Golf

Þrefaldur skolli á næst síðustu holunni og Ólafía úr leik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafía Þórunn verður í eldlínunni um helgina.
Ólafía Þórunn verður í eldlínunni um helgina. vísir/getty

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Volvik mótinu sem fram fer í Michigan fylki þessa helgina. Mótið er hluti af LPGA mótaröðinni.

Ólafía spilaði mög stöðugt golf á fyrsta hringnum. Hún endaði á einu höggi undir pari og var í góðri stöðu er keppni fór af stað í dag.

Hú hóf leik á tíundu holu vallarins og byrjaði á fjórum pörum áður en það komu tveir fuglar í röð. Svo kom eitt par áður en fyrsti skollinn leit dagsins ljós á sautjándu holu vallarins, áttundu holu Ólafíu í dag.

Hún náði sér svo í fugl á þriðju síðustu holunni og allt stefndi í að hún væri að koma sér þægilega í gegnum niðurskurðinn. Á áttundu og næst síðustu holunni hrökk hins vegar allt í baklás og Ólafía fékk þrefaldan skolla.

Þar kastaði hún frá sér virkilega góðum fyrsta hring og sautján góðum holum á hring númer tvö en hún fékk par á síðustu holunni. Hún endaði því á þremur höggum yfir pari í dag og samtals á tveimur undir pari.

Grátleg niðurstaða en þeir sem enduðu á parinu og undir komust í gegnum niðurskurðinn. Þriðji hringurinn verður leikinn á morgun, laugardag, en bein útsending á Golfstöðinni hefst klukkan 19.00.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.