Nei, ekki ljósaperu! Fjalar Sigurðarson skrifar 7. júní 2018 07:00 Hún er lífseig sú árátta að skreyta umræðu um nýsköpun með mynd af glóperu, gömlu góðu ljósaperunni. Margt gefur tilefni til að endurskoða þessa klisju. Í fyrsta lagi þá þrengja klisjur að hugsun. Þegar seilst er eftir klisju sleppir fólk því að hugsa, situr fast í gömlu fari og missir af tækifæri til að fá nýjar og spennandi hugmyndir. Glóperan er aldargömul og er tákn um úrelta og orkufreka tækni á hraðri útleið. En meginástæðan fyrir því að glópera hentar illa sem tákn fyrir nýsköpun er að nýsköpun þarf alls ekki að vera uppfinning. Nýnæmið er oft fólgið í því að nota þekkta tækni eða hugmyndir á nýjan hátt. Með því að vitna ítrekað í glóperu Edisons er nýsköpun jafnað við uppfinningu, og það enga smá uppfinningu. Mark nýsköpunar er þannig sett svo hátt að samlíkingin gæti dregið kjark úr þeim sem ætla sér ekki endilega að gjörbylta lífsháttum margra kynslóða. Snjallt hugvitsfólk þarf ekki að bera sig saman við Edison eða aðra uppfinningamenn. Hagnýtar og snjallar lausnir koma í öllum stærðum og gerðum. Fyrsta skrefið er að móta hugmyndina og kynna sér skrefin sem þarf að stíga og í hvaða röð þarf að stíga þau.Heimsækið vefinn okkar Á vef Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands www.nmi.is er mikið af hentugu efni til að kynna sér og fara í gegnum þegar unnið er með nýsköpun og nýjar hugmyndir. Auk upplýsinga eru þar sniðmát fyrir hugmyndavinnu og reiknilíkön fyrir rekstrar- og viðskiptaáætlanir. Fyrsta skref þitt sem frumkvöðull ætti að vera að heimsækja vefinn okkar www.nmi.is – og stíga fyrstu skrefin í að útfæra hugmyndina þína, hversu stór eða smá sem hún er. Útfærslan og nánari vinna er sú deigla sem mun skera úr um gildi hugmyndarinnar. Og hún þarf alls ekki að vera glópera.Höfundur er markaðsstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Hún er lífseig sú árátta að skreyta umræðu um nýsköpun með mynd af glóperu, gömlu góðu ljósaperunni. Margt gefur tilefni til að endurskoða þessa klisju. Í fyrsta lagi þá þrengja klisjur að hugsun. Þegar seilst er eftir klisju sleppir fólk því að hugsa, situr fast í gömlu fari og missir af tækifæri til að fá nýjar og spennandi hugmyndir. Glóperan er aldargömul og er tákn um úrelta og orkufreka tækni á hraðri útleið. En meginástæðan fyrir því að glópera hentar illa sem tákn fyrir nýsköpun er að nýsköpun þarf alls ekki að vera uppfinning. Nýnæmið er oft fólgið í því að nota þekkta tækni eða hugmyndir á nýjan hátt. Með því að vitna ítrekað í glóperu Edisons er nýsköpun jafnað við uppfinningu, og það enga smá uppfinningu. Mark nýsköpunar er þannig sett svo hátt að samlíkingin gæti dregið kjark úr þeim sem ætla sér ekki endilega að gjörbylta lífsháttum margra kynslóða. Snjallt hugvitsfólk þarf ekki að bera sig saman við Edison eða aðra uppfinningamenn. Hagnýtar og snjallar lausnir koma í öllum stærðum og gerðum. Fyrsta skrefið er að móta hugmyndina og kynna sér skrefin sem þarf að stíga og í hvaða röð þarf að stíga þau.Heimsækið vefinn okkar Á vef Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands www.nmi.is er mikið af hentugu efni til að kynna sér og fara í gegnum þegar unnið er með nýsköpun og nýjar hugmyndir. Auk upplýsinga eru þar sniðmát fyrir hugmyndavinnu og reiknilíkön fyrir rekstrar- og viðskiptaáætlanir. Fyrsta skref þitt sem frumkvöðull ætti að vera að heimsækja vefinn okkar www.nmi.is – og stíga fyrstu skrefin í að útfæra hugmyndina þína, hversu stór eða smá sem hún er. Útfærslan og nánari vinna er sú deigla sem mun skera úr um gildi hugmyndarinnar. Og hún þarf alls ekki að vera glópera.Höfundur er markaðsstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar