Viðskipti erlent

Elon Musk deilir um prumpandi einhyrning

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Elon Musk hóf deilur við dóttur leirlistamannsins á Twitter í vikunni.
Elon Musk hóf deilur við dóttur leirlistamannsins á Twitter í vikunni. Vísir/Getty

Uppfinningamaðurinn Elon Musk stendur nú í höfundarréttardeilum við leirlistamann, hvers bolli vakti mikla hrifningu Musks í fyrra.

Forsaga málsins er sú að Musk lýsti yfir hrifningu sinni á téðum bolla úr smiðju bandaríska leirlistamannsins Toms Edwards á Twitter í fyrra. Tíst Musks varð til þess að bollinn seldist eins og heitar lummur og var Edward að vonum ánægður með athyglina.

Mánuði síðar birti Musk hins vegar annað tíst í auglýsingaskyni fyrir nýjan eiginleika í Teslu-bifreiðum sínum, svokallaða „teikniblokk“ (e. sketch pad), sem gerir notendum kleift að teikna á snertiskjá í bílunum. Til að sýna virkni skjásins birti Musk m.a. nær nákvæmlega sömu mynd og var að finna á bolla Edwards: brosmildan, prumpandi einhyrning.Leirlistamaðurinn hugðist ekki gera mál úr atvikinu þangað til hann frétti að Tesla hefði notað einhyrninginn á fleiri vígstöðvum, þ. á m. birtist hann í stýrikerfi bifreiðanna og á jólakorti fyrirtækisins.

„Ég elska að hann [einhyrningurinn] sé í bílunum þeirra en ég vil bara að þau breyti rétt og borgi mér nægilega fyrir hann,“ var haft eftir Edward í viðtali vegna málsins.

Musk virtist hins vegar ekki á þeim buxunum að greiða Edward fyrir notkun á einhyrningnum prumpandi, ef marka má fyrstu svör hans á Twitter. Dóttir Edwards vakti athygli á málinu á Twitter-reikningi sínum í vikunni. Í svari við gagnrýni hennar sagði Musk að það væri „asnalegt“ að lögsækja hann fyrir notkun á einhyrningnum og að Edward ætti að vera þakklátur fyrir „athyglina“.Eftir að breska dagblaðið The Guardian birti grein um málið hefur Musk þó sagst hafa boðist til að greiða Edward fyrir einhyrninginn. Þá sagðist Musk jafnframt mjög umhugað um höfundarrétt listamanna.
Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
2,75
23
450.310
REGINN
2,19
14
342.698
ICEAIR
2,1
26
150.345
HAGA
2,02
5
64.712
SKEL
1,62
5
101.370

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
-0,83
5
1.252.011
ARION
-0,66
11
179.834
KVIKA
-0,48
2
4.035
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.