Samið um ljósleiðaravæðingu Voga Tinni Sveinsson skrifar 24. maí 2018 11:30 Erling Freyr og Ingþór handsöluðu samninginn einnig í gær. Gagnaveita Reykjavíkur og sveitarfélagið Vogar hafa gert með sér samkomulag um ljósleiðaravæðingu í þéttbýli. Viljayfirlýsing þessa efnis var undirrituð í gær af framkvæmdastjóra Gagnaveitu Reykjavíkur, Erling Frey Guðmundssyni og forseta bæjarstjórnar Voga, Ingþóri Guðmundssyni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í fréttatilkynningu frá Gagnaveitu Reykjavíkur. Eins og fjallað hefur verið um á Vísi hafa íbúar í Vogunum líst yfir áhyggjum sínum og svekkelsi með ljósleiðaraleysi í bænum. Stafræn framtíð Voga Ingþór Guðmundsson forseti bæjarstjórnar telur að öflugt gagnasamband sé ein grunnstoð lífsgæða. „Ljósleiðarasamband kemur til með að styðja við snjallvæðingu heimila og stafrænt líf íbúa Voga. Vogar eru nú þegar vel tengdir nágrönnum sínum á höfuðborgarsvæðinu og verða enn betur tengdir að ljósleiðaravæðingu lokinni,“ segir Ingþór. Þessi tenging íbúa í sveitarfélaginu við opið net Ljósleiðarans styður við markmið stjórnvalda um ljósleiðaravæðingu alls Íslands. Verkefnið í Vogum er alfarið á viðskiptalegum forsendum og ekki er sótt um ríkisstyrki vegna hennar. Stefnt er að því að ljúka verkefninu fyrir árslok 2021 en nánari upplýsingar er að finna á síðunni ljosleidarinn.is/vogar. Auglýsa eftir fleiri samstarfsaðilum Samhliða samkomulaginu við Voga hefur Gagnaveita Reykjavíkur auglýst eftir samstarfsaðilum. Samstarfið getur verið meðal annars: að selja GR fjarskiptalagnir sem fyrir eru í sveitarfélaginu og nýst geta við ljósleiðaravæðinguna, eða með samnýtingu framkvæmda með öðrum veitufyrirtækjum, fjarskiptafyrirtækjum eða sveitarfélaginu sjálfu. Nú sér fyrir endann á verkefnum Gagnaveitu Reykjavíkur við uppbyggingu Ljósleiðarans í þéttbýlinu á höfuðborgarsvæðinu. Tengingu heimila innan þéttbýlis Reykjavíkur lauk 2015 og á þessu ári verður lokið við að tengja síðustu húsin í Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Mosfellsbæ. Jafnframt er unnið að lagningu ljósleiðara í Borgarnesi og fleiri byggðakjörnum í Borgarbyggð. „Nýlega lögðum við stofnstreng á Reykjanes sem opnar á stækkun þjónustusvæðis Ljósleiðarans á Suðurnesjum. Búið er að lýsa yfir vilja til ljósleiðaravæðingar í Reykjanesbæ og við bjóðum íbúa Voga velkomna í hópinn,“ segir Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur. Nú þegar eru um 90 þúsund heimili tengd opnu neti Ljósleiðarans. Það eru um 65% allra heimila í landinu. Áætlað er að 6 þúsund heimili bætist við á þessu ári. Árið 2021, þegar stefnt að því að tengingum með samkomulaginu við Voga og nýlegu samkomulagi við Árborg og Reykjanesbæ verði lokið, er reiknað með að um 114 þúsund heimili eigi kost á þjónustu Ljósleiðarans, segir í fréttatilkynningunni. Vogar Tækni Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
Gagnaveita Reykjavíkur og sveitarfélagið Vogar hafa gert með sér samkomulag um ljósleiðaravæðingu í þéttbýli. Viljayfirlýsing þessa efnis var undirrituð í gær af framkvæmdastjóra Gagnaveitu Reykjavíkur, Erling Frey Guðmundssyni og forseta bæjarstjórnar Voga, Ingþóri Guðmundssyni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í fréttatilkynningu frá Gagnaveitu Reykjavíkur. Eins og fjallað hefur verið um á Vísi hafa íbúar í Vogunum líst yfir áhyggjum sínum og svekkelsi með ljósleiðaraleysi í bænum. Stafræn framtíð Voga Ingþór Guðmundsson forseti bæjarstjórnar telur að öflugt gagnasamband sé ein grunnstoð lífsgæða. „Ljósleiðarasamband kemur til með að styðja við snjallvæðingu heimila og stafrænt líf íbúa Voga. Vogar eru nú þegar vel tengdir nágrönnum sínum á höfuðborgarsvæðinu og verða enn betur tengdir að ljósleiðaravæðingu lokinni,“ segir Ingþór. Þessi tenging íbúa í sveitarfélaginu við opið net Ljósleiðarans styður við markmið stjórnvalda um ljósleiðaravæðingu alls Íslands. Verkefnið í Vogum er alfarið á viðskiptalegum forsendum og ekki er sótt um ríkisstyrki vegna hennar. Stefnt er að því að ljúka verkefninu fyrir árslok 2021 en nánari upplýsingar er að finna á síðunni ljosleidarinn.is/vogar. Auglýsa eftir fleiri samstarfsaðilum Samhliða samkomulaginu við Voga hefur Gagnaveita Reykjavíkur auglýst eftir samstarfsaðilum. Samstarfið getur verið meðal annars: að selja GR fjarskiptalagnir sem fyrir eru í sveitarfélaginu og nýst geta við ljósleiðaravæðinguna, eða með samnýtingu framkvæmda með öðrum veitufyrirtækjum, fjarskiptafyrirtækjum eða sveitarfélaginu sjálfu. Nú sér fyrir endann á verkefnum Gagnaveitu Reykjavíkur við uppbyggingu Ljósleiðarans í þéttbýlinu á höfuðborgarsvæðinu. Tengingu heimila innan þéttbýlis Reykjavíkur lauk 2015 og á þessu ári verður lokið við að tengja síðustu húsin í Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Mosfellsbæ. Jafnframt er unnið að lagningu ljósleiðara í Borgarnesi og fleiri byggðakjörnum í Borgarbyggð. „Nýlega lögðum við stofnstreng á Reykjanes sem opnar á stækkun þjónustusvæðis Ljósleiðarans á Suðurnesjum. Búið er að lýsa yfir vilja til ljósleiðaravæðingar í Reykjanesbæ og við bjóðum íbúa Voga velkomna í hópinn,“ segir Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur. Nú þegar eru um 90 þúsund heimili tengd opnu neti Ljósleiðarans. Það eru um 65% allra heimila í landinu. Áætlað er að 6 þúsund heimili bætist við á þessu ári. Árið 2021, þegar stefnt að því að tengingum með samkomulaginu við Voga og nýlegu samkomulagi við Árborg og Reykjanesbæ verði lokið, er reiknað með að um 114 þúsund heimili eigi kost á þjónustu Ljósleiðarans, segir í fréttatilkynningunni.
Vogar Tækni Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira