Birgir tók gullið í Mosfellsbæ eftir stórkostlegt golf Anton Ingi Leifsson skrifar 10. júní 2018 18:55 Birgir Björn annar frá vinstri. vísir/golf Birgir Björn Magnússon, kylfingur úr GK, stóð uppi sem sigurvegari á Símamótinu sem leikið var á Hlíðavelli í Mosfellsbæ um helgina. Mótið var fjórði mótið í Eimskipsmótaröðinni 2017/2018. Birgir leiddi fyrir lokahringinn en honum fast á eftir fylgdi Kristján Þór Einarsson, heimamaður úr GM, og ljóst að það væri spennandi lokahringur framundan. Birgir lagði grunninn að sigrinum með stórkostlegu golfi á holum tólf til sextán. Hann lék þessar fimm holur á sjö höggum undir pari þar sem hann fékk tvo erni í röð og þar á efitr þrjá fugla. Hann endaði á þrettán höggum undir pari en næstur kom Kristján Þór á níu höggum undir pari. Þriðji var svo Sigurður Bjarki Blumenstein, úr GR, sem lék á sex höggum undir pari. „Ég veit ekki hvernig best er að útskýra hvað gerðist á þeim fimm holum þar sem ég lék á -7 samtals. Ég sá bara höggin fyrir mér og framkvæmdi þau - og það gekk upp. Stundum gerist það og stundum ekki,“ sagði Birgir Björn í samtali við Golf.is en hann náði í dag sex ára gömlu markmiði sínu. „Ég hef aldrei leikið undir pari af hvítum teigum í móti og það tókst svo sannarlega í dag. Mér líður alltaf þannig að ég geti sigrað á þeim mótum sem ég tek þátt í - og það var gríðarlega góð tilfinning að landa fyrsta sigrinum á Eimskipsmótaröðinni í dag,“ bætti Birgir Björn við.Lokastaða efstu kylfinga í karlaflokki: 1. Birgir Björn Magnússon, GK (69-68-66) 203 högg (-13) 2. Kristján Þór Einarsson, GM (67-71-69) 207 högg (-9) 3. Sigurður Bjarki Blumenstein, GR (72-71-68) 211 högg (-5) 4. Ingvar Andri Magnússon, GKG (69-74-70) 213 högg (-3) 5.-6. Tómas Eiríksson Hjaltested, GR (76-71-68) 215 högg (-1) 5.-6. Dagbjartur Sigurbrandsson , GR (69-77-69) 215 högg (-1) 7.-9. Kristófer Orri Þórðarson, GKG (75-72-69) 216 högg (par) 7.-9. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG (75-71-70) 216 högg (par) 7.-9. Andri Már Óskarsson, GHR (76-70-70) 216 högg (par) 10.-12 Björn Óskar Guðjónsson, GM (74-73-70) 217 högg (+1) 10.-12. Tumi Hrafn Kúld, GA (74-72-71) 217 högg (+1) 10.-12. Lárus Garðar Long, GV (73-72-72) 217 högg (+1) Golf Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Birgir Björn Magnússon, kylfingur úr GK, stóð uppi sem sigurvegari á Símamótinu sem leikið var á Hlíðavelli í Mosfellsbæ um helgina. Mótið var fjórði mótið í Eimskipsmótaröðinni 2017/2018. Birgir leiddi fyrir lokahringinn en honum fast á eftir fylgdi Kristján Þór Einarsson, heimamaður úr GM, og ljóst að það væri spennandi lokahringur framundan. Birgir lagði grunninn að sigrinum með stórkostlegu golfi á holum tólf til sextán. Hann lék þessar fimm holur á sjö höggum undir pari þar sem hann fékk tvo erni í röð og þar á efitr þrjá fugla. Hann endaði á þrettán höggum undir pari en næstur kom Kristján Þór á níu höggum undir pari. Þriðji var svo Sigurður Bjarki Blumenstein, úr GR, sem lék á sex höggum undir pari. „Ég veit ekki hvernig best er að útskýra hvað gerðist á þeim fimm holum þar sem ég lék á -7 samtals. Ég sá bara höggin fyrir mér og framkvæmdi þau - og það gekk upp. Stundum gerist það og stundum ekki,“ sagði Birgir Björn í samtali við Golf.is en hann náði í dag sex ára gömlu markmiði sínu. „Ég hef aldrei leikið undir pari af hvítum teigum í móti og það tókst svo sannarlega í dag. Mér líður alltaf þannig að ég geti sigrað á þeim mótum sem ég tek þátt í - og það var gríðarlega góð tilfinning að landa fyrsta sigrinum á Eimskipsmótaröðinni í dag,“ bætti Birgir Björn við.Lokastaða efstu kylfinga í karlaflokki: 1. Birgir Björn Magnússon, GK (69-68-66) 203 högg (-13) 2. Kristján Þór Einarsson, GM (67-71-69) 207 högg (-9) 3. Sigurður Bjarki Blumenstein, GR (72-71-68) 211 högg (-5) 4. Ingvar Andri Magnússon, GKG (69-74-70) 213 högg (-3) 5.-6. Tómas Eiríksson Hjaltested, GR (76-71-68) 215 högg (-1) 5.-6. Dagbjartur Sigurbrandsson , GR (69-77-69) 215 högg (-1) 7.-9. Kristófer Orri Þórðarson, GKG (75-72-69) 216 högg (par) 7.-9. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG (75-71-70) 216 högg (par) 7.-9. Andri Már Óskarsson, GHR (76-70-70) 216 högg (par) 10.-12 Björn Óskar Guðjónsson, GM (74-73-70) 217 högg (+1) 10.-12. Tumi Hrafn Kúld, GA (74-72-71) 217 högg (+1) 10.-12. Lárus Garðar Long, GV (73-72-72) 217 högg (+1)
Golf Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira