Rússneskir saksóknarar herja enn á sérfræðing í fjöldamorðum Stalíns Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2018 19:01 Þrátt fyrir að hafa borið ábyrgð á dauða milljóna manna á Jósef Stalín sér enn aðdáendur í Rússlandi. Pútín forseti segir að of dökk mynd hafi verið dregin upp af einræðisherranum alræmda. Vísir/EPA Júrí Dmítríjev, rússneskur sagnfræðingur sem hefur vakið reiði stjórnvalda í heimalandinu vegna leitar sinnar að fjöldagröfum Jósefs Stalíns, var í dag sakaður um hafa brotið kynferðislega gegn ættleiddri dóttur sinni. Hann var hreinsaður af svipuðum glæpum í apríl. Leit Dmítríjev að fjöldagröfum frá árunum 1937 til 1938 þegar sovéski einræðisherrann Stalín lét taka hátt í 700.000 manns af lífi hefur farið fyrir brjóstið á sumum rússneskum ráðamönnum. Dmítríjev hefur þegar fundið gröf með líkum allt að níu þúsund manna frá þessu tímabili. Vladímír Pútín forseti hefur harmað að of dökk mynd hafi verið dregin upp af Stalín í því skyna að grafa undan Rússlandi. Upphaflega sökuðu saksóknarar í norðvesturhluta Rússlands Dmítríjev um að hafa í vörslu sinni kynferðislegar myndir af ættleiddri dóttur sinni sem þá var ellefu ára gömul. Dómari skikkaði hann meðal annars til þess að sæta geðrannsókn til að kanna hvort hann væri kynferðislega brenglaður. Sérfræðingar báru þó vitni um að myndir af stúlkunni væru ekki barnaklám. Dómstóll hreinsaði Dmítríjev af ásökununum í apríl en áfrýjunardómstóll sneri þeim úrskurði við fyrr í þessum mánuði. Dmítríjev var þá aftur hnepptur í varðhald. Hann hefur þegar setið í fangelsi í þrettán mánuði vegna ásakananna.Kallar ásakanirnar „uppspuna“ Í dag tilkynntu saksóknarar svo að þeir hefðu hafið nýja sakamálarannsókn á sagnfræðingnum, nú vegna meintra kynferðisbrota hans gegn dótturinni. Allt að tuttugu ára fangelsi liggur við þeim brotum, að sögn Reuters-fréttstofunnar. Stuðningsmenn Dmítríjev og mannréttindasamtök telja að yfirvöld ofsæki hann vegna leitar hans að fjöldagröfum Stalíns. Talskona Evrópusambandsins sagði í gær að málið gegn Dmítríjev „vafasamt“ og að sambandið byggist við því að það yrði látið niður falla. Mannréttindavaktin (e. Human Rights Watch) hefur sagt að ástand mannréttinda í Rússlandi hafi ekki verið verra frá því í tíð Sovétríkjanna. Dmítríjev hafnar nýju áskökunum og segir þær „tilbúning“. Saksóknar setji þær fram til þess að sýna fram á að þeir hafi ekki haft rangt fyrir sér í upphaflega málinu gegn honum. Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Júrí Dmítríjev, rússneskur sagnfræðingur sem hefur vakið reiði stjórnvalda í heimalandinu vegna leitar sinnar að fjöldagröfum Jósefs Stalíns, var í dag sakaður um hafa brotið kynferðislega gegn ættleiddri dóttur sinni. Hann var hreinsaður af svipuðum glæpum í apríl. Leit Dmítríjev að fjöldagröfum frá árunum 1937 til 1938 þegar sovéski einræðisherrann Stalín lét taka hátt í 700.000 manns af lífi hefur farið fyrir brjóstið á sumum rússneskum ráðamönnum. Dmítríjev hefur þegar fundið gröf með líkum allt að níu þúsund manna frá þessu tímabili. Vladímír Pútín forseti hefur harmað að of dökk mynd hafi verið dregin upp af Stalín í því skyna að grafa undan Rússlandi. Upphaflega sökuðu saksóknarar í norðvesturhluta Rússlands Dmítríjev um að hafa í vörslu sinni kynferðislegar myndir af ættleiddri dóttur sinni sem þá var ellefu ára gömul. Dómari skikkaði hann meðal annars til þess að sæta geðrannsókn til að kanna hvort hann væri kynferðislega brenglaður. Sérfræðingar báru þó vitni um að myndir af stúlkunni væru ekki barnaklám. Dómstóll hreinsaði Dmítríjev af ásökununum í apríl en áfrýjunardómstóll sneri þeim úrskurði við fyrr í þessum mánuði. Dmítríjev var þá aftur hnepptur í varðhald. Hann hefur þegar setið í fangelsi í þrettán mánuði vegna ásakananna.Kallar ásakanirnar „uppspuna“ Í dag tilkynntu saksóknarar svo að þeir hefðu hafið nýja sakamálarannsókn á sagnfræðingnum, nú vegna meintra kynferðisbrota hans gegn dótturinni. Allt að tuttugu ára fangelsi liggur við þeim brotum, að sögn Reuters-fréttstofunnar. Stuðningsmenn Dmítríjev og mannréttindasamtök telja að yfirvöld ofsæki hann vegna leitar hans að fjöldagröfum Stalíns. Talskona Evrópusambandsins sagði í gær að málið gegn Dmítríjev „vafasamt“ og að sambandið byggist við því að það yrði látið niður falla. Mannréttindavaktin (e. Human Rights Watch) hefur sagt að ástand mannréttinda í Rússlandi hafi ekki verið verra frá því í tíð Sovétríkjanna. Dmítríjev hafnar nýju áskökunum og segir þær „tilbúning“. Saksóknar setji þær fram til þess að sýna fram á að þeir hafi ekki haft rangt fyrir sér í upphaflega málinu gegn honum.
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“