Þjóðarstolt og hnattræn samstaða Bjarni Karlsson skrifar 27. júní 2018 07:00 Þegar þessi orð eru rituð er leikur Íslands og Króatíu enn ekki orðinn. Samt er öllum meginmarkmiðum með þátttöku Íslands á HM náð; að eiga fulltrúa á glæsilegum alþjóðaleikum þar sem heilbrigt þjóðarstolt er tjáð í samstöðu með öllum jarðarbúum. Aldrei í sögunni hefur þetta verið mikilvægara en nú þegar loftslagsbreytingar fara vaxandi, flóttafólki fjölgar og enginn skortur verður á leiðtogum eins og Trump, sem bjóða upp á ótta og hatur. Fullyrða má að takist mannkyni ekki að tileinka sér raunverulega fjölmenningu þar sem fjölbreytileikanum er fagnað og sérkenni allra virt um leið og hnattræn samstaða er ræktuð, munu flestir jarðarbúar ásamt vistkerfinu í heild lifa vaxandi hörmungar. Nýlega birti Vísir áhugavert viðtal við dr. Silju Báru Ómarsdóttur þar sem hún lýsir óreiðukenndu göngulagi Trumpstjórnarinnar og segir m.a.: „Það er engin þekking. Það er engin sýn. Það er engin lífsspeki.“ En kannski er ofbeldi einmitt tegund af þekkingu sem felur í sér þá sýn að best sé að stjórna með stjórnleysi? Kannski er lífsspeki Trumps sú sama og allir þekkja sem tekið hafa þátt í félags- eða stjórnmálum, hvernig valdahópar tefla stundum fram einhverjum sem kann tökin á því að skamma og hræða þannig að allt venjulegt fólk verður reitt og miður sín? Og þegar andrúmsloft er orðið lævi blandið, ýmsir hlaupnir á sig og aðrir á dyr, er hægur vandi að keyra í gegn „eftir lýðræðislegum leikreglum“ þær ákvarðanir sem menn óska. Allt ofbeldi, hvort heldur það er persónulegt, innan hópa eða milli þjóða, er í því fólgið að færa skömm úr einum líkama yfir í aðra líkami og ná þannig tangarhaldi á fólki. Ofbeldi sem aðferð er einföld, fyrirsjánleg og löt – og gríðarvinsæl! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarni Karlsson HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar þessi orð eru rituð er leikur Íslands og Króatíu enn ekki orðinn. Samt er öllum meginmarkmiðum með þátttöku Íslands á HM náð; að eiga fulltrúa á glæsilegum alþjóðaleikum þar sem heilbrigt þjóðarstolt er tjáð í samstöðu með öllum jarðarbúum. Aldrei í sögunni hefur þetta verið mikilvægara en nú þegar loftslagsbreytingar fara vaxandi, flóttafólki fjölgar og enginn skortur verður á leiðtogum eins og Trump, sem bjóða upp á ótta og hatur. Fullyrða má að takist mannkyni ekki að tileinka sér raunverulega fjölmenningu þar sem fjölbreytileikanum er fagnað og sérkenni allra virt um leið og hnattræn samstaða er ræktuð, munu flestir jarðarbúar ásamt vistkerfinu í heild lifa vaxandi hörmungar. Nýlega birti Vísir áhugavert viðtal við dr. Silju Báru Ómarsdóttur þar sem hún lýsir óreiðukenndu göngulagi Trumpstjórnarinnar og segir m.a.: „Það er engin þekking. Það er engin sýn. Það er engin lífsspeki.“ En kannski er ofbeldi einmitt tegund af þekkingu sem felur í sér þá sýn að best sé að stjórna með stjórnleysi? Kannski er lífsspeki Trumps sú sama og allir þekkja sem tekið hafa þátt í félags- eða stjórnmálum, hvernig valdahópar tefla stundum fram einhverjum sem kann tökin á því að skamma og hræða þannig að allt venjulegt fólk verður reitt og miður sín? Og þegar andrúmsloft er orðið lævi blandið, ýmsir hlaupnir á sig og aðrir á dyr, er hægur vandi að keyra í gegn „eftir lýðræðislegum leikreglum“ þær ákvarðanir sem menn óska. Allt ofbeldi, hvort heldur það er persónulegt, innan hópa eða milli þjóða, er í því fólgið að færa skömm úr einum líkama yfir í aðra líkami og ná þannig tangarhaldi á fólki. Ofbeldi sem aðferð er einföld, fyrirsjánleg og löt – og gríðarvinsæl!
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar