Vondu útlendingalögin Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson skrifar 21. maí 2018 18:49 Við upphaf árs 2017 tóku gildi ný útlendingalög. Strax í upphafi voru þau gagnrýnd fyrir að vera óvönduð og hefur gagnrýninni verið gefið vægi með þeirri staðreynd að á hinum stutta tíma frá samþykkt laganna hafa fimm breytingar á þeim tekið gildi. Þegar ég vann hjá kærunefnd útlendingamála, og á meðan lögunum hafði aðeins verið breytt einu sinni, vakti ég athygli galla, að mínu mati alvarlegum, í einu ákvæði þeirra. Mér var tjáð að dómsmálaráðuneytið, sem fer með málaflokkinn, væri meðvitað um gallann. Fjórum stórum breytingum síðar stendur ákvæðið þó enn óbreytt. Í 4. mgr. 31. gr. eldri útlendingalaga var kveðið á um að synjun á tilteknum dvalarleyfum sé ekki heimilt að framkvæma nema gefinn hafi verið kostur á að leggja fram kæru. Ákvæðið var fært orðrétt yfir í 4. mgr. 103. gr. hinna nýju laga en í meðför allsherjar- og menntamálanefndar var orðalagi þess breytt þannig að í stað þess að synjun komi ekki til framkvæmda nema að gefnum kosti á kæru segir nú að ekki sé heimilt að synja tilgreindri tegund umsókna nema gefinn hafi verið kostur á að leggja fram kæru. Felld voru út orðin um framkvæmd og þannig voru lögin samþykkt. Synjun og framkvæmd synjunar eru aðskildir hlutir. Hinn fyrri vísar til töku ákvörðunar og hinn síðari til réttaráhrifanna sem ákvörðuninni fylgja. Í nýja ákvæðinu er því til staðar lögfræðilegur ómöguleiki. Ekki er hægt að kæra ákvörðun fyrr en hún hefur verið tekin og samkvæmt ákvæðinu er ekki heimilt að taka ákvörðunina fyrr en gefinn hefur verið kostur á að kæra hana. Réttasta túlkun ákvæðisins samkvæmt orðalagi er að þar sem skilyrðið í niðurlagi málsliðarins er aldrei uppfyllt sé jafn framt aldrei heimilt að synja fólki um dvalarleyfi. Bersýnilega var þetta ekki markmið löggjafarinnar og því er um galla í lögunum að ræða. Við venjulegar kringumstæður lenda mistök sem þessi að endingu fyrir dómstólum ef ekki er úr þeim bætt með frumvarpi frá viðeigandi ráðherra. Hér kemur annað til skoðunar og það er hin sérkennilega staða að þegar umsókn um dvalarleyfi hefur verið synjað og umsækjanda vísað frá landi þá er ekki hlaupið að því fyrir viðkomandi að reka hér dómsmál. Af þeirri ástæðu er ólíklegt að einhver sem hefur hagsmuna að gæta muni láta reyna á ákvæðið og enn ríkari skylda til staðar fyrir ráðherra að útiloka réttaróvissu og leiðrétta lögin. Farsælast er að frumkvæðið að breytingum sem þessum stafi frá ráðherra málaflokksins og til marks um óvandaða stjórnhætti að gölluð lög séu látin standa óbreytt löngu eftir að ráðuneytið varð meðvitað um mistök við gerð þeirra. Sér í lagi þar sem gallinn sem hér var fjallað um er langt frá því að vera eini gallinn í útlendingalögum. Mistök sem þessi setja bæði starfsfólk stofnananna, sem starfa við beitingu þeirra, í óþægilega stöðu og skapa réttaróvissu fyrir fólk sem vegna stöðu sinnar hefur ekki tök á að gæta réttar síns fyrir dómi. Ég skora á ráðherra að láta sig málaflokkinn varða og beita sér strax fyrir leiðréttingu hinna gölluðu laga. Höfundur er lögfræðingur og formaður Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Við upphaf árs 2017 tóku gildi ný útlendingalög. Strax í upphafi voru þau gagnrýnd fyrir að vera óvönduð og hefur gagnrýninni verið gefið vægi með þeirri staðreynd að á hinum stutta tíma frá samþykkt laganna hafa fimm breytingar á þeim tekið gildi. Þegar ég vann hjá kærunefnd útlendingamála, og á meðan lögunum hafði aðeins verið breytt einu sinni, vakti ég athygli galla, að mínu mati alvarlegum, í einu ákvæði þeirra. Mér var tjáð að dómsmálaráðuneytið, sem fer með málaflokkinn, væri meðvitað um gallann. Fjórum stórum breytingum síðar stendur ákvæðið þó enn óbreytt. Í 4. mgr. 31. gr. eldri útlendingalaga var kveðið á um að synjun á tilteknum dvalarleyfum sé ekki heimilt að framkvæma nema gefinn hafi verið kostur á að leggja fram kæru. Ákvæðið var fært orðrétt yfir í 4. mgr. 103. gr. hinna nýju laga en í meðför allsherjar- og menntamálanefndar var orðalagi þess breytt þannig að í stað þess að synjun komi ekki til framkvæmda nema að gefnum kosti á kæru segir nú að ekki sé heimilt að synja tilgreindri tegund umsókna nema gefinn hafi verið kostur á að leggja fram kæru. Felld voru út orðin um framkvæmd og þannig voru lögin samþykkt. Synjun og framkvæmd synjunar eru aðskildir hlutir. Hinn fyrri vísar til töku ákvörðunar og hinn síðari til réttaráhrifanna sem ákvörðuninni fylgja. Í nýja ákvæðinu er því til staðar lögfræðilegur ómöguleiki. Ekki er hægt að kæra ákvörðun fyrr en hún hefur verið tekin og samkvæmt ákvæðinu er ekki heimilt að taka ákvörðunina fyrr en gefinn hefur verið kostur á að kæra hana. Réttasta túlkun ákvæðisins samkvæmt orðalagi er að þar sem skilyrðið í niðurlagi málsliðarins er aldrei uppfyllt sé jafn framt aldrei heimilt að synja fólki um dvalarleyfi. Bersýnilega var þetta ekki markmið löggjafarinnar og því er um galla í lögunum að ræða. Við venjulegar kringumstæður lenda mistök sem þessi að endingu fyrir dómstólum ef ekki er úr þeim bætt með frumvarpi frá viðeigandi ráðherra. Hér kemur annað til skoðunar og það er hin sérkennilega staða að þegar umsókn um dvalarleyfi hefur verið synjað og umsækjanda vísað frá landi þá er ekki hlaupið að því fyrir viðkomandi að reka hér dómsmál. Af þeirri ástæðu er ólíklegt að einhver sem hefur hagsmuna að gæta muni láta reyna á ákvæðið og enn ríkari skylda til staðar fyrir ráðherra að útiloka réttaróvissu og leiðrétta lögin. Farsælast er að frumkvæðið að breytingum sem þessum stafi frá ráðherra málaflokksins og til marks um óvandaða stjórnhætti að gölluð lög séu látin standa óbreytt löngu eftir að ráðuneytið varð meðvitað um mistök við gerð þeirra. Sér í lagi þar sem gallinn sem hér var fjallað um er langt frá því að vera eini gallinn í útlendingalögum. Mistök sem þessi setja bæði starfsfólk stofnananna, sem starfa við beitingu þeirra, í óþægilega stöðu og skapa réttaróvissu fyrir fólk sem vegna stöðu sinnar hefur ekki tök á að gæta réttar síns fyrir dómi. Ég skora á ráðherra að láta sig málaflokkinn varða og beita sér strax fyrir leiðréttingu hinna gölluðu laga. Höfundur er lögfræðingur og formaður Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar