Úrbætur í geðheilbrigðismálum í Kópavogi – vöndum til verka Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar 22. maí 2018 19:14 Það er ánægjulegt að fulltrúar meirihlutans í bæjarstjórn Kópavogs skuli nú í aðdraganda kosninganna leggja fram hugmyndir um aðgerðir í geðheilbrigðismálum í bænum. Undirrituð hefur lengi viljað sjá samfélagsgeðþjónustu verða jafn sjálfsagða og aðgengilega og aðra þjónustu við íbúa sveitarfélaga, en til þess þarf nokkuð að gefa í hjá flestum sveitarfélögum. Ég hef meðal annars talað fyrir því á undanförnum árum sem varabæjarfulltrúi og fulltrúi Vinstri grænna í velferðarráði Kópavogs. Fyrir síðustu kosningar var á stefnuskrá VG að setja upp Geðheilsustöð Kópavogs þar sem samræmd yrðu þau úrræði sem bærinn býður upp á í málefnum fólks með geðraskanir. Eitthvað í þá veru er að sjálfsögðu áfram stefna Vinstri grænna í Kópavogi enda er líka lögð áhersla á það í stefnu flokksins á landsvísu í geðheilbrigðismálum að samfélagsgeðþjónustu þurfi að stórefla. Í grein í Kópavogsblaðinu nýlega upplýsir Theodóra Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi og oddviti lista BF Viðreisnar að hún hafi verið að móta tillögu um að opnað verði Geðræktarhús í gamla Hressingarhælinu á Kópavogstúni og á Facebook-síðu Sjálfstæðisflokksins reifar Karen Halldórsdóttir, sem er í 3. sæti á lista flokksins, hugmynd um samstarfsverkefni bæjarins og frjálsra félagasamtaka um rekstur geð- og lýðheilsumiðstöðvar í sama húsnæði og fjallar líka um forvarnir í geðheilbrigðismálum. Karen nefnir líka að opinbera heilbrigðiskerfið geti ekki eitt og sér haldið utan um slíka þjónustu. Það er pólitískt álitamál og reyndar er það mjög sérstakt og rannsóknarefni hve ólík við erum nágrannalöndum okkar í framkvæmd þessara mála og hversu brotakennd geðheilsuþjónustan hér er. Hér hafa frjáls félagasamtök komið af stað og rekið margþætta þjónustu sem er líka ólíkt því sem gerist í löndunum í kring. Það er gott að hafa fjölbreytni og sannarlega hafa breytingar og nýbreytni, m.a. hugmyndafræði bata og valdeflingar, aðallega komið úr grasrótinni undanfarin ár og áratugi. En það er líka spurning hvernig samstarfi sé best háttað og hve vel er farið með almannafé þegar það dreifist svo víða sem hér. Þetta ber að nálgast opnum huga án þess að missa sjónar af heildarsamhenginu. Þannig þarf í þessu samhengi að hafa í huga áætlanir um stofnun nýrra geðheilsustöðva á vegum heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Og þá er líka nauðsynlegt að það sé á hreinu hver beri faglega og fjárhagslega ábyrgð og hvernig eftirliti og aðhaldi sé háttað.. Mikilvægt er að hér sé vandað til verka. Þess má geta að nýlega hittust yfirmenn Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar og UNICEF ásamt fjölmörgum aðilum frá háskólum, opinberum stofnunum og almannasamtökum. Þar var kallað eftir meiri samvinnu og aðkomu mismunandi stofnana og annarra aðila í samfélaginu því að vandinn er ekki bara heilbrigðisvandi, ekki vandi í tómarúmi, heldur tengdur jafnrétti og grundvallar mannréttindum. Þarna er rætt um aukið vægi félagslegra og umhverfislegra þátta á geðheilbrigði og er það í samhengi við viðurkenningu á skelfilegum áhrifum áfalla, fátæktar og mismununar á heilsu og þar með talið geðheilsu. Það er ljóst að ef standa á við stóru orðin verður hlutfall fjármagns til velferðarmála hjá Kópavogsbæ að hækka úr 13% á næstu árum.Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur og fyrrverandi varabæjarfulltrúi fyrir VG í Kópavogi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Það er ánægjulegt að fulltrúar meirihlutans í bæjarstjórn Kópavogs skuli nú í aðdraganda kosninganna leggja fram hugmyndir um aðgerðir í geðheilbrigðismálum í bænum. Undirrituð hefur lengi viljað sjá samfélagsgeðþjónustu verða jafn sjálfsagða og aðgengilega og aðra þjónustu við íbúa sveitarfélaga, en til þess þarf nokkuð að gefa í hjá flestum sveitarfélögum. Ég hef meðal annars talað fyrir því á undanförnum árum sem varabæjarfulltrúi og fulltrúi Vinstri grænna í velferðarráði Kópavogs. Fyrir síðustu kosningar var á stefnuskrá VG að setja upp Geðheilsustöð Kópavogs þar sem samræmd yrðu þau úrræði sem bærinn býður upp á í málefnum fólks með geðraskanir. Eitthvað í þá veru er að sjálfsögðu áfram stefna Vinstri grænna í Kópavogi enda er líka lögð áhersla á það í stefnu flokksins á landsvísu í geðheilbrigðismálum að samfélagsgeðþjónustu þurfi að stórefla. Í grein í Kópavogsblaðinu nýlega upplýsir Theodóra Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi og oddviti lista BF Viðreisnar að hún hafi verið að móta tillögu um að opnað verði Geðræktarhús í gamla Hressingarhælinu á Kópavogstúni og á Facebook-síðu Sjálfstæðisflokksins reifar Karen Halldórsdóttir, sem er í 3. sæti á lista flokksins, hugmynd um samstarfsverkefni bæjarins og frjálsra félagasamtaka um rekstur geð- og lýðheilsumiðstöðvar í sama húsnæði og fjallar líka um forvarnir í geðheilbrigðismálum. Karen nefnir líka að opinbera heilbrigðiskerfið geti ekki eitt og sér haldið utan um slíka þjónustu. Það er pólitískt álitamál og reyndar er það mjög sérstakt og rannsóknarefni hve ólík við erum nágrannalöndum okkar í framkvæmd þessara mála og hversu brotakennd geðheilsuþjónustan hér er. Hér hafa frjáls félagasamtök komið af stað og rekið margþætta þjónustu sem er líka ólíkt því sem gerist í löndunum í kring. Það er gott að hafa fjölbreytni og sannarlega hafa breytingar og nýbreytni, m.a. hugmyndafræði bata og valdeflingar, aðallega komið úr grasrótinni undanfarin ár og áratugi. En það er líka spurning hvernig samstarfi sé best háttað og hve vel er farið með almannafé þegar það dreifist svo víða sem hér. Þetta ber að nálgast opnum huga án þess að missa sjónar af heildarsamhenginu. Þannig þarf í þessu samhengi að hafa í huga áætlanir um stofnun nýrra geðheilsustöðva á vegum heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Og þá er líka nauðsynlegt að það sé á hreinu hver beri faglega og fjárhagslega ábyrgð og hvernig eftirliti og aðhaldi sé háttað.. Mikilvægt er að hér sé vandað til verka. Þess má geta að nýlega hittust yfirmenn Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar og UNICEF ásamt fjölmörgum aðilum frá háskólum, opinberum stofnunum og almannasamtökum. Þar var kallað eftir meiri samvinnu og aðkomu mismunandi stofnana og annarra aðila í samfélaginu því að vandinn er ekki bara heilbrigðisvandi, ekki vandi í tómarúmi, heldur tengdur jafnrétti og grundvallar mannréttindum. Þarna er rætt um aukið vægi félagslegra og umhverfislegra þátta á geðheilbrigði og er það í samhengi við viðurkenningu á skelfilegum áhrifum áfalla, fátæktar og mismununar á heilsu og þar með talið geðheilsu. Það er ljóst að ef standa á við stóru orðin verður hlutfall fjármagns til velferðarmála hjá Kópavogsbæ að hækka úr 13% á næstu árum.Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur og fyrrverandi varabæjarfulltrúi fyrir VG í Kópavogi
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun