Rekstur Mannvits reyndist erfiður vegna hærri launa og gengisþróunar Helgi Vífill Júlíusson skrifar 27. júní 2018 07:00 Örn Guðmundsson, fjármálastjóri Mannvits. Hagnaður verkfræðistofunnar Mannvits dróst saman um 307 milljónir króna og var 32 milljónir króna í fyrra. Tekjurnar jukust um 19 milljónir króna og námu 5,7 milljörðum króna. Eigið fé félagsins nam 1,2 milljörðum króna við árslok og eiginfjárhlutfallið var 43 prósent. Arðsemi eiginfjár var þrjú prósent. „Grunnrekstur Mannvits gekk vel í fyrra,“ segir Örn Guðmundsson, fjármálastjóri Mannvits, við Markaðinn. „Rekstrarkostnaður hækkaði umtalsvert frá árinu á undan, að mestum hluta vegna launahækkana og endurmats á eignum og kröfum í bókum okkar. Hækkun launakostnaðar hefur veruleg áhrif í fyrirtæki eins og okkar þar sem launakostnaður er 75 prósent af rekstrarkostnaði. Auk þess sem mikið af öðrum kostnaði hjá okkur er aðkeypt þjónusta sem einnig hækkar með hækkandi launakostnaði. Við höfum ekki náð að mæta þeim hækkunum að fullu, hvort sem er með hækkun gjaldskrár eða öðrum hætti.“ Gengisþróun reyndist óhagstæð fyrir rekstur fyrirtækisins í Noregi og Bretlandi. „Þar höfum við orðið fyrir tvöföldum áhrifum þar sem ekki einungis er um að ræða styrkingu íslensku krónunnar heldur hefur verið töluverð veiking norsku krónunnar og pundsins undanfarin ár. Á síðasta ári var gjaldfærður umtalsverður kostnaður vegna tímabundinnar lokunar starfsstöðva í þessum löndum en við vonumst til að geta verið samkeppnishæf á þessum markaði aftur í náinni framtíð,“ segir hann. Mannvit rekur nokkuð stórar skrifstofur í Ungverjalandi og Þýskalandi. Um 50 starfsmenn af 300 starfa erlendis. „Sú starfsemi er aðallega á sviði jarðhita og verkefnin á því sviði flest í Mið-Evrópu. Við sjáum mikil tækifæri á þessu svæði en verkefnin eru unnin af þarlendu starfsfólki í nánu samstarfi við sérfræðinga okkar hér á Íslandi. Það er orðin forsenda fyrir sterkri stöðu Mannvits í Mið- og Austur-Evrópu að hafa þarlendar skrifstofur þegar gengi krónunnar er jafn óstöðugt og raun ber vitni,“ segir Örn. Birtist í Fréttablaðinu Íslenska krónan Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Fleiri fréttir Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Sjá meira
Hagnaður verkfræðistofunnar Mannvits dróst saman um 307 milljónir króna og var 32 milljónir króna í fyrra. Tekjurnar jukust um 19 milljónir króna og námu 5,7 milljörðum króna. Eigið fé félagsins nam 1,2 milljörðum króna við árslok og eiginfjárhlutfallið var 43 prósent. Arðsemi eiginfjár var þrjú prósent. „Grunnrekstur Mannvits gekk vel í fyrra,“ segir Örn Guðmundsson, fjármálastjóri Mannvits, við Markaðinn. „Rekstrarkostnaður hækkaði umtalsvert frá árinu á undan, að mestum hluta vegna launahækkana og endurmats á eignum og kröfum í bókum okkar. Hækkun launakostnaðar hefur veruleg áhrif í fyrirtæki eins og okkar þar sem launakostnaður er 75 prósent af rekstrarkostnaði. Auk þess sem mikið af öðrum kostnaði hjá okkur er aðkeypt þjónusta sem einnig hækkar með hækkandi launakostnaði. Við höfum ekki náð að mæta þeim hækkunum að fullu, hvort sem er með hækkun gjaldskrár eða öðrum hætti.“ Gengisþróun reyndist óhagstæð fyrir rekstur fyrirtækisins í Noregi og Bretlandi. „Þar höfum við orðið fyrir tvöföldum áhrifum þar sem ekki einungis er um að ræða styrkingu íslensku krónunnar heldur hefur verið töluverð veiking norsku krónunnar og pundsins undanfarin ár. Á síðasta ári var gjaldfærður umtalsverður kostnaður vegna tímabundinnar lokunar starfsstöðva í þessum löndum en við vonumst til að geta verið samkeppnishæf á þessum markaði aftur í náinni framtíð,“ segir hann. Mannvit rekur nokkuð stórar skrifstofur í Ungverjalandi og Þýskalandi. Um 50 starfsmenn af 300 starfa erlendis. „Sú starfsemi er aðallega á sviði jarðhita og verkefnin á því sviði flest í Mið-Evrópu. Við sjáum mikil tækifæri á þessu svæði en verkefnin eru unnin af þarlendu starfsfólki í nánu samstarfi við sérfræðinga okkar hér á Íslandi. Það er orðin forsenda fyrir sterkri stöðu Mannvits í Mið- og Austur-Evrópu að hafa þarlendar skrifstofur þegar gengi krónunnar er jafn óstöðugt og raun ber vitni,“ segir Örn.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenska krónan Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Fleiri fréttir Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Sjá meira