Viðskipti erlent

Samdráttur hjá Tesla kemur niður á sólarorku

Kjartan Kjartansson skrifar
Tesla eignaðist SolarCity fyrir tveimur árum. Fyrirtækið setur upp sólarsellur fyrir heimili.
Tesla eignaðist SolarCity fyrir tveimur árum. Fyrirtækið setur upp sólarsellur fyrir heimili. Vísir/EPA
Ákvörðun rafbílaframleiðandans Tesla um að segja upp 9% starfsmanna fyrirtækisins í síðustu viku mun koma hart niður á sólarorkufyrirtæki sem það keypti fyrir tveimur árum. Á annan tug uppsetningarstaða fyrir sólasellur verður meðal annars lokað.

Tesla keypti sölu- og uppsetningarfyrirtækið SolarCity fyrir 2,6 milljarða dollara fyrir tveimur árum. Kaupin voru umdeild á sínum tíma. Sumir hluthafar töldu að með henni væri Elon Musk, stofnandi og forstjóri Tesla, að bjarga sólarorkufyrirtækinu á kostnað hluthafa Tesla. Tveir frændur Musk stofnuðu SolarCity.

Nú segir Reuters-fréttastofan að fjórtán starfsstöðva þeirrar deildar Tesla sem var áður SolarCity verði lokað og að smásölusamningi við búsáhaldaverslunarkeðjuna Home Depot. Um helmingur sölunnar er sögð hafa komið í gegnum þann samning.

Ekki liggur fyrir hversu mörgum starfsmönnum sólarorkudeildarinnar verður sagt upp. Tesla segist eiga von á að hlutfallið verði í samræmi við 9% heildarfækkun starfsfólks fyrirtækisins.

Samdráttur hefur orðið í uppsetningum á sólarsellum eftir að SolarCity gekk inn í Tesla. Þannig setti Tesla upp 76 megavött af sólarorku á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, borið saman við 200 megavött á sama ársfjórðungi árið 2016 þegar SolarCity var leiðandi á markaðinum.

Tesla hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið, ekki síst vegna erfiðleika fyrirtækisins við að auka framleiðslu sína og fylla pantanir.


Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
3,1
42
1.178.011
ORIGO
1,72
10
100.581
SYN
1,47
9
22.663
ICEAIR
1,23
55
48.628
ARION
1,2
16
1.088.917

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-1,53
9
245.646
BRIM
-0,94
4
1.124
KVIKA
-0,93
32
562.151
REITIR
-0,84
9
32.691
REGINN
-0,6
2
2.458
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.