Jordan Peterson Benedikt Bragi Sigurðsson skrifar 4. júní 2018 11:20 Jordan Peterson er prófessor í sálfræði við Háskólann í Toronto, en hann er á leið til Íslands og mun halda fyrirlestra í Hörpu. Peterson er mjög umdeildur, umtalaður, hefur selt margar bækur og fær mikið áhorf á Youtube. Líklegt má telja að Peterson sé að hluta til umdeildur vegna þess að hann hefur rætt um mál sem vakið hafa upp tilfinningar og hafa í einhverjum skilningi verið í brennidepli undanfarin misseri, nefna má feminisma, málfrelsi, réttindi minnihlutahópa og öfga-stefnur í stjórnmálum. Verkefni og vandamál lífsins er hægt að leysa með notkun á tungumáli, með samræðum, rökræðum, það er eitt mikilvægasta verkfærið sem við höfum. Það er gert í stjórnmálum, á öllum skólastigum, í uppeldi, í allri starfsemi fyrirtækja, í sálfræðitíma, í spjalli yfir kaffibollum o.s.frv. Til að ná sem bestum árangri, hver svo sem markmiðin eru, getur verið mikilvægt að vanda orðaval, skilgreina hugtök og forsendur, nýta þær niðurstöður vísindalegra rannsókna sem liggja fyrir, skilja fyrirfram þekkingu þegar það á við, sýna nákvæmni og rökstyðja mál sitt. Hinn möguleikinn væri ef til vill sá að samræður tækju mið af því sem fólki finnst, að samræður byggi á mismundandi skilningi á hugtökum og forsendum hvort sem fólk áttar sig á því eða ekki, að líta fram hjá vísindalegum niðurstöðum vegna þess að alla hluti má túlka á óteljandi vegu, að halda einhverju fram á þeim grunni að það vekur upp vellíðan eða tilfinningar sem við tengjum við siðferði, að halda fast við tiltekna skoðun vegna þess að sú skoðun hefur verið til staðar í langan tíma, að hafa ekki skilning á fyrirfram þekkingu, eða að telja eitthvað rétt einungis vegna þess að það er vinsælt. Hvor nálgunin er líklegri til árangurs, líklegri til þess að leiða mál til lykta, uppgötva hvað er satt og rétt? Hér verður ekki tekin efnisleg afstaða til þess sem Peterson heldur fram eða það rökrætt. Hins vegar má líta til þess að þegar Peterson tekur þátt í samræðum um ýmis erfið eða umdeild mál hefur hann alla jafna vísað í rannsóknarniðurstöður, skilgreint þau hugtök sem hann notar og sýnt nákvæmni í orðavali þannig að röksemdarfærslur og niðurstöður verði skýrari. Þar af leiðandi hlýtur það að vera af hinu góða að fá hann til þess að halda fyrirlestra og taka þátt í umræðum hér á Íslandi, hvort sem við verðum sammála niðurstöðunum eða ekki. Þau sem ekki eru sammála niðurstöðum Peterson vanda sig vonandi við að færa rök fyrir máli sínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Jordan Peterson er prófessor í sálfræði við Háskólann í Toronto, en hann er á leið til Íslands og mun halda fyrirlestra í Hörpu. Peterson er mjög umdeildur, umtalaður, hefur selt margar bækur og fær mikið áhorf á Youtube. Líklegt má telja að Peterson sé að hluta til umdeildur vegna þess að hann hefur rætt um mál sem vakið hafa upp tilfinningar og hafa í einhverjum skilningi verið í brennidepli undanfarin misseri, nefna má feminisma, málfrelsi, réttindi minnihlutahópa og öfga-stefnur í stjórnmálum. Verkefni og vandamál lífsins er hægt að leysa með notkun á tungumáli, með samræðum, rökræðum, það er eitt mikilvægasta verkfærið sem við höfum. Það er gert í stjórnmálum, á öllum skólastigum, í uppeldi, í allri starfsemi fyrirtækja, í sálfræðitíma, í spjalli yfir kaffibollum o.s.frv. Til að ná sem bestum árangri, hver svo sem markmiðin eru, getur verið mikilvægt að vanda orðaval, skilgreina hugtök og forsendur, nýta þær niðurstöður vísindalegra rannsókna sem liggja fyrir, skilja fyrirfram þekkingu þegar það á við, sýna nákvæmni og rökstyðja mál sitt. Hinn möguleikinn væri ef til vill sá að samræður tækju mið af því sem fólki finnst, að samræður byggi á mismundandi skilningi á hugtökum og forsendum hvort sem fólk áttar sig á því eða ekki, að líta fram hjá vísindalegum niðurstöðum vegna þess að alla hluti má túlka á óteljandi vegu, að halda einhverju fram á þeim grunni að það vekur upp vellíðan eða tilfinningar sem við tengjum við siðferði, að halda fast við tiltekna skoðun vegna þess að sú skoðun hefur verið til staðar í langan tíma, að hafa ekki skilning á fyrirfram þekkingu, eða að telja eitthvað rétt einungis vegna þess að það er vinsælt. Hvor nálgunin er líklegri til árangurs, líklegri til þess að leiða mál til lykta, uppgötva hvað er satt og rétt? Hér verður ekki tekin efnisleg afstaða til þess sem Peterson heldur fram eða það rökrætt. Hins vegar má líta til þess að þegar Peterson tekur þátt í samræðum um ýmis erfið eða umdeild mál hefur hann alla jafna vísað í rannsóknarniðurstöður, skilgreint þau hugtök sem hann notar og sýnt nákvæmni í orðavali þannig að röksemdarfærslur og niðurstöður verði skýrari. Þar af leiðandi hlýtur það að vera af hinu góða að fá hann til þess að halda fyrirlestra og taka þátt í umræðum hér á Íslandi, hvort sem við verðum sammála niðurstöðunum eða ekki. Þau sem ekki eru sammála niðurstöðum Peterson vanda sig vonandi við að færa rök fyrir máli sínu.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar