Samið um ljósleiðaravæðingu Voga Tinni Sveinsson skrifar 24. maí 2018 11:30 Erling Freyr og Ingþór handsöluðu samninginn einnig í gær. Gagnaveita Reykjavíkur og sveitarfélagið Vogar hafa gert með sér samkomulag um ljósleiðaravæðingu í þéttbýli. Viljayfirlýsing þessa efnis var undirrituð í gær af framkvæmdastjóra Gagnaveitu Reykjavíkur, Erling Frey Guðmundssyni og forseta bæjarstjórnar Voga, Ingþóri Guðmundssyni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í fréttatilkynningu frá Gagnaveitu Reykjavíkur. Eins og fjallað hefur verið um á Vísi hafa íbúar í Vogunum líst yfir áhyggjum sínum og svekkelsi með ljósleiðaraleysi í bænum. Stafræn framtíð Voga Ingþór Guðmundsson forseti bæjarstjórnar telur að öflugt gagnasamband sé ein grunnstoð lífsgæða. „Ljósleiðarasamband kemur til með að styðja við snjallvæðingu heimila og stafrænt líf íbúa Voga. Vogar eru nú þegar vel tengdir nágrönnum sínum á höfuðborgarsvæðinu og verða enn betur tengdir að ljósleiðaravæðingu lokinni,“ segir Ingþór. Þessi tenging íbúa í sveitarfélaginu við opið net Ljósleiðarans styður við markmið stjórnvalda um ljósleiðaravæðingu alls Íslands. Verkefnið í Vogum er alfarið á viðskiptalegum forsendum og ekki er sótt um ríkisstyrki vegna hennar. Stefnt er að því að ljúka verkefninu fyrir árslok 2021 en nánari upplýsingar er að finna á síðunni ljosleidarinn.is/vogar. Auglýsa eftir fleiri samstarfsaðilum Samhliða samkomulaginu við Voga hefur Gagnaveita Reykjavíkur auglýst eftir samstarfsaðilum. Samstarfið getur verið meðal annars: að selja GR fjarskiptalagnir sem fyrir eru í sveitarfélaginu og nýst geta við ljósleiðaravæðinguna, eða með samnýtingu framkvæmda með öðrum veitufyrirtækjum, fjarskiptafyrirtækjum eða sveitarfélaginu sjálfu. Nú sér fyrir endann á verkefnum Gagnaveitu Reykjavíkur við uppbyggingu Ljósleiðarans í þéttbýlinu á höfuðborgarsvæðinu. Tengingu heimila innan þéttbýlis Reykjavíkur lauk 2015 og á þessu ári verður lokið við að tengja síðustu húsin í Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Mosfellsbæ. Jafnframt er unnið að lagningu ljósleiðara í Borgarnesi og fleiri byggðakjörnum í Borgarbyggð. „Nýlega lögðum við stofnstreng á Reykjanes sem opnar á stækkun þjónustusvæðis Ljósleiðarans á Suðurnesjum. Búið er að lýsa yfir vilja til ljósleiðaravæðingar í Reykjanesbæ og við bjóðum íbúa Voga velkomna í hópinn,“ segir Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur. Nú þegar eru um 90 þúsund heimili tengd opnu neti Ljósleiðarans. Það eru um 65% allra heimila í landinu. Áætlað er að 6 þúsund heimili bætist við á þessu ári. Árið 2021, þegar stefnt að því að tengingum með samkomulaginu við Voga og nýlegu samkomulagi við Árborg og Reykjanesbæ verði lokið, er reiknað með að um 114 þúsund heimili eigi kost á þjónustu Ljósleiðarans, segir í fréttatilkynningunni. Vogar Tækni Mest lesið Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Gagnaveita Reykjavíkur og sveitarfélagið Vogar hafa gert með sér samkomulag um ljósleiðaravæðingu í þéttbýli. Viljayfirlýsing þessa efnis var undirrituð í gær af framkvæmdastjóra Gagnaveitu Reykjavíkur, Erling Frey Guðmundssyni og forseta bæjarstjórnar Voga, Ingþóri Guðmundssyni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í fréttatilkynningu frá Gagnaveitu Reykjavíkur. Eins og fjallað hefur verið um á Vísi hafa íbúar í Vogunum líst yfir áhyggjum sínum og svekkelsi með ljósleiðaraleysi í bænum. Stafræn framtíð Voga Ingþór Guðmundsson forseti bæjarstjórnar telur að öflugt gagnasamband sé ein grunnstoð lífsgæða. „Ljósleiðarasamband kemur til með að styðja við snjallvæðingu heimila og stafrænt líf íbúa Voga. Vogar eru nú þegar vel tengdir nágrönnum sínum á höfuðborgarsvæðinu og verða enn betur tengdir að ljósleiðaravæðingu lokinni,“ segir Ingþór. Þessi tenging íbúa í sveitarfélaginu við opið net Ljósleiðarans styður við markmið stjórnvalda um ljósleiðaravæðingu alls Íslands. Verkefnið í Vogum er alfarið á viðskiptalegum forsendum og ekki er sótt um ríkisstyrki vegna hennar. Stefnt er að því að ljúka verkefninu fyrir árslok 2021 en nánari upplýsingar er að finna á síðunni ljosleidarinn.is/vogar. Auglýsa eftir fleiri samstarfsaðilum Samhliða samkomulaginu við Voga hefur Gagnaveita Reykjavíkur auglýst eftir samstarfsaðilum. Samstarfið getur verið meðal annars: að selja GR fjarskiptalagnir sem fyrir eru í sveitarfélaginu og nýst geta við ljósleiðaravæðinguna, eða með samnýtingu framkvæmda með öðrum veitufyrirtækjum, fjarskiptafyrirtækjum eða sveitarfélaginu sjálfu. Nú sér fyrir endann á verkefnum Gagnaveitu Reykjavíkur við uppbyggingu Ljósleiðarans í þéttbýlinu á höfuðborgarsvæðinu. Tengingu heimila innan þéttbýlis Reykjavíkur lauk 2015 og á þessu ári verður lokið við að tengja síðustu húsin í Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Mosfellsbæ. Jafnframt er unnið að lagningu ljósleiðara í Borgarnesi og fleiri byggðakjörnum í Borgarbyggð. „Nýlega lögðum við stofnstreng á Reykjanes sem opnar á stækkun þjónustusvæðis Ljósleiðarans á Suðurnesjum. Búið er að lýsa yfir vilja til ljósleiðaravæðingar í Reykjanesbæ og við bjóðum íbúa Voga velkomna í hópinn,“ segir Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur. Nú þegar eru um 90 þúsund heimili tengd opnu neti Ljósleiðarans. Það eru um 65% allra heimila í landinu. Áætlað er að 6 þúsund heimili bætist við á þessu ári. Árið 2021, þegar stefnt að því að tengingum með samkomulaginu við Voga og nýlegu samkomulagi við Árborg og Reykjanesbæ verði lokið, er reiknað með að um 114 þúsund heimili eigi kost á þjónustu Ljósleiðarans, segir í fréttatilkynningunni.
Vogar Tækni Mest lesið Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira