Golf

Ólafía byrjaði vel á Opna bandaríska

Ísak Jasonarson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á annari holu sinni í dag
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á annari holu sinni í dag vísir/friðrik

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék vel á fyrsta hringnum á Opna bandaríska mótinu og kom inn á 72 höggum eða parinu. Leikið er á Shoal Creek vellinum í Alabama en mótið er eitt af risamótunum fimm í kvennagolfinu.

Ólafía lék mjög stöðugt golf í dag fyrir utan eina holu þar sem hún fékk tvöfaldan skolla eftir vandræði í kringum flötina. Þess utan fékk hún fjórtán pör, tvo fugla og lék virkilega vel.

Þegar flestir kylfingar hafa lokið leik er Ólafía jöfn í 26. sæti af 156 keppendum en hún er meðal keppenda á Opna bandaríska mótinu í fyrsta skiptið.

Ariya Jutanugarn og Sarah Jane Smith deila efsta sæti mótsins á 5 höggum undir pari, einungis fimm höggum á undan Ólafíu.

Annar hringur mótsins fer fram á morgun, föstudag. Eftir þann hring komast um 70 efstu áfram í gegnum niðurskurðinn og því er Ólafía í flottri stöðu.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.