Öryggismál og fjölbýlishús Daníel Árnason skrifar 7. júní 2018 16:13 Hvort sem við búum í þéttbýlu eða strjálbýlu samfélagi er öryggi fjölskyldunnar og heimilisins í forgangi en algengustu ógnanirnar þar eru einkum tvær: Brunahætta og innbrot eða umferð óboðinna gesta. Nýlegir alvarlegir eldsvoðar, bæði í stigahúsum fjölbýlishúsa og í atvinnuhúsnæði, sýna okkur að þrátt fyrir opinberar kröfur og reglugerðir þurfa eigendur sjálfir að vera á varðbergi gagnvart aðsteðjandi ógnunum því reglugerðir sjá ekki allt fyrir varðandi einstakar fasteignir. Þar hvílir ábyrgðin fyrst og síðast hjá eigendunum sjálfum.Eldvarnir - forvarnir Þau úrræði sem eigendur hafa til að minnka líkur á eldsvoða eða tjóni af þeim völdum eru t.d. samstillt átak við uppsetningu slökkvitækja og –búnaðar, uppsetning reykskynjara og samtenging þeirra, uppsetning og vöktun á brunaöryggiskerfum og fleira. Ef þú býrð í fjölbýlishúsi á íbúðin þín að vera sjálfstætt brunahólf og vert að kanna hvort frágangur á veggjum, lofti, gólfi og hurðum að sameign sé ekki örugglega með þeim hætti að eldur geti ekki breiðst úr á milli íbúða. Í eldri húsum þarf að huga sérlega vel að öryggismálum, enda óvíst að byggingarreglugerðir sem þá giltu uppfylli allar þær öryggiskröfur sem gerðar eru í dag. Þar er t.d. rétt að huga að úrbótum á brunahólfum, t.d. með endurnýjun millihurða og brunaþéttingum samkvæmt viðurkenndum aðferðum. Þá þarf sérstaklega að huga að brunavörnum í sorpgeymslum innandyra, geymslum og geymslugöngum. Einnig þarf að árétta og fylgja eftir reglum um hvað má geyma í sameign og í eldri húsum getur þurft að endurnýja rafmagnstöflur og jafnvel lagnir. Æskilegt væri að framkvæma bruna- og rýmingaræfingar í fjölbýlishúsum, ásamt því að prófa viðvörunar- og eldvarnarbúnað. Reynslan sýnir enn fremur að huga þarf sérstaklega að öryggismálum í fjölbýlishúsum fyrir eldri borgara, enda fylgir aukin slysahætta óneitanlega hækkandi aldri.Aðgangsstýring og eftirlit Með aukinni skipulagðri glæpastarfsemi og tíðari innbrotum hafa húseigendur í vaxandi mæli tekið upp nútímalegri og tæknilegri aðgangsstýringar að eignum sínum til að hafa betra yfirlit yfir hverjir hafa að þeim aðgang. Þannig eru t.d. nýrri fjölbýlishús gjarnan með bílakjallara sem aukið hefur til muna þörfina fyrir góða aðgangsstýringu. Eftirlitsmyndavélum og tilheyandi tækni hefur fleygt mikið fram á síðustu misserum og hefur uppsetning þeirra fælingaráhrif á gagnvart óæskilegri umgengni og þjófnaði og myndefni úr þeim getur hjálpað til við að rekja slóð ef um gripdeildir eða skemmdarverk hefur verið að ræða. Hafa eigendur fjölbýlishúsa sett upp slíkar eftirlitsmyndavélar en rétt er að minna á ákvæði persónuverndarlaga, ef setja á slíkan búnað upp, sem og reglur um það hverjir megi hafa aðgang að slíku myndefni.Meiri áhersla á forvarnir í nýrri fasteignum Erfitt er að mæla árangur af auknum ráðstöfunum í öryggismálum en ef marka má verð brunatrygginga fasteigna hefur kostnaður vegna tjóna af völdum eldsvoða farið ört vaxandi undanfarin ár. Þá sjáum við að kostnaður við öryggis- og aðgangsmál í fjölbýlishúsum, sem eru í þjónustu hjá okkur, hefur aukist um 48% að meðaltali á hverja íbúð. Þá aukningu má að einhverju leyti rekja til nýrri fasteigna en þar virðast eigendur leggja meiri áherslu á forvarnir. Með stærri og flóknari fjöleignarhúsum, hækkandi aldri þjóðarinnar og aukinni kaupgetu er líka full þörf á að stjórnvöld séu í takt við tímann og auki kröfur um eldvarnir bygginga. Því hvetjum við bæði eigendur fasteigna og ekki síður stjórnvöld til að sýna frumkvæði og efla bæði forvarnir og eftirlit. Slysin gera ekki boð á undan sér! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hvort sem við búum í þéttbýlu eða strjálbýlu samfélagi er öryggi fjölskyldunnar og heimilisins í forgangi en algengustu ógnanirnar þar eru einkum tvær: Brunahætta og innbrot eða umferð óboðinna gesta. Nýlegir alvarlegir eldsvoðar, bæði í stigahúsum fjölbýlishúsa og í atvinnuhúsnæði, sýna okkur að þrátt fyrir opinberar kröfur og reglugerðir þurfa eigendur sjálfir að vera á varðbergi gagnvart aðsteðjandi ógnunum því reglugerðir sjá ekki allt fyrir varðandi einstakar fasteignir. Þar hvílir ábyrgðin fyrst og síðast hjá eigendunum sjálfum.Eldvarnir - forvarnir Þau úrræði sem eigendur hafa til að minnka líkur á eldsvoða eða tjóni af þeim völdum eru t.d. samstillt átak við uppsetningu slökkvitækja og –búnaðar, uppsetning reykskynjara og samtenging þeirra, uppsetning og vöktun á brunaöryggiskerfum og fleira. Ef þú býrð í fjölbýlishúsi á íbúðin þín að vera sjálfstætt brunahólf og vert að kanna hvort frágangur á veggjum, lofti, gólfi og hurðum að sameign sé ekki örugglega með þeim hætti að eldur geti ekki breiðst úr á milli íbúða. Í eldri húsum þarf að huga sérlega vel að öryggismálum, enda óvíst að byggingarreglugerðir sem þá giltu uppfylli allar þær öryggiskröfur sem gerðar eru í dag. Þar er t.d. rétt að huga að úrbótum á brunahólfum, t.d. með endurnýjun millihurða og brunaþéttingum samkvæmt viðurkenndum aðferðum. Þá þarf sérstaklega að huga að brunavörnum í sorpgeymslum innandyra, geymslum og geymslugöngum. Einnig þarf að árétta og fylgja eftir reglum um hvað má geyma í sameign og í eldri húsum getur þurft að endurnýja rafmagnstöflur og jafnvel lagnir. Æskilegt væri að framkvæma bruna- og rýmingaræfingar í fjölbýlishúsum, ásamt því að prófa viðvörunar- og eldvarnarbúnað. Reynslan sýnir enn fremur að huga þarf sérstaklega að öryggismálum í fjölbýlishúsum fyrir eldri borgara, enda fylgir aukin slysahætta óneitanlega hækkandi aldri.Aðgangsstýring og eftirlit Með aukinni skipulagðri glæpastarfsemi og tíðari innbrotum hafa húseigendur í vaxandi mæli tekið upp nútímalegri og tæknilegri aðgangsstýringar að eignum sínum til að hafa betra yfirlit yfir hverjir hafa að þeim aðgang. Þannig eru t.d. nýrri fjölbýlishús gjarnan með bílakjallara sem aukið hefur til muna þörfina fyrir góða aðgangsstýringu. Eftirlitsmyndavélum og tilheyandi tækni hefur fleygt mikið fram á síðustu misserum og hefur uppsetning þeirra fælingaráhrif á gagnvart óæskilegri umgengni og þjófnaði og myndefni úr þeim getur hjálpað til við að rekja slóð ef um gripdeildir eða skemmdarverk hefur verið að ræða. Hafa eigendur fjölbýlishúsa sett upp slíkar eftirlitsmyndavélar en rétt er að minna á ákvæði persónuverndarlaga, ef setja á slíkan búnað upp, sem og reglur um það hverjir megi hafa aðgang að slíku myndefni.Meiri áhersla á forvarnir í nýrri fasteignum Erfitt er að mæla árangur af auknum ráðstöfunum í öryggismálum en ef marka má verð brunatrygginga fasteigna hefur kostnaður vegna tjóna af völdum eldsvoða farið ört vaxandi undanfarin ár. Þá sjáum við að kostnaður við öryggis- og aðgangsmál í fjölbýlishúsum, sem eru í þjónustu hjá okkur, hefur aukist um 48% að meðaltali á hverja íbúð. Þá aukningu má að einhverju leyti rekja til nýrri fasteigna en þar virðast eigendur leggja meiri áherslu á forvarnir. Með stærri og flóknari fjöleignarhúsum, hækkandi aldri þjóðarinnar og aukinni kaupgetu er líka full þörf á að stjórnvöld séu í takt við tímann og auki kröfur um eldvarnir bygginga. Því hvetjum við bæði eigendur fasteigna og ekki síður stjórnvöld til að sýna frumkvæði og efla bæði forvarnir og eftirlit. Slysin gera ekki boð á undan sér!
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar