Viðskipti erlent

Segja Facebook stunda persónunjósnir

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Mark Zuckerberg stendur í ströngu þessa dagana vegna bresta í meðferð persónulegra upplýsinga notenda Facebook-miðilsins.
Mark Zuckerberg stendur í ströngu þessa dagana vegna bresta í meðferð persónulegra upplýsinga notenda Facebook-miðilsins. Vísir/Getty

Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, er sakaður um að hafa þróað aðgerðaáætlun fyrir Facebook sem miðaði að því að nýta sér mikið magn persónulegra upplýsinga notenda til þess að fyrirtæki hans gæti grætt milljarða og gert út af við keppinauta. Fyrrverandi sprotafyrirtækið Six4Three ber upp þessar ásakanir en The Guardian greindi frá málinu, sem hefur staðið yfir í rúm tvö ár, í gær.

Málið var upphaflega höfðað í lok 2015 þegar Facebook lokaði á aðgengi notenda að gögnum vina sinna á samfélagsmiðlinum. Hafði Six4Three þá varið um 25 milljónum króna í að þróa hið afar umdeilda app Pikinis. Appið var hægt að nota til þess að finna myndir af vinum notandans á Facebook þar sem umræddir vinir voru í sundfötum einum klæða. Umfang málsins hefur hins vegar vaxið mikið á undanförnum vikum.

Í síðustu viku fékk dómari í San Mateo afhenta tölvupósta og skilaboð sem gengu á milli toppa Facebook, meðal  annars Zuckerbergs sjálfs, þar sem rætt var um að „vopnvæða“ persónuupplýsingar.

Guardian greindi svo einnig frá því í gær að Facebook sé sakað um að hafa notað miðla sína og forrit til þess að safna upplýsingum um bæði notendur samfélagsmiðlanna og vini þeirra, jafnvel þá sem ekki höfðu skráð sig á Facebook eða tengda miðla. Er Facebook gefið að sök að hafa lesið sms-skilaboð, fylgst með staðsetningu notenda og skoðað myndir á snjallsímum notenda sem ekki hafði verið hlaðið upp á miðilinn.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.