Jordan Peterson Benedikt Bragi Sigurðsson skrifar 4. júní 2018 11:20 Jordan Peterson er prófessor í sálfræði við Háskólann í Toronto, en hann er á leið til Íslands og mun halda fyrirlestra í Hörpu. Peterson er mjög umdeildur, umtalaður, hefur selt margar bækur og fær mikið áhorf á Youtube. Líklegt má telja að Peterson sé að hluta til umdeildur vegna þess að hann hefur rætt um mál sem vakið hafa upp tilfinningar og hafa í einhverjum skilningi verið í brennidepli undanfarin misseri, nefna má feminisma, málfrelsi, réttindi minnihlutahópa og öfga-stefnur í stjórnmálum. Verkefni og vandamál lífsins er hægt að leysa með notkun á tungumáli, með samræðum, rökræðum, það er eitt mikilvægasta verkfærið sem við höfum. Það er gert í stjórnmálum, á öllum skólastigum, í uppeldi, í allri starfsemi fyrirtækja, í sálfræðitíma, í spjalli yfir kaffibollum o.s.frv. Til að ná sem bestum árangri, hver svo sem markmiðin eru, getur verið mikilvægt að vanda orðaval, skilgreina hugtök og forsendur, nýta þær niðurstöður vísindalegra rannsókna sem liggja fyrir, skilja fyrirfram þekkingu þegar það á við, sýna nákvæmni og rökstyðja mál sitt. Hinn möguleikinn væri ef til vill sá að samræður tækju mið af því sem fólki finnst, að samræður byggi á mismundandi skilningi á hugtökum og forsendum hvort sem fólk áttar sig á því eða ekki, að líta fram hjá vísindalegum niðurstöðum vegna þess að alla hluti má túlka á óteljandi vegu, að halda einhverju fram á þeim grunni að það vekur upp vellíðan eða tilfinningar sem við tengjum við siðferði, að halda fast við tiltekna skoðun vegna þess að sú skoðun hefur verið til staðar í langan tíma, að hafa ekki skilning á fyrirfram þekkingu, eða að telja eitthvað rétt einungis vegna þess að það er vinsælt. Hvor nálgunin er líklegri til árangurs, líklegri til þess að leiða mál til lykta, uppgötva hvað er satt og rétt? Hér verður ekki tekin efnisleg afstaða til þess sem Peterson heldur fram eða það rökrætt. Hins vegar má líta til þess að þegar Peterson tekur þátt í samræðum um ýmis erfið eða umdeild mál hefur hann alla jafna vísað í rannsóknarniðurstöður, skilgreint þau hugtök sem hann notar og sýnt nákvæmni í orðavali þannig að röksemdarfærslur og niðurstöður verði skýrari. Þar af leiðandi hlýtur það að vera af hinu góða að fá hann til þess að halda fyrirlestra og taka þátt í umræðum hér á Íslandi, hvort sem við verðum sammála niðurstöðunum eða ekki. Þau sem ekki eru sammála niðurstöðum Peterson vanda sig vonandi við að færa rök fyrir máli sínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Jordan Peterson er prófessor í sálfræði við Háskólann í Toronto, en hann er á leið til Íslands og mun halda fyrirlestra í Hörpu. Peterson er mjög umdeildur, umtalaður, hefur selt margar bækur og fær mikið áhorf á Youtube. Líklegt má telja að Peterson sé að hluta til umdeildur vegna þess að hann hefur rætt um mál sem vakið hafa upp tilfinningar og hafa í einhverjum skilningi verið í brennidepli undanfarin misseri, nefna má feminisma, málfrelsi, réttindi minnihlutahópa og öfga-stefnur í stjórnmálum. Verkefni og vandamál lífsins er hægt að leysa með notkun á tungumáli, með samræðum, rökræðum, það er eitt mikilvægasta verkfærið sem við höfum. Það er gert í stjórnmálum, á öllum skólastigum, í uppeldi, í allri starfsemi fyrirtækja, í sálfræðitíma, í spjalli yfir kaffibollum o.s.frv. Til að ná sem bestum árangri, hver svo sem markmiðin eru, getur verið mikilvægt að vanda orðaval, skilgreina hugtök og forsendur, nýta þær niðurstöður vísindalegra rannsókna sem liggja fyrir, skilja fyrirfram þekkingu þegar það á við, sýna nákvæmni og rökstyðja mál sitt. Hinn möguleikinn væri ef til vill sá að samræður tækju mið af því sem fólki finnst, að samræður byggi á mismundandi skilningi á hugtökum og forsendum hvort sem fólk áttar sig á því eða ekki, að líta fram hjá vísindalegum niðurstöðum vegna þess að alla hluti má túlka á óteljandi vegu, að halda einhverju fram á þeim grunni að það vekur upp vellíðan eða tilfinningar sem við tengjum við siðferði, að halda fast við tiltekna skoðun vegna þess að sú skoðun hefur verið til staðar í langan tíma, að hafa ekki skilning á fyrirfram þekkingu, eða að telja eitthvað rétt einungis vegna þess að það er vinsælt. Hvor nálgunin er líklegri til árangurs, líklegri til þess að leiða mál til lykta, uppgötva hvað er satt og rétt? Hér verður ekki tekin efnisleg afstaða til þess sem Peterson heldur fram eða það rökrætt. Hins vegar má líta til þess að þegar Peterson tekur þátt í samræðum um ýmis erfið eða umdeild mál hefur hann alla jafna vísað í rannsóknarniðurstöður, skilgreint þau hugtök sem hann notar og sýnt nákvæmni í orðavali þannig að röksemdarfærslur og niðurstöður verði skýrari. Þar af leiðandi hlýtur það að vera af hinu góða að fá hann til þess að halda fyrirlestra og taka þátt í umræðum hér á Íslandi, hvort sem við verðum sammála niðurstöðunum eða ekki. Þau sem ekki eru sammála niðurstöðum Peterson vanda sig vonandi við að færa rök fyrir máli sínu.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun