Versta kynslóðin Helga María Guðmundsdóttir skrifar 21. maí 2018 10:40 Amma mín er af allt annarri kynslóð en ég. Hún er fædd árið 1923 sem þýðir að hún var 18 ára þegar Bretar komu til Íslands og hún getur ennþá sagt mér sögur frá bransanum eins og hún kallar það. Hún var 21 árs þegar Ísland varð lýðveldi og 45 ára þegar við tókum upp vinstri umferð, en hún hefur reyndar aldrei tekið bílpróf. Hún hefur heldur aldrei drukkið áfengi, nema í útskriftarveislunni minni, en það var alveg óvart. Amma átti mun erfiðari uppvöxt en ég, hún var aðeins 11 ára gömul þegar móðir hennar lést og sá um að ala upp systkini sín við erfiðar aðstæður. Því gefur að skilja að hún hefur alltaf verið skynsöm og nægjusöm enda var ekki annað í boði á hennar tímum. Hennar kynslóð er sú sem harkar af sér og leitar ekki eftir aðstoð. Þetta eru þeir sem ég kalla stundum verstu sjúklingana því þeir koma ekki upp á spítala fyrr en allt of seint og vandamálin oft búin að margfaldast. En það má ekki gleyma að þessi kynslóð er stolt, svo dugleg að hún er ekki að kvarta. Snúum okkur núna að minni kynslóð. Við erum sú kynslóð sem ekkert stendur í vegi fyrir og jafnrétti hefur aldrei verið meira. Við getum pantað mat og fengið hann sendan upp að dyrum með því að ýta á nokkra takka á snjallsímanum okkar. Við erum að keppa á stórmótum í íþróttum og við getum ferðast um heiminn. Við látum líka í okkur heyra ef eitthvað er ekki eins og það er. Í dag er kynslóðin hennar ömmu orðin of gömul til að berjast meira og eina sem það vill er að fá að eldast með reisn. Af hverju getum við þá ekki, mín kynslóð hugsað betur um fólkið sem ól okkur upp og er ástæðan fyrir velferð okkar í dag. Hvernig má það vera að það fær ekki þá aðstoð sem það þarf þegar það sækist eftir henni. Mín reynsla er allavega sú að þegar þessi kynslóð kemur loksins og ég segi loksins því það bíður eins lengi og það mögulega getur með að leita eftir hjálp, en þegar það biður um aðstoð þá þarf það virkilega mikið á henni að halda. Við þurfum að veita þessa aðstoð og ekki bara þegar einstaklingar biðja um hana heldur einnig bjóða upp á hana, hvort sem það er í formi þrifa, mat, heimaþjónustu eða umsókn um hjúkrunarheimi. Við eigum ekki að bíða eftir því að fólkið okkar, já okkar, brotni niður vegna vanlíðan. Hvað getum við gert? Ég las um erlent verkefni þar sem skólakrakkar fengu ókeypis húsnæði gegn því að vinna á hjúkrunarheimilum. Síðan sá ég um daginn að slíkt verkefni er hafið hér á landi en ekki eru margir ennþá sem hafa aðgang að þessari áætlun. Þetta vil ég sjá meira af, ókeypis húsnæði fyrir stúdenta og aðstoð fyrir eldri borgara sem eiga það svo sannarlega skilið. Einnig er sjálfgefið að það þarf að auka hjúkrunarrýmum, heimaþjónustu og efla alla aðra þjónustu sem eldri borgarar þurfa á að halda. Þetta er okkar fólk, á okkar ábyrgð og við eigum að leyfa því að eldast með þeirri reisn sem það notaði til að byggja upp landið okkar. Þessi kynslóð á það skilið og það er löngu búið að vinna fyrir því.Höfundur er hjúkrunarfræðingur og í 4. sæti Höfuðborgarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Amma mín er af allt annarri kynslóð en ég. Hún er fædd árið 1923 sem þýðir að hún var 18 ára þegar Bretar komu til Íslands og hún getur ennþá sagt mér sögur frá bransanum eins og hún kallar það. Hún var 21 árs þegar Ísland varð lýðveldi og 45 ára þegar við tókum upp vinstri umferð, en hún hefur reyndar aldrei tekið bílpróf. Hún hefur heldur aldrei drukkið áfengi, nema í útskriftarveislunni minni, en það var alveg óvart. Amma átti mun erfiðari uppvöxt en ég, hún var aðeins 11 ára gömul þegar móðir hennar lést og sá um að ala upp systkini sín við erfiðar aðstæður. Því gefur að skilja að hún hefur alltaf verið skynsöm og nægjusöm enda var ekki annað í boði á hennar tímum. Hennar kynslóð er sú sem harkar af sér og leitar ekki eftir aðstoð. Þetta eru þeir sem ég kalla stundum verstu sjúklingana því þeir koma ekki upp á spítala fyrr en allt of seint og vandamálin oft búin að margfaldast. En það má ekki gleyma að þessi kynslóð er stolt, svo dugleg að hún er ekki að kvarta. Snúum okkur núna að minni kynslóð. Við erum sú kynslóð sem ekkert stendur í vegi fyrir og jafnrétti hefur aldrei verið meira. Við getum pantað mat og fengið hann sendan upp að dyrum með því að ýta á nokkra takka á snjallsímanum okkar. Við erum að keppa á stórmótum í íþróttum og við getum ferðast um heiminn. Við látum líka í okkur heyra ef eitthvað er ekki eins og það er. Í dag er kynslóðin hennar ömmu orðin of gömul til að berjast meira og eina sem það vill er að fá að eldast með reisn. Af hverju getum við þá ekki, mín kynslóð hugsað betur um fólkið sem ól okkur upp og er ástæðan fyrir velferð okkar í dag. Hvernig má það vera að það fær ekki þá aðstoð sem það þarf þegar það sækist eftir henni. Mín reynsla er allavega sú að þegar þessi kynslóð kemur loksins og ég segi loksins því það bíður eins lengi og það mögulega getur með að leita eftir hjálp, en þegar það biður um aðstoð þá þarf það virkilega mikið á henni að halda. Við þurfum að veita þessa aðstoð og ekki bara þegar einstaklingar biðja um hana heldur einnig bjóða upp á hana, hvort sem það er í formi þrifa, mat, heimaþjónustu eða umsókn um hjúkrunarheimi. Við eigum ekki að bíða eftir því að fólkið okkar, já okkar, brotni niður vegna vanlíðan. Hvað getum við gert? Ég las um erlent verkefni þar sem skólakrakkar fengu ókeypis húsnæði gegn því að vinna á hjúkrunarheimilum. Síðan sá ég um daginn að slíkt verkefni er hafið hér á landi en ekki eru margir ennþá sem hafa aðgang að þessari áætlun. Þetta vil ég sjá meira af, ókeypis húsnæði fyrir stúdenta og aðstoð fyrir eldri borgara sem eiga það svo sannarlega skilið. Einnig er sjálfgefið að það þarf að auka hjúkrunarrýmum, heimaþjónustu og efla alla aðra þjónustu sem eldri borgarar þurfa á að halda. Þetta er okkar fólk, á okkar ábyrgð og við eigum að leyfa því að eldast með þeirri reisn sem það notaði til að byggja upp landið okkar. Þessi kynslóð á það skilið og það er löngu búið að vinna fyrir því.Höfundur er hjúkrunarfræðingur og í 4. sæti Höfuðborgarlistans.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun