Krónan og 3. orkupakkinn; sama súpan í sömu skálinni Ole Anton Bieltvedt skrifar 3. desember 2018 08:00 Krónan mun hafa fallið um 40 sinnum frá 1950. Við hvert gengisfall hafa miklir fjármunir færst milli manna. Eigna- og skuldastaða manna hefur oft breytzt mikið, hjá flestum til hins verra. Verst var þetta í hruninu, þegar skuldir margra tvöfölduðust og margir misstu aleiguna. Hrunið lagði í raun líf margs góðs Íslendingsins í rúst. Ýmsir framámenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokkanna tveggja halda því fram, að krónan hafi komið okkur út úr hruninu, þó að flestir menn hljóti að sjá og skilja, að það var einmitt krónan, sem kom okkur í hrunið. Oft reyna íhalds- og afturhaldsöflin að skírskota til þjóðernistilfinninga manna, föðurlandsástarinnar, í málflutningi sínum. Þeir vita, að þessar tilfinningar eru ríkar í brjósti margra – sem í sjálfu sér er gott, svo lengi sem vitsmunir fylgja – og, að með þessum hætti kunni þeir að komast upp með yfirborðskenndar og einfaldar fullyrðingar, oft hrein ósannindi og blekkingar, málstað sínum til framdráttar. „Krónan er íslenzk, hún er hluti af sögu okkar og menningu“, segja þessir menn. – Hið sanna er, að krónan er mælieining á fjármuni og verðmæti, og eru krónur í gangi í ýmsum öðrum löndum, svo sem Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Tékklandi. „Krónan hefur bjargað okkur út úr hverju efnahagsáfallinu á fætur öðru“ er líka viðkvæði þessara manna. - Staðreyndin er hins vegar sú, að veikleiki og burðaleysi krónunnar hefur, hvað eftir annað, leitt til verðfalls hennar og verðbólgu, sem hefur hækkað innlendan kostnað, sem aftur hefur verið leiðrétt með gengisfellingu, til að útflutningsatvinnuvegirnir fengju fleiri krónur fyrir sinn varning, til að mæta vaxandi kostnaði í krónum. Þetta hefur aftur leitt til hækkandi verðs á innfluttum vörum, sem svo hefur leitt til hækkandi launakrafna og launa. „Björgun“ er því hér alrangt orð. Rétta orðið er „vítahringur“; krónan hefur skapað hér vítahring, sem ekki hefur verið rofinn og ekki verður hægt að rjúfa. Ef Íslendingar ættu engan valkost í gjaldmiðlamálum, væri lítið við þessum krónuvanda að gera. Svo er hins vegar ekki. Íslendingar hafa átt aðgang að öflugasta og traustasta gjaldmiðli heims, Evrunni, um langt árabil. 12 evrópsk ríki gengu í ESB á árunum 2004 til 2007. Ekki er ósennilegt, að Ísland hefði líka getað tryggt sér aðild að ESB á þessu tímaskeiði, og, í framhaldi af því, tekið upp Evruna, en afturhaldsöfl landsins komu í veg fyrir það. Því fór sem fór 2008. Það er loks ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, sem tekur af skarið, enda heljarstökk hrunsins rétt afstaðið, og sækir um aðild að ESB 2009. Því miður komust þröngsýnis- og íhaldsöflin aftur til valda 2013, og tilkynnti Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra stjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, ESB í marz 2015, að Íslandi drægi umsóknina til baka. Þessir 2 menn, ásamt formanni Sjálfstæðisflokksins, ákváðu með þessari tilkynningu að halda sér í krónufarinu, þó að það hafi nánast valdið þjóðargjaldþroti nokkrum árum áður. Síðasta óþurftarverk þessara óábyrgu öfga- og íhaldssafla er að reyna að gera EES-samninginn, sem gerði okkur kleift að rífa okkur upp úr hruninu, með frjálsum og tollalausum aðgangi að stærsta og öflugasta markaði heims, tortryggilegan; reyna jafnvel að að spilla honum. Í umræðunni um 3. orkupakkann skirrast þessi öfl ekki við, að beita ósannindum og blekkingum; og óspart er reynt að spila á þjóðerniskennd og tilfinningalíf manna. Landsmönnum er talin trú um, að við séum að framselja forræði okkar yfir innlendri orku með því að samþykkja 3. orkupakkann. Fásinnan í þessu er með ólíkindum, þar sem við erum alls ekki inn í evrópsku orkukerfi, ekki inni á evrópskum orkumarkaði, af þeirri einföldu ástæðu, að við erum eyríki; 2.000 km úti í reginhafi. Lygamerðir er ekki fallegt orð, en það kynni að eiga við hér. Þá fyrst, ef lagður yrði sæstrengur til Bretlandseyja og við tengdumst evrópsku orkukerfi, hefði þessi pakki eitthvað fyrir okkur að segja. En auðvitað yrði slíkur strengur ekki lagður, nema að okkur hentaði það sjálfum og hefðum vilja til. Varla færu útlendingar að leggja rándýran sæstreng til Íslands, án þess að hafa hér aðgang að orku. Önnur og mikilvæg hlið á málinu er svo sú, að þáttur sólar-, vind- og sjávarfallaorku vex óðfluga á meginlandi Evrópu, og styrkist stöðugt með örri tækniþróun, þannig, að óvíst er með öllu, hvort íslenzk orka verður samkeppnishæf á evrópskum orkumarkaði, þegar tímar líða. Ef svo færi, væri það auðvitað okkar hagur, að hafa aðgang að hagkvæmari orku frá Evrópu. Alla vega skapaðist þá heilbrigð samkeppni í orkusölu hér. Í öllu falli yrði það okkar eigin ákvörðun, hvort við vildum vera inni á evrópskum orkumarkaði, til að selja eða kaupa orku, og, ef til kæmi, með hvaða hætti. Sæstrengur verður alfarið okkar mál. ESB hefði ekkert um hann að segja, hvað sem 3. orkupakkanum líður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Sjá meira
Krónan mun hafa fallið um 40 sinnum frá 1950. Við hvert gengisfall hafa miklir fjármunir færst milli manna. Eigna- og skuldastaða manna hefur oft breytzt mikið, hjá flestum til hins verra. Verst var þetta í hruninu, þegar skuldir margra tvöfölduðust og margir misstu aleiguna. Hrunið lagði í raun líf margs góðs Íslendingsins í rúst. Ýmsir framámenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokkanna tveggja halda því fram, að krónan hafi komið okkur út úr hruninu, þó að flestir menn hljóti að sjá og skilja, að það var einmitt krónan, sem kom okkur í hrunið. Oft reyna íhalds- og afturhaldsöflin að skírskota til þjóðernistilfinninga manna, föðurlandsástarinnar, í málflutningi sínum. Þeir vita, að þessar tilfinningar eru ríkar í brjósti margra – sem í sjálfu sér er gott, svo lengi sem vitsmunir fylgja – og, að með þessum hætti kunni þeir að komast upp með yfirborðskenndar og einfaldar fullyrðingar, oft hrein ósannindi og blekkingar, málstað sínum til framdráttar. „Krónan er íslenzk, hún er hluti af sögu okkar og menningu“, segja þessir menn. – Hið sanna er, að krónan er mælieining á fjármuni og verðmæti, og eru krónur í gangi í ýmsum öðrum löndum, svo sem Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Tékklandi. „Krónan hefur bjargað okkur út úr hverju efnahagsáfallinu á fætur öðru“ er líka viðkvæði þessara manna. - Staðreyndin er hins vegar sú, að veikleiki og burðaleysi krónunnar hefur, hvað eftir annað, leitt til verðfalls hennar og verðbólgu, sem hefur hækkað innlendan kostnað, sem aftur hefur verið leiðrétt með gengisfellingu, til að útflutningsatvinnuvegirnir fengju fleiri krónur fyrir sinn varning, til að mæta vaxandi kostnaði í krónum. Þetta hefur aftur leitt til hækkandi verðs á innfluttum vörum, sem svo hefur leitt til hækkandi launakrafna og launa. „Björgun“ er því hér alrangt orð. Rétta orðið er „vítahringur“; krónan hefur skapað hér vítahring, sem ekki hefur verið rofinn og ekki verður hægt að rjúfa. Ef Íslendingar ættu engan valkost í gjaldmiðlamálum, væri lítið við þessum krónuvanda að gera. Svo er hins vegar ekki. Íslendingar hafa átt aðgang að öflugasta og traustasta gjaldmiðli heims, Evrunni, um langt árabil. 12 evrópsk ríki gengu í ESB á árunum 2004 til 2007. Ekki er ósennilegt, að Ísland hefði líka getað tryggt sér aðild að ESB á þessu tímaskeiði, og, í framhaldi af því, tekið upp Evruna, en afturhaldsöfl landsins komu í veg fyrir það. Því fór sem fór 2008. Það er loks ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, sem tekur af skarið, enda heljarstökk hrunsins rétt afstaðið, og sækir um aðild að ESB 2009. Því miður komust þröngsýnis- og íhaldsöflin aftur til valda 2013, og tilkynnti Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra stjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, ESB í marz 2015, að Íslandi drægi umsóknina til baka. Þessir 2 menn, ásamt formanni Sjálfstæðisflokksins, ákváðu með þessari tilkynningu að halda sér í krónufarinu, þó að það hafi nánast valdið þjóðargjaldþroti nokkrum árum áður. Síðasta óþurftarverk þessara óábyrgu öfga- og íhaldssafla er að reyna að gera EES-samninginn, sem gerði okkur kleift að rífa okkur upp úr hruninu, með frjálsum og tollalausum aðgangi að stærsta og öflugasta markaði heims, tortryggilegan; reyna jafnvel að að spilla honum. Í umræðunni um 3. orkupakkann skirrast þessi öfl ekki við, að beita ósannindum og blekkingum; og óspart er reynt að spila á þjóðerniskennd og tilfinningalíf manna. Landsmönnum er talin trú um, að við séum að framselja forræði okkar yfir innlendri orku með því að samþykkja 3. orkupakkann. Fásinnan í þessu er með ólíkindum, þar sem við erum alls ekki inn í evrópsku orkukerfi, ekki inni á evrópskum orkumarkaði, af þeirri einföldu ástæðu, að við erum eyríki; 2.000 km úti í reginhafi. Lygamerðir er ekki fallegt orð, en það kynni að eiga við hér. Þá fyrst, ef lagður yrði sæstrengur til Bretlandseyja og við tengdumst evrópsku orkukerfi, hefði þessi pakki eitthvað fyrir okkur að segja. En auðvitað yrði slíkur strengur ekki lagður, nema að okkur hentaði það sjálfum og hefðum vilja til. Varla færu útlendingar að leggja rándýran sæstreng til Íslands, án þess að hafa hér aðgang að orku. Önnur og mikilvæg hlið á málinu er svo sú, að þáttur sólar-, vind- og sjávarfallaorku vex óðfluga á meginlandi Evrópu, og styrkist stöðugt með örri tækniþróun, þannig, að óvíst er með öllu, hvort íslenzk orka verður samkeppnishæf á evrópskum orkumarkaði, þegar tímar líða. Ef svo færi, væri það auðvitað okkar hagur, að hafa aðgang að hagkvæmari orku frá Evrópu. Alla vega skapaðist þá heilbrigð samkeppni í orkusölu hér. Í öllu falli yrði það okkar eigin ákvörðun, hvort við vildum vera inni á evrópskum orkumarkaði, til að selja eða kaupa orku, og, ef til kæmi, með hvaða hætti. Sæstrengur verður alfarið okkar mál. ESB hefði ekkert um hann að segja, hvað sem 3. orkupakkanum líður.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar