Skuldaaukning 250 þúsund krónur á mann Katrín Atladóttir skrifar 23. maí 2018 07:00 Í aðdraganda kosninga kemur framtíðin, eðli máls samkvæmt, oft til tals. Þá er gjarnan rætt um hvaða umgjörð við hyggjumst búa börnunum okkar. Sennilega myndu fáir skrifa upp á það að skuldaklafi á þeirra herðar ætti að vera sérstakt baráttumál. Fjárhagsstjórn núverandi meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur er hins vegar ávísun á þetta. Gaumgæfum nokkrar staðreyndir þessu til stuðnings.Hærri tekjur Tekjur af grunnrekstri borgarinnar hækkuðu um 27,7 milljarða að raunvirði fyrstu þrjú ár kjörtímabils núverandi meirihluta, eða um 31,4 prósent. Rekstrartekjur námu tæpum 116 milljörðum króna árið 2017. Það þýðir að borgin hefur um 300 milljónir króna til ráðstöfunar alla daga ársins. Meiri tekjur borgarinnar koma beint úr vösum borgarbúa.Hærri skattar Íbúar Reykjavíkur greiða hærra hlutfall af tekjum sínum til borgarinnar en íbúar annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt nýlegri skýrslu Samtaka atvinnulífsins. Íbúar á Seltjarnarnesi greiða 7,4 prósent tekna en íbúar Reykjavíkur 10,9 prósent.Hærri skuldir Samkvæmt ársskýrslu Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga (EFS) 2017 var skuldahlutfall borgarinnar 187 prósent ef skuldir Orkuveitu Reykjavíkur eru teknar með í reikninginn. Það þýðir að heildarskuldir og skuldbindingar eru næstum tvöfaldar heildartekjur borgarinnar. Landsmeðaltal var 153 prósent. Reykjavíkurborg nýtir sér heimild til að undanskilja Orkuveitu Reykjavíkur (OR) við útreikning á skuldahlutfalli. Spyrja má hvort það gefi rétta mynd af skuldastöðu borgarinnar.Hærri skuldir á hvern íbúa Í sömu skýrslu EFS var skuldum skipt niður á íbúa borgarinnar. Hvert einasta mannsbarn í Reykjavík skuldaði tæpar 2,4 milljónir. Skuldir á íbúa voru aðeins hærri í þremur öðrum sveitarfélögum, Fljótsdalshéraði, Norðurþingi og Reykjanesbæ. Núverandi meirihluti mun örugglega koma Reykvíkingum í fyrsta sætið ef svo fer fram sem horfir.Þróun skulda Landsmenn hafa unnið ötullega að því að lækka skuldir sínar og spara á árunum eftir hrun bankanna. Reykjavíkurborg fer gegn straumnum því skuldir vegna grunnreksturs borgarinnar hækkuðu um 45,2 prósent eða um 30,7 milljarða að raunvirði á fyrstu þremur árum kjörtímabilsins, frá árinu 2014 til 2017. Núverandi meirihluti skuldsetti hvern íbúa um tæpar 250 þúsund krónur fyrstu þrjú ár kjörtímabilsins.Ráðdeild? Í Reykjavík er skattheimta með hæsta móti. Skuldahlutfall borgarinnar að teknu tilliti til allra fyrirtækja í eigu hennar er langt yfir landsmeðaltali. Skuldir á íbúa eru með þeim hæstu á landinu. Hækkun skulda á íbúa fyrstu þrjú ár kjörtímabilsins voru 250 þúsund krónur, eins og áður segir. Ein milljón króna á fjögurra manna fjölskyldu. Allt gerðist þetta í fordæmalausu góðæri meðan tekjur hækkuðu yfir 30 prósent eða um tæpa 28 milljarða. Í góðæri sem mun ekki vara að eilífu. Höfum hugfast að skuldadagar koma, það er eins víst og nótt fylgir degi. Tíminn til að víkja af vegi skuldasöfnunar er núna og þar með komum við í veg fyrir að skuldaklafanum verði velt á herðar komandi kynslóða; barnanna okkar. Í því felst velferð Reykvíkinga til framtíðar.Höfundur skipar 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Atladóttir Kosningar 2018 Mest lesið Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda kosninga kemur framtíðin, eðli máls samkvæmt, oft til tals. Þá er gjarnan rætt um hvaða umgjörð við hyggjumst búa börnunum okkar. Sennilega myndu fáir skrifa upp á það að skuldaklafi á þeirra herðar ætti að vera sérstakt baráttumál. Fjárhagsstjórn núverandi meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur er hins vegar ávísun á þetta. Gaumgæfum nokkrar staðreyndir þessu til stuðnings.Hærri tekjur Tekjur af grunnrekstri borgarinnar hækkuðu um 27,7 milljarða að raunvirði fyrstu þrjú ár kjörtímabils núverandi meirihluta, eða um 31,4 prósent. Rekstrartekjur námu tæpum 116 milljörðum króna árið 2017. Það þýðir að borgin hefur um 300 milljónir króna til ráðstöfunar alla daga ársins. Meiri tekjur borgarinnar koma beint úr vösum borgarbúa.Hærri skattar Íbúar Reykjavíkur greiða hærra hlutfall af tekjum sínum til borgarinnar en íbúar annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt nýlegri skýrslu Samtaka atvinnulífsins. Íbúar á Seltjarnarnesi greiða 7,4 prósent tekna en íbúar Reykjavíkur 10,9 prósent.Hærri skuldir Samkvæmt ársskýrslu Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga (EFS) 2017 var skuldahlutfall borgarinnar 187 prósent ef skuldir Orkuveitu Reykjavíkur eru teknar með í reikninginn. Það þýðir að heildarskuldir og skuldbindingar eru næstum tvöfaldar heildartekjur borgarinnar. Landsmeðaltal var 153 prósent. Reykjavíkurborg nýtir sér heimild til að undanskilja Orkuveitu Reykjavíkur (OR) við útreikning á skuldahlutfalli. Spyrja má hvort það gefi rétta mynd af skuldastöðu borgarinnar.Hærri skuldir á hvern íbúa Í sömu skýrslu EFS var skuldum skipt niður á íbúa borgarinnar. Hvert einasta mannsbarn í Reykjavík skuldaði tæpar 2,4 milljónir. Skuldir á íbúa voru aðeins hærri í þremur öðrum sveitarfélögum, Fljótsdalshéraði, Norðurþingi og Reykjanesbæ. Núverandi meirihluti mun örugglega koma Reykvíkingum í fyrsta sætið ef svo fer fram sem horfir.Þróun skulda Landsmenn hafa unnið ötullega að því að lækka skuldir sínar og spara á árunum eftir hrun bankanna. Reykjavíkurborg fer gegn straumnum því skuldir vegna grunnreksturs borgarinnar hækkuðu um 45,2 prósent eða um 30,7 milljarða að raunvirði á fyrstu þremur árum kjörtímabilsins, frá árinu 2014 til 2017. Núverandi meirihluti skuldsetti hvern íbúa um tæpar 250 þúsund krónur fyrstu þrjú ár kjörtímabilsins.Ráðdeild? Í Reykjavík er skattheimta með hæsta móti. Skuldahlutfall borgarinnar að teknu tilliti til allra fyrirtækja í eigu hennar er langt yfir landsmeðaltali. Skuldir á íbúa eru með þeim hæstu á landinu. Hækkun skulda á íbúa fyrstu þrjú ár kjörtímabilsins voru 250 þúsund krónur, eins og áður segir. Ein milljón króna á fjögurra manna fjölskyldu. Allt gerðist þetta í fordæmalausu góðæri meðan tekjur hækkuðu yfir 30 prósent eða um tæpa 28 milljarða. Í góðæri sem mun ekki vara að eilífu. Höfum hugfast að skuldadagar koma, það er eins víst og nótt fylgir degi. Tíminn til að víkja af vegi skuldasöfnunar er núna og þar með komum við í veg fyrir að skuldaklafanum verði velt á herðar komandi kynslóða; barnanna okkar. Í því felst velferð Reykvíkinga til framtíðar.Höfundur skipar 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun