Hlustið á fólkið á gólfinu Baldvin Már Baldvinsson skrifar 22. maí 2018 14:00 Ég hef unnið á leikskóla í 12 ár, enda kolféll ég fyrir því ósérhlífna og mikilvæga starfi sem unnið er á leikskólum landsins. Skilningur borgaryfirvalda á þessum málaflokki hefur oft á tíðum lítill. Margir borgarfulltrúar virðast ekki átta sig á því að samræða við starfsfólk leikskóla skipti máli. Margt af því sem hefur reynst erfitt undanfarin ár eins og sameiningar margra leikskóla, hefði verið hægt að gera auðveldara með því að opna á samræður við allt starfsfólk leikskólanna og ræða málin. Því hefur það oft verið blaut tuska framan í mann í starfi hversu lítinn skilning borgaryfirvöld sýna þessum málaflokki og hversu mikið starfsfólk þarf að berjast fyrir hinum minnstu hlutum. Þessu vill ég sjá breytingar á.Í leikskólunum er grunnurinn lagður Baráttumál okkar sem vinna á leikskólum eru þau sömu í dag og þegar ég byrjaði að vinna þar. Að bæta starfsumhverfi, fækka börnum á deildum og hækka laun. Álag í starfinu er oft gríðarlegt vegna manneklu þar sem fáir starfsmenn bera ábyrgð á vellíðan fjölmargra barna. Leikskólinn er fyrsta skólastigið, og að sumu leyti mikilvægasta skólastigið, því þar er lagður grunnur að öllu því sem á eftir kemur. Leikskólar eru nefnilega ekki geymslustaður fyrir börn yfir daginn meðan foreldrarnir vinna eða eru sjálf í námi. Leikskólar eru ekki þjónusta við atvinnulífið. Leikskólinn er skóli. Í leikskólum læra börnin okkar að vinna með tungumálið, þau læra félagsfærni. Þau taka fyrstu skrefin í stærðfræðinámi, læra fínhreyfingar og margt fleira. Þau læra að taka fyrstu skrefin í átt að því að verða fullorðnir einstaklingar. Samhliða því að börnin læri þá gerum við okkar besta til að skapa öruggt og heimilislegt umhverfi sem veitir börnunum vellíðan. Það aftur er foreldrunum mikilvægt, sú hugarró sem fylgir því að vita af börnunum sínum öruggum og að þeim líði vel. Því hvað annað er mikilvægara en að börnunum okkar líði vel? Til þess þurfum við að efla leikskólana.Af hverju treysti ég VG? Ein ástæða þess að ég ákvað að bjóða mig fram fyrir VG fyrir þessar kosningar var ekki aðeins að Líf Magneudóttir hefur lagt áherslu á að efla leikskólana, heldur að áherslur hennar eru í samræmi við það sem ég tel að sé brýnast að gera. Sérstaklega mikilvægi þess að bæta kjör og minnka óhóflegt álag á starfsfólkið. Fólk skiptir máli, og ég treysti Líf í leikskólamálunum. Önnur er sú að eftir að VG kom inn í meirihlutasamstarfið 2014 var loksins horfið frá niðurskurði sem hafði einkennt öll árin á undan og framlög til leikskólanna aukin verulega. En við þurfum að gera miklu betur í leikskólamálum. Við viljum eiga frumkvæðið meðal annars með að hækka laun þeirra sem vinna á leikskólum, við viljum tryggja færri börn á deildum, að ráðið verði í fleiri afleysingarstöður og við viljum halda áfram að styrkja og hvetja ófaglærða að fara í leikskólakennaranám. Okkar auður eru börnin og okkar skylda er að mennta börnin okkar vel. Og það skiptir máli að það sé gert á öllum skólastigum. Börnin eiga það skilið, og starfsfólk leikskóla á það skilið að þeim sé sýnd sú virðing af borgaryfirvöldum að hlustað sé á kröfur leikskólanna og þeim sé mætt. Með VG í borgarstjórn að loknum kosningum munu leikskólamál vera forgangsmál. Baldvin Már Baldvinsson. Höfundur er ófaglærður deildarstjóri og skipar 17. sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Skoðun Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Sjá meira
Ég hef unnið á leikskóla í 12 ár, enda kolféll ég fyrir því ósérhlífna og mikilvæga starfi sem unnið er á leikskólum landsins. Skilningur borgaryfirvalda á þessum málaflokki hefur oft á tíðum lítill. Margir borgarfulltrúar virðast ekki átta sig á því að samræða við starfsfólk leikskóla skipti máli. Margt af því sem hefur reynst erfitt undanfarin ár eins og sameiningar margra leikskóla, hefði verið hægt að gera auðveldara með því að opna á samræður við allt starfsfólk leikskólanna og ræða málin. Því hefur það oft verið blaut tuska framan í mann í starfi hversu lítinn skilning borgaryfirvöld sýna þessum málaflokki og hversu mikið starfsfólk þarf að berjast fyrir hinum minnstu hlutum. Þessu vill ég sjá breytingar á.Í leikskólunum er grunnurinn lagður Baráttumál okkar sem vinna á leikskólum eru þau sömu í dag og þegar ég byrjaði að vinna þar. Að bæta starfsumhverfi, fækka börnum á deildum og hækka laun. Álag í starfinu er oft gríðarlegt vegna manneklu þar sem fáir starfsmenn bera ábyrgð á vellíðan fjölmargra barna. Leikskólinn er fyrsta skólastigið, og að sumu leyti mikilvægasta skólastigið, því þar er lagður grunnur að öllu því sem á eftir kemur. Leikskólar eru nefnilega ekki geymslustaður fyrir börn yfir daginn meðan foreldrarnir vinna eða eru sjálf í námi. Leikskólar eru ekki þjónusta við atvinnulífið. Leikskólinn er skóli. Í leikskólum læra börnin okkar að vinna með tungumálið, þau læra félagsfærni. Þau taka fyrstu skrefin í stærðfræðinámi, læra fínhreyfingar og margt fleira. Þau læra að taka fyrstu skrefin í átt að því að verða fullorðnir einstaklingar. Samhliða því að börnin læri þá gerum við okkar besta til að skapa öruggt og heimilislegt umhverfi sem veitir börnunum vellíðan. Það aftur er foreldrunum mikilvægt, sú hugarró sem fylgir því að vita af börnunum sínum öruggum og að þeim líði vel. Því hvað annað er mikilvægara en að börnunum okkar líði vel? Til þess þurfum við að efla leikskólana.Af hverju treysti ég VG? Ein ástæða þess að ég ákvað að bjóða mig fram fyrir VG fyrir þessar kosningar var ekki aðeins að Líf Magneudóttir hefur lagt áherslu á að efla leikskólana, heldur að áherslur hennar eru í samræmi við það sem ég tel að sé brýnast að gera. Sérstaklega mikilvægi þess að bæta kjör og minnka óhóflegt álag á starfsfólkið. Fólk skiptir máli, og ég treysti Líf í leikskólamálunum. Önnur er sú að eftir að VG kom inn í meirihlutasamstarfið 2014 var loksins horfið frá niðurskurði sem hafði einkennt öll árin á undan og framlög til leikskólanna aukin verulega. En við þurfum að gera miklu betur í leikskólamálum. Við viljum eiga frumkvæðið meðal annars með að hækka laun þeirra sem vinna á leikskólum, við viljum tryggja færri börn á deildum, að ráðið verði í fleiri afleysingarstöður og við viljum halda áfram að styrkja og hvetja ófaglærða að fara í leikskólakennaranám. Okkar auður eru börnin og okkar skylda er að mennta börnin okkar vel. Og það skiptir máli að það sé gert á öllum skólastigum. Börnin eiga það skilið, og starfsfólk leikskóla á það skilið að þeim sé sýnd sú virðing af borgaryfirvöldum að hlustað sé á kröfur leikskólanna og þeim sé mætt. Með VG í borgarstjórn að loknum kosningum munu leikskólamál vera forgangsmál. Baldvin Már Baldvinsson. Höfundur er ófaglærður deildarstjóri og skipar 17. sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavík
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun