Hvers vegna hjóla ég? Katrín Atladóttir skrifar 22. maí 2018 15:00 Hjólreiðar eru vaxandi samgöngumáti. Í síðustu könnun á ferðavenjum Reykvíkinga var hlutdeild hjólreiða sjö prósent ferða. Í Vesturbæ og Hlíðum fóru tíu prósent íbúa ferða sinna hjólandi. En af hverju hjóla Reykvíkingar? Ímynd hjólreiða sem samgöngumáta virðist hjá sumum Reykvíkingum vera börn og sérvitringar. Við hjónin hjólum töluvert til vinnu og nýtum hjólin oftar en ekki til styttri ferða. Ástæðan er hagkvæmni og jafnvel má segja að í mínum huga sé lúxus að hjóla. Að hjóla til vinnu á fallegum vormorgni eru lífsgæði, ekki kvöð. Þarna fást fimmtán mínútur til að hugsa málin, hlaða andlegar rafhlöður fyrir vinnudaginn, fá blóðið smá á hreyfingu og roða í kinnar. Engin bið í umferðarhnútum og ég legg við dyrnar á áfangastað án þess að leita að bílastæði. Ég get ekki hugsað mér betra upphaf á deginum. Þeir sem vilja ekki hjóla þurfa ekki að hjóla. Þessi sjö prósent heildarferða okkar Reykvíkinga eru farnar utan umferðaræða, svo þær létta á bílaumferðinni. Með því að auka hlutfall annarra samgöngumáta en bílferða minnkar mengun og svifryk, sem fer oftar yfir viðmiðunarmörk í Reykjavík en í sumum erlendum stórborgum. Sumir geta kosið að eiga einn bíl þegar þeir þyrftu ella tvo. Sumir kjósa að eiga engan bíl. Málið snýst um valkosti. Val til þess að ganga, hjóla, keyra eða nota almenningssamgöngur. Frelsi til að blanda þessu öllu saman eftir hentugleika. Hjólreiðar eru hagkvæmar fyrir Reykvíkinga og öllum til bóta. Líka fyrir þá sem stunda þær ekki. Ég hyggst beita mér fyrir því að Reykvíkingar hafi val um fjölbreyttar samgöngur.Höfundur skipar 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Atladóttir Kosningar 2018 Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Hjólreiðar eru vaxandi samgöngumáti. Í síðustu könnun á ferðavenjum Reykvíkinga var hlutdeild hjólreiða sjö prósent ferða. Í Vesturbæ og Hlíðum fóru tíu prósent íbúa ferða sinna hjólandi. En af hverju hjóla Reykvíkingar? Ímynd hjólreiða sem samgöngumáta virðist hjá sumum Reykvíkingum vera börn og sérvitringar. Við hjónin hjólum töluvert til vinnu og nýtum hjólin oftar en ekki til styttri ferða. Ástæðan er hagkvæmni og jafnvel má segja að í mínum huga sé lúxus að hjóla. Að hjóla til vinnu á fallegum vormorgni eru lífsgæði, ekki kvöð. Þarna fást fimmtán mínútur til að hugsa málin, hlaða andlegar rafhlöður fyrir vinnudaginn, fá blóðið smá á hreyfingu og roða í kinnar. Engin bið í umferðarhnútum og ég legg við dyrnar á áfangastað án þess að leita að bílastæði. Ég get ekki hugsað mér betra upphaf á deginum. Þeir sem vilja ekki hjóla þurfa ekki að hjóla. Þessi sjö prósent heildarferða okkar Reykvíkinga eru farnar utan umferðaræða, svo þær létta á bílaumferðinni. Með því að auka hlutfall annarra samgöngumáta en bílferða minnkar mengun og svifryk, sem fer oftar yfir viðmiðunarmörk í Reykjavík en í sumum erlendum stórborgum. Sumir geta kosið að eiga einn bíl þegar þeir þyrftu ella tvo. Sumir kjósa að eiga engan bíl. Málið snýst um valkosti. Val til þess að ganga, hjóla, keyra eða nota almenningssamgöngur. Frelsi til að blanda þessu öllu saman eftir hentugleika. Hjólreiðar eru hagkvæmar fyrir Reykvíkinga og öllum til bóta. Líka fyrir þá sem stunda þær ekki. Ég hyggst beita mér fyrir því að Reykvíkingar hafi val um fjölbreyttar samgöngur.Höfundur skipar 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun