkum á ný og var Magnús Gústafsson kjörinn nýr stjórnarformaður. Þetta kemur fram í tilkynningu HB Granda til Kauphallar.

Guðmundur er forstjóri útferðarfélagsins Brims og keypti hann nýverið 34,1 prósent eignarhlut Kristjáns Loftssonar og Halldórs Teitssonar í HB Granda.


Tengdar fréttir

Lán til Brims nálgast lögboðið hámark

Skuldbinding útgerðarfélagsins Brims gagnvart Landsbankanum nálgast 25 prósent af eiginfjárgrunni bankans. Ákveði minni hluthafar HB Granda að taka yfirtökutilboðinu þarf Brim að leita annað eftir fjármögnun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.