Lífið

Talandi hestur stelur senunni í nýju myndbandi Inspired by Iceland

Stefán Árni Pálsson skrifar
Steindi og Anna Svava gera gott mót í myndbandinu.
Steindi og Anna Svava gera gott mót í myndbandinu.
Inspired by Iceland gaf í gær út nýtt myndband þar sem öllum er boðið að ganga til liðs við Team Iceland og styðja við Ísland á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rússlandi.Steinþór Hróar Steinþórsson og Anna Svava Knútsdóttir fara með aðalhlutverkin í myndbandinu og  flytja skilaboðin um að allir geti staðið með Íslandi á HM, líka þeir sem hafa ekki áhuga á fótbolta og fá til þess óvænta hjálp frá fulltrúa íslenska hestsins.„Nú fer að koma að stóru stundinni og við viljum hvetja alla Íslendinga til að taka höndum saman og bjóða erlendum vinum sínum í Team Iceland. Við viljum fá sem flesta með okkur í lið til að veita landsliðinu okkar stuðning og um leið nýta athyglina til að kynna Ísland,“ segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu, en markmiðið með Team Iceland er að skapa fólki vettvang til að lýsa yfir stuðningi við Ísland á HM og kynna hvað Ísland stendur fyrir.Team Iceland herferðin hófst 8. mars með myndbandi þar sem forsetahjónin buðu heimsbyggðinni að taka þátt og hafa nú um 10 milljón manns horft á myndbandið.Umfjallanir um Ísland í tengslum við þátttökuna á HM hafa birst í fjölmörgum erlendum miðlum víða um heim og fjöldi erlendra fjölmiðlamanna hafa komið til landsins til að kynna sér Ísland nánar.Fjöldi umfjallana hafa birst í erlendum miðlum og tæplega 30 þúsund manns frá 168 löndum hafa nú þegar skráð sig í Team Iceland.Hér að ofan má sjá nýja myndbandið og hér að neðan má einnig sjá fyrra Team Iceland-myndbandið. 

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.