Golf

Fínn árangur hjá Valdísi Þóru í Taílandi

Hjörvar Ólafsson skrifar
Valdís Þóra Jónsdóttir keppir á Evrópumótaröðinni í golfi.
Valdís Þóra Jónsdóttir keppir á Evrópumótaröðinni í golfi. LET/Tristan Jones

Golf At­vinnukylf­ing­ur­inn Val­dís Þóra Jóns­dótt­ir úr Golfklúbbnum Leyni var í eldlínunni á Ladies Europe­an Thai­land Champ­i­ons­hip mót­inu um helgina. Mótið sem fram fór í borginni Pattaya í Taílandi var liður í Evr­ópu­mótaröð kvenna.

Valdís Þóra byrjaði mótið ágætlega, en hún lék fyrstu tvo hringina báða á 71 höggi sem er einu höggi undir pari vallarins. Bakslag kom í frammistöðu Valdísar Þóru á þriðja hringnum sem hún lék á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari vallarins.

Hún náði sér aftur á móti aftur á strik og gott betur á fjórða og síðasta hringnum. Hún lék lokahringinn á 70 höggum sem er tveimur höggum undir pari vallarins og skilaði sú spilamennska henni í 19. sæti mótsins.

Þetta var áttunda mót hennar á mótaröðinni á yfirstandandi keppnistímabili, en hún er í 17. sæti á stigalista mótaraðarinnar eftir frammistöðu helgarinnar. Afar heitt var og rakt á mótsstaðnum í Taílandi um helgina, en Valdís Þóra setti færslu á Twitter-síðu sína á föstudagskvöldið þar sem hún sagðist hafa drukkið 4,5 lítra af vatni á meðan hún lék hringinn þann daginn. Valdís Þóra bætti við að hún hefði ekki þurft að létta af sér á hringnum, svitinn hefði séð um að losa líkamann við vökvann.

Áhuga­kylf­ing­ur­inn Guðrún Brá Björg­vins­dótt­ir úr Golfklúbbnum Keili náði svo sín­um besta ­árangri­ er hún endaði í 19.-26. sæti á Lavaux Ladies mót­inu sem er hluti af LET Access mótaröðinni. Guðrún Brá lék hringina þrjá á mótinu á samtals tveimur höggum yfir pari vallarins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.