Langdýrasta HM sögunnar? Björn Berg Gunnarsson skrifar 27. júní 2018 07:00 Getur verið að 2,6 milljóna manna þjóð ætli að eyða 20.000 milljörðum króna í að halda heimsmeistaramót í fótbolta? Þannig líta að minnsta kosti áætlanir Katara út við fyrstu sýn, en þeir hýsa næsta mót árið 2022. Standist þessi upphæð skoðun er um að ræða hærri upphæð en sem nemur samanlögðum kostnaði allra heimsmeistaramóta sögunnar. Svo við setjum umfangið í eitthvert samhengi hefði fyrir sömu upphæð verið hægt að halda Eurovision frá því á tímum Babýlons og eiga enn helminginn í afgang. En er þetta satt? Eins og faðir Lovejoy sagði eitt sinn er stutta svarið „já, ef“ og langa svarið „nei, en“. Þetta fer eftir því hvað við teljum beinan kostnað við mótið og hvaða framkvæmdir hefði verið ráðist í óháð því. Samþykki FIFA að einungis verði leikið á 8 völlum, eins og gestgjafarnir leggja til, er áætlaður kostnaður við leikvanga mótsins og æfingaaðstöðu um 1.000 milljarðar króna, sem er nokkuð undir framkvæmdakostnaði í Rússlandi, en þar er leikið á 12 leikvöngum. Hinum 19.000 milljörðunum verður ráðstafað í hin ýmsu innviðaverkefni. Meðal annars verður úrslitaleikur mótsins haldinn í borginni Lusail, en sú borg er ekki til í dag. Sjúkrahús, neðanjarðarlestarkerfi, vegaframkvæmdir og fleira kosta sitt og segir fjármálaráðherra landsins útgjöldin þegar orðin um 50 milljarðar króna á viku vegna verkefna sem sögð eru tengjast heimsmeistaramótinu. Til viðbótar við fjárhagslegan kostnað áætlar Human rights watch að hundruð verkamanna frá Suður-Asíu hafi látist við byggingu leikvanga. HM er ekki að fara að kosta 20.000 milljarða. 1.000 milljarðar er nær lagi, en það er heilmikið samt sem áður. Ef við færum þá upphæð sem hlutfall landsframleiðslu á mann yfir á okkur Íslendinga væri það sambærilegt og að hér væri haldið íþróttamót fyrir 130 milljarða króna. Þá yrði nú hugsanlega eitthvað sagt.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Fótbolti Mest lesið 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Getur verið að 2,6 milljóna manna þjóð ætli að eyða 20.000 milljörðum króna í að halda heimsmeistaramót í fótbolta? Þannig líta að minnsta kosti áætlanir Katara út við fyrstu sýn, en þeir hýsa næsta mót árið 2022. Standist þessi upphæð skoðun er um að ræða hærri upphæð en sem nemur samanlögðum kostnaði allra heimsmeistaramóta sögunnar. Svo við setjum umfangið í eitthvert samhengi hefði fyrir sömu upphæð verið hægt að halda Eurovision frá því á tímum Babýlons og eiga enn helminginn í afgang. En er þetta satt? Eins og faðir Lovejoy sagði eitt sinn er stutta svarið „já, ef“ og langa svarið „nei, en“. Þetta fer eftir því hvað við teljum beinan kostnað við mótið og hvaða framkvæmdir hefði verið ráðist í óháð því. Samþykki FIFA að einungis verði leikið á 8 völlum, eins og gestgjafarnir leggja til, er áætlaður kostnaður við leikvanga mótsins og æfingaaðstöðu um 1.000 milljarðar króna, sem er nokkuð undir framkvæmdakostnaði í Rússlandi, en þar er leikið á 12 leikvöngum. Hinum 19.000 milljörðunum verður ráðstafað í hin ýmsu innviðaverkefni. Meðal annars verður úrslitaleikur mótsins haldinn í borginni Lusail, en sú borg er ekki til í dag. Sjúkrahús, neðanjarðarlestarkerfi, vegaframkvæmdir og fleira kosta sitt og segir fjármálaráðherra landsins útgjöldin þegar orðin um 50 milljarðar króna á viku vegna verkefna sem sögð eru tengjast heimsmeistaramótinu. Til viðbótar við fjárhagslegan kostnað áætlar Human rights watch að hundruð verkamanna frá Suður-Asíu hafi látist við byggingu leikvanga. HM er ekki að fara að kosta 20.000 milljarða. 1.000 milljarðar er nær lagi, en það er heilmikið samt sem áður. Ef við færum þá upphæð sem hlutfall landsframleiðslu á mann yfir á okkur Íslendinga væri það sambærilegt og að hér væri haldið íþróttamót fyrir 130 milljarða króna. Þá yrði nú hugsanlega eitthvað sagt.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun