Öryggismál og fjölbýlishús Daníel Árnason skrifar 7. júní 2018 16:13 Hvort sem við búum í þéttbýlu eða strjálbýlu samfélagi er öryggi fjölskyldunnar og heimilisins í forgangi en algengustu ógnanirnar þar eru einkum tvær: Brunahætta og innbrot eða umferð óboðinna gesta. Nýlegir alvarlegir eldsvoðar, bæði í stigahúsum fjölbýlishúsa og í atvinnuhúsnæði, sýna okkur að þrátt fyrir opinberar kröfur og reglugerðir þurfa eigendur sjálfir að vera á varðbergi gagnvart aðsteðjandi ógnunum því reglugerðir sjá ekki allt fyrir varðandi einstakar fasteignir. Þar hvílir ábyrgðin fyrst og síðast hjá eigendunum sjálfum.Eldvarnir - forvarnir Þau úrræði sem eigendur hafa til að minnka líkur á eldsvoða eða tjóni af þeim völdum eru t.d. samstillt átak við uppsetningu slökkvitækja og –búnaðar, uppsetning reykskynjara og samtenging þeirra, uppsetning og vöktun á brunaöryggiskerfum og fleira. Ef þú býrð í fjölbýlishúsi á íbúðin þín að vera sjálfstætt brunahólf og vert að kanna hvort frágangur á veggjum, lofti, gólfi og hurðum að sameign sé ekki örugglega með þeim hætti að eldur geti ekki breiðst úr á milli íbúða. Í eldri húsum þarf að huga sérlega vel að öryggismálum, enda óvíst að byggingarreglugerðir sem þá giltu uppfylli allar þær öryggiskröfur sem gerðar eru í dag. Þar er t.d. rétt að huga að úrbótum á brunahólfum, t.d. með endurnýjun millihurða og brunaþéttingum samkvæmt viðurkenndum aðferðum. Þá þarf sérstaklega að huga að brunavörnum í sorpgeymslum innandyra, geymslum og geymslugöngum. Einnig þarf að árétta og fylgja eftir reglum um hvað má geyma í sameign og í eldri húsum getur þurft að endurnýja rafmagnstöflur og jafnvel lagnir. Æskilegt væri að framkvæma bruna- og rýmingaræfingar í fjölbýlishúsum, ásamt því að prófa viðvörunar- og eldvarnarbúnað. Reynslan sýnir enn fremur að huga þarf sérstaklega að öryggismálum í fjölbýlishúsum fyrir eldri borgara, enda fylgir aukin slysahætta óneitanlega hækkandi aldri.Aðgangsstýring og eftirlit Með aukinni skipulagðri glæpastarfsemi og tíðari innbrotum hafa húseigendur í vaxandi mæli tekið upp nútímalegri og tæknilegri aðgangsstýringar að eignum sínum til að hafa betra yfirlit yfir hverjir hafa að þeim aðgang. Þannig eru t.d. nýrri fjölbýlishús gjarnan með bílakjallara sem aukið hefur til muna þörfina fyrir góða aðgangsstýringu. Eftirlitsmyndavélum og tilheyandi tækni hefur fleygt mikið fram á síðustu misserum og hefur uppsetning þeirra fælingaráhrif á gagnvart óæskilegri umgengni og þjófnaði og myndefni úr þeim getur hjálpað til við að rekja slóð ef um gripdeildir eða skemmdarverk hefur verið að ræða. Hafa eigendur fjölbýlishúsa sett upp slíkar eftirlitsmyndavélar en rétt er að minna á ákvæði persónuverndarlaga, ef setja á slíkan búnað upp, sem og reglur um það hverjir megi hafa aðgang að slíku myndefni.Meiri áhersla á forvarnir í nýrri fasteignum Erfitt er að mæla árangur af auknum ráðstöfunum í öryggismálum en ef marka má verð brunatrygginga fasteigna hefur kostnaður vegna tjóna af völdum eldsvoða farið ört vaxandi undanfarin ár. Þá sjáum við að kostnaður við öryggis- og aðgangsmál í fjölbýlishúsum, sem eru í þjónustu hjá okkur, hefur aukist um 48% að meðaltali á hverja íbúð. Þá aukningu má að einhverju leyti rekja til nýrri fasteigna en þar virðast eigendur leggja meiri áherslu á forvarnir. Með stærri og flóknari fjöleignarhúsum, hækkandi aldri þjóðarinnar og aukinni kaupgetu er líka full þörf á að stjórnvöld séu í takt við tímann og auki kröfur um eldvarnir bygginga. Því hvetjum við bæði eigendur fasteigna og ekki síður stjórnvöld til að sýna frumkvæði og efla bæði forvarnir og eftirlit. Slysin gera ekki boð á undan sér! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Hvort sem við búum í þéttbýlu eða strjálbýlu samfélagi er öryggi fjölskyldunnar og heimilisins í forgangi en algengustu ógnanirnar þar eru einkum tvær: Brunahætta og innbrot eða umferð óboðinna gesta. Nýlegir alvarlegir eldsvoðar, bæði í stigahúsum fjölbýlishúsa og í atvinnuhúsnæði, sýna okkur að þrátt fyrir opinberar kröfur og reglugerðir þurfa eigendur sjálfir að vera á varðbergi gagnvart aðsteðjandi ógnunum því reglugerðir sjá ekki allt fyrir varðandi einstakar fasteignir. Þar hvílir ábyrgðin fyrst og síðast hjá eigendunum sjálfum.Eldvarnir - forvarnir Þau úrræði sem eigendur hafa til að minnka líkur á eldsvoða eða tjóni af þeim völdum eru t.d. samstillt átak við uppsetningu slökkvitækja og –búnaðar, uppsetning reykskynjara og samtenging þeirra, uppsetning og vöktun á brunaöryggiskerfum og fleira. Ef þú býrð í fjölbýlishúsi á íbúðin þín að vera sjálfstætt brunahólf og vert að kanna hvort frágangur á veggjum, lofti, gólfi og hurðum að sameign sé ekki örugglega með þeim hætti að eldur geti ekki breiðst úr á milli íbúða. Í eldri húsum þarf að huga sérlega vel að öryggismálum, enda óvíst að byggingarreglugerðir sem þá giltu uppfylli allar þær öryggiskröfur sem gerðar eru í dag. Þar er t.d. rétt að huga að úrbótum á brunahólfum, t.d. með endurnýjun millihurða og brunaþéttingum samkvæmt viðurkenndum aðferðum. Þá þarf sérstaklega að huga að brunavörnum í sorpgeymslum innandyra, geymslum og geymslugöngum. Einnig þarf að árétta og fylgja eftir reglum um hvað má geyma í sameign og í eldri húsum getur þurft að endurnýja rafmagnstöflur og jafnvel lagnir. Æskilegt væri að framkvæma bruna- og rýmingaræfingar í fjölbýlishúsum, ásamt því að prófa viðvörunar- og eldvarnarbúnað. Reynslan sýnir enn fremur að huga þarf sérstaklega að öryggismálum í fjölbýlishúsum fyrir eldri borgara, enda fylgir aukin slysahætta óneitanlega hækkandi aldri.Aðgangsstýring og eftirlit Með aukinni skipulagðri glæpastarfsemi og tíðari innbrotum hafa húseigendur í vaxandi mæli tekið upp nútímalegri og tæknilegri aðgangsstýringar að eignum sínum til að hafa betra yfirlit yfir hverjir hafa að þeim aðgang. Þannig eru t.d. nýrri fjölbýlishús gjarnan með bílakjallara sem aukið hefur til muna þörfina fyrir góða aðgangsstýringu. Eftirlitsmyndavélum og tilheyandi tækni hefur fleygt mikið fram á síðustu misserum og hefur uppsetning þeirra fælingaráhrif á gagnvart óæskilegri umgengni og þjófnaði og myndefni úr þeim getur hjálpað til við að rekja slóð ef um gripdeildir eða skemmdarverk hefur verið að ræða. Hafa eigendur fjölbýlishúsa sett upp slíkar eftirlitsmyndavélar en rétt er að minna á ákvæði persónuverndarlaga, ef setja á slíkan búnað upp, sem og reglur um það hverjir megi hafa aðgang að slíku myndefni.Meiri áhersla á forvarnir í nýrri fasteignum Erfitt er að mæla árangur af auknum ráðstöfunum í öryggismálum en ef marka má verð brunatrygginga fasteigna hefur kostnaður vegna tjóna af völdum eldsvoða farið ört vaxandi undanfarin ár. Þá sjáum við að kostnaður við öryggis- og aðgangsmál í fjölbýlishúsum, sem eru í þjónustu hjá okkur, hefur aukist um 48% að meðaltali á hverja íbúð. Þá aukningu má að einhverju leyti rekja til nýrri fasteigna en þar virðast eigendur leggja meiri áherslu á forvarnir. Með stærri og flóknari fjöleignarhúsum, hækkandi aldri þjóðarinnar og aukinni kaupgetu er líka full þörf á að stjórnvöld séu í takt við tímann og auki kröfur um eldvarnir bygginga. Því hvetjum við bæði eigendur fasteigna og ekki síður stjórnvöld til að sýna frumkvæði og efla bæði forvarnir og eftirlit. Slysin gera ekki boð á undan sér!
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar