Versta kynslóðin Helga María Guðmundsdóttir skrifar 21. maí 2018 10:40 Amma mín er af allt annarri kynslóð en ég. Hún er fædd árið 1923 sem þýðir að hún var 18 ára þegar Bretar komu til Íslands og hún getur ennþá sagt mér sögur frá bransanum eins og hún kallar það. Hún var 21 árs þegar Ísland varð lýðveldi og 45 ára þegar við tókum upp vinstri umferð, en hún hefur reyndar aldrei tekið bílpróf. Hún hefur heldur aldrei drukkið áfengi, nema í útskriftarveislunni minni, en það var alveg óvart. Amma átti mun erfiðari uppvöxt en ég, hún var aðeins 11 ára gömul þegar móðir hennar lést og sá um að ala upp systkini sín við erfiðar aðstæður. Því gefur að skilja að hún hefur alltaf verið skynsöm og nægjusöm enda var ekki annað í boði á hennar tímum. Hennar kynslóð er sú sem harkar af sér og leitar ekki eftir aðstoð. Þetta eru þeir sem ég kalla stundum verstu sjúklingana því þeir koma ekki upp á spítala fyrr en allt of seint og vandamálin oft búin að margfaldast. En það má ekki gleyma að þessi kynslóð er stolt, svo dugleg að hún er ekki að kvarta. Snúum okkur núna að minni kynslóð. Við erum sú kynslóð sem ekkert stendur í vegi fyrir og jafnrétti hefur aldrei verið meira. Við getum pantað mat og fengið hann sendan upp að dyrum með því að ýta á nokkra takka á snjallsímanum okkar. Við erum að keppa á stórmótum í íþróttum og við getum ferðast um heiminn. Við látum líka í okkur heyra ef eitthvað er ekki eins og það er. Í dag er kynslóðin hennar ömmu orðin of gömul til að berjast meira og eina sem það vill er að fá að eldast með reisn. Af hverju getum við þá ekki, mín kynslóð hugsað betur um fólkið sem ól okkur upp og er ástæðan fyrir velferð okkar í dag. Hvernig má það vera að það fær ekki þá aðstoð sem það þarf þegar það sækist eftir henni. Mín reynsla er allavega sú að þegar þessi kynslóð kemur loksins og ég segi loksins því það bíður eins lengi og það mögulega getur með að leita eftir hjálp, en þegar það biður um aðstoð þá þarf það virkilega mikið á henni að halda. Við þurfum að veita þessa aðstoð og ekki bara þegar einstaklingar biðja um hana heldur einnig bjóða upp á hana, hvort sem það er í formi þrifa, mat, heimaþjónustu eða umsókn um hjúkrunarheimi. Við eigum ekki að bíða eftir því að fólkið okkar, já okkar, brotni niður vegna vanlíðan. Hvað getum við gert? Ég las um erlent verkefni þar sem skólakrakkar fengu ókeypis húsnæði gegn því að vinna á hjúkrunarheimilum. Síðan sá ég um daginn að slíkt verkefni er hafið hér á landi en ekki eru margir ennþá sem hafa aðgang að þessari áætlun. Þetta vil ég sjá meira af, ókeypis húsnæði fyrir stúdenta og aðstoð fyrir eldri borgara sem eiga það svo sannarlega skilið. Einnig er sjálfgefið að það þarf að auka hjúkrunarrýmum, heimaþjónustu og efla alla aðra þjónustu sem eldri borgarar þurfa á að halda. Þetta er okkar fólk, á okkar ábyrgð og við eigum að leyfa því að eldast með þeirri reisn sem það notaði til að byggja upp landið okkar. Þessi kynslóð á það skilið og það er löngu búið að vinna fyrir því.Höfundur er hjúkrunarfræðingur og í 4. sæti Höfuðborgarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Skoðun Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Amma mín er af allt annarri kynslóð en ég. Hún er fædd árið 1923 sem þýðir að hún var 18 ára þegar Bretar komu til Íslands og hún getur ennþá sagt mér sögur frá bransanum eins og hún kallar það. Hún var 21 árs þegar Ísland varð lýðveldi og 45 ára þegar við tókum upp vinstri umferð, en hún hefur reyndar aldrei tekið bílpróf. Hún hefur heldur aldrei drukkið áfengi, nema í útskriftarveislunni minni, en það var alveg óvart. Amma átti mun erfiðari uppvöxt en ég, hún var aðeins 11 ára gömul þegar móðir hennar lést og sá um að ala upp systkini sín við erfiðar aðstæður. Því gefur að skilja að hún hefur alltaf verið skynsöm og nægjusöm enda var ekki annað í boði á hennar tímum. Hennar kynslóð er sú sem harkar af sér og leitar ekki eftir aðstoð. Þetta eru þeir sem ég kalla stundum verstu sjúklingana því þeir koma ekki upp á spítala fyrr en allt of seint og vandamálin oft búin að margfaldast. En það má ekki gleyma að þessi kynslóð er stolt, svo dugleg að hún er ekki að kvarta. Snúum okkur núna að minni kynslóð. Við erum sú kynslóð sem ekkert stendur í vegi fyrir og jafnrétti hefur aldrei verið meira. Við getum pantað mat og fengið hann sendan upp að dyrum með því að ýta á nokkra takka á snjallsímanum okkar. Við erum að keppa á stórmótum í íþróttum og við getum ferðast um heiminn. Við látum líka í okkur heyra ef eitthvað er ekki eins og það er. Í dag er kynslóðin hennar ömmu orðin of gömul til að berjast meira og eina sem það vill er að fá að eldast með reisn. Af hverju getum við þá ekki, mín kynslóð hugsað betur um fólkið sem ól okkur upp og er ástæðan fyrir velferð okkar í dag. Hvernig má það vera að það fær ekki þá aðstoð sem það þarf þegar það sækist eftir henni. Mín reynsla er allavega sú að þegar þessi kynslóð kemur loksins og ég segi loksins því það bíður eins lengi og það mögulega getur með að leita eftir hjálp, en þegar það biður um aðstoð þá þarf það virkilega mikið á henni að halda. Við þurfum að veita þessa aðstoð og ekki bara þegar einstaklingar biðja um hana heldur einnig bjóða upp á hana, hvort sem það er í formi þrifa, mat, heimaþjónustu eða umsókn um hjúkrunarheimi. Við eigum ekki að bíða eftir því að fólkið okkar, já okkar, brotni niður vegna vanlíðan. Hvað getum við gert? Ég las um erlent verkefni þar sem skólakrakkar fengu ókeypis húsnæði gegn því að vinna á hjúkrunarheimilum. Síðan sá ég um daginn að slíkt verkefni er hafið hér á landi en ekki eru margir ennþá sem hafa aðgang að þessari áætlun. Þetta vil ég sjá meira af, ókeypis húsnæði fyrir stúdenta og aðstoð fyrir eldri borgara sem eiga það svo sannarlega skilið. Einnig er sjálfgefið að það þarf að auka hjúkrunarrýmum, heimaþjónustu og efla alla aðra þjónustu sem eldri borgarar þurfa á að halda. Þetta er okkar fólk, á okkar ábyrgð og við eigum að leyfa því að eldast með þeirri reisn sem það notaði til að byggja upp landið okkar. Þessi kynslóð á það skilið og það er löngu búið að vinna fyrir því.Höfundur er hjúkrunarfræðingur og í 4. sæti Höfuðborgarlistans.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar