Viðskipti innlent

Neituðu sök í Icelandair-málinu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Fréttablaðið/Pjetur
Kjartan Jónsson og Kjartan Berg Jónsson neita sök í hinu svokallaða Icelandair-máli. Málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þriðji maðurinn sem ákærður var vegna málsins, Kristján Georg Jósteinsson, var ekki viðstaddur og mun taka afstöðu til ákærunnar við þegar málið verður tekið fyrir aftur, í september.

Þetta staðfestir Finnur Þór Vilhjálmsson, saksóknari málsins í samtali við Vísi. Mennirnir voru ákærðir fyrir innherjasvik eða hlutdeild í slíku broti en talið er að þeir hafi notfært sér innherjaupplýsingar í viðskiptum með hlutabréf í Icelandair og hagnast um rúmlega 61 milljón króna með gjörningnum.

Kjartan var forstöðumaður leiðakerfisstjórnunar Icelandair en hann hafði stöðu fruminnherja hjá félaginu. Hinir tveir eru grunaðir um að hafa nýtt sér upplýsingar frá honum til að hagnast á viðskiptum með hlutabréf í félaginu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×