Golf

Ólafía byrjaði vel á Opna bandaríska

Ísak Jasonarson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á annari holu sinni í dag
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á annari holu sinni í dag vísir/friðrik
Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék vel á fyrsta hringnum á Opna bandaríska mótinu og kom inn á 72 höggum eða parinu. Leikið er á Shoal Creek vellinum í Alabama en mótið er eitt af risamótunum fimm í kvennagolfinu.

Ólafía lék mjög stöðugt golf í dag fyrir utan eina holu þar sem hún fékk tvöfaldan skolla eftir vandræði í kringum flötina. Þess utan fékk hún fjórtán pör, tvo fugla og lék virkilega vel.

Þegar flestir kylfingar hafa lokið leik er Ólafía jöfn í 26. sæti af 156 keppendum en hún er meðal keppenda á Opna bandaríska mótinu í fyrsta skiptið.

Ariya Jutanugarn og Sarah Jane Smith deila efsta sæti mótsins á 5 höggum undir pari, einungis fimm höggum á undan Ólafíu.

Annar hringur mótsins fer fram á morgun, föstudag. Eftir þann hring komast um 70 efstu áfram í gegnum niðurskurðinn og því er Ólafía í flottri stöðu.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×